Eldgosið í Fagradalsfjalli

Allt utan efnis

Höfundur
jonfr1900
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Póstur af jonfr1900 »

Eldgosið ákvað að snúa á mig og hætti um klukkan 03:00 í nótt aftur.
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Póstur af GuðjónR »

jonfr1900 skrifaði:Eldgosið ákvað að snúa á mig og hætti um klukkan 03:00 í nótt aftur.
Ég hef sjaldan séð jafn mikinn bjarma frá gosinu og í gærkvöldi.
Tók þessa mynd klukkan 01:19 í nótt frá Kjalarnesi.

Allar sögur af andláti gossins eru stórlega ýktar svo ekki sé meira sagt.
Viðhengi
41C47C63-7EF4-4D06-BFFD-FE62321F170A.jpeg
41C47C63-7EF4-4D06-BFFD-FE62321F170A.jpeg (708.2 KiB) Skoðað 2967 sinnum

mjolkurdreytill
Ofur-Nörd
Póstar: 267
Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Póstur af mjolkurdreytill »

GuðjónR skrifaði:
Allar sögur af andláti gossins eru stórlega ýktar svo ekki sé meira sagt.
Varstu að dusta rykið af fyrsta myndavélasímanum þínum þegar þú tókst þessa mynd?

Vekur upp gamlar minningar um frábær myndgæði \:D/
Viðhengi
sony_ericsson_t68i.gif
sony_ericsson_t68i.gif (29.85 KiB) Skoðað 2929 sinnum

Höfundur
jonfr1900
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Póstur af jonfr1900 »

Í öðrum fréttum er það að eitthvað er byrjað í Kötlu en ég veit ekki hvort að þetta sé hefðbundin sumarvirkni eða hvort að þetta sé eitthvað annað. Jarðskjálftavirknin minnir á það sem hefur komið af litlum eldgosum í Kötlu á síðustu árum.
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Póstur af urban »

jonfr1900 skrifaði:Í öðrum fréttum er það að eitthvað er byrjað í Kötlu en ég veit ekki hvort að þetta sé hefðbundin sumarvirkni eða hvort að þetta sé eitthvað annað. Jarðskjálftavirknin minnir á það sem hefur komið af litlum eldgosum í Kötlu á síðustu árum.
Hún má bara halda áfram að sofa.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Póstur af GuðjónR »

mjolkurdreytill skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Allar sögur af andláti gossins eru stórlega ýktar svo ekki sé meira sagt.
Varstu að dusta rykið af fyrsta myndavélasímanum þínum þegar þú tókst þessa mynd?

Vekur upp gamlar minningar um frábær myndgæði \:D/
iPhone 12 Pro Max :baby

Höfundur
jonfr1900
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Póstur af jonfr1900 »

Núna er eldgosið í Fagradalsfjalli komið í þann fasa að gjósa bara og gjósa og ekkert stopp eins og hefur verið síðustu vikur. Hraunið þessa stundina rennur aðalega niður í Meradali á yfirborðinu en það virðist vera flæði neðanjarðar í syðri-Meradali sem er fyrir ofan Nátthaga. Hraunið þar mun hlaðast upp þangað til að það fer allt niður í Nátthaga.
2021-08-06 (27).png
2021-08-06 (27).png (1.78 MiB) Skoðað 2581 sinnum
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Póstur af GuðjónR »

jonfr1900 skrifaði:Núna er eldgosið í Fagradalsfjalli komið í þann fasa að gjósa bara og gjósa og ekkert stopp eins og hefur verið síðustu vikur. Hraunið þessa stundina rennur aðalega niður í Meradali á yfirborðinu en það virðist vera flæði neðanjarðar í syðri-Meradali sem er fyrir ofan Nátthaga. Hraunið þar mun hlaðast upp þangað til að það fer allt niður í Nátthaga.

2021-08-06 (27).png
Og menn héldu að þetta væru búið :megasmile

Höfundur
jonfr1900
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Póstur af jonfr1900 »

Þetta eldgos hefur ekki farið eftir því sem eldfjöll á Íslandi hafa verið að gera síðustu 100 árin. Þegar jarðvísindin hófust á Íslandi fyrir alvöru. Síðan grunar mig núna að það sem er að færa þessu eldgosi kviku er kerfi kvikuhólfa sem er undir eldstöðvum á Reykjasskaga og Reykjaneshrygg. Mig grunar að núna sé farið að flæða úr kvikuhólfi sem er mjög neðarlega í þessari rás sem virðist vera þarna í möttlinum (væntanlega í efstu 100 til 200 km).

Síðan er það spurning hvort að nýir gígar fari aftur að opnast. Svona eldgos eiga það til að búa til nýja gíga án fyrirvara og þá stundum á stöðum sem eru samhliða þeim gíg sem gýs.

Það virðast samt allir búast við því að eldgosið haldi fyrri hegðun uppi en ég sé ekki nein merki þess núna að það muni gerast. Ég get auðvitað haft rangt fyrir mér.
Skjámynd

Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Póstur af Moldvarpan »

Mér hefur þótt hrikalega fyndið og hallærislegt af þessum vísindamönnum, sem ég veit ekki hvað eru búnir að segja oft að þessu gosi sé lokið.

Þetta gos byrjaði án þess að sjást á nokkrum mælum, afhverju er þá nokkuð að marka þessa mæla núna?
Að telja/halda að maður viti allt um jörðina sýnir bara þröngsýni og heimsku.
Last edited by Moldvarpan on Lau 07. Ágú 2021 07:28, edited 1 time in total.
Skjámynd

zetor
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 356
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 23:12
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Póstur af zetor »

Moldvarpan skrifaði:Mér hefur þótt hrikalega fyndið og hallærislegt af þessum vísindamönnum, sem ég veit ekki hvað eru búnir að segja oft að þessu gosi sé lokið.

Þetta gos byrjaði án þess að sjást á nokkrum mælum, afhverju er þá nokkuð að marka þessa mæla núna?
Að telja/halda að maður viti allt um jörðina sýnir bara þröngsýni og heimsku.
Flestir þeirra hafa í raun aldrei sagt að því sé lokið. Þeir hafa hinsvegar talað um að það gæti verið á lokametrunum. Þessi fræði eru svolítið að að vega og meta þessi gögn, velta hlutunum upp. Þeir passa sig flestir að koma með afdráttarlaus svör um upphaf og enda gosa, að fenginni reynslu.

Að segja að gosið hafi byrjað án þess að nokkuð hafi sést á mælum, er í raun rétt en samt ekki rétt. Kristín Jónsdóttir hjá veðurstofunni nefndi það nokkrum dögum fyrir gos eftir að jarðskjálftarnir hættu, að það eitt gæti líka verið fyrirboði goss, rétt eins og í Kröflueldum, þar sem öll spennan var farinn og í raun jarðlögin mjög mjúk fyrir kvikuna að, hita sig upp hægt og rólega upp yfirborðið, þar sem skorpan er orðin svo margbrotin eftir alla þessa jarðskjálfta. Þá er í raun engin gosórói sem á sér stað.

Enginn hefur haldið því fram að vita allt um jörðina og jarðfræðina, sérstaklega þegar kemur að goskerfum sem við höfum ekki sé gjósa í hundruði ára.

Ég held einmit að jarðfærðingar sé að læra heilmikið um þetta gos, það er að kenna okkur margt. Enda hefur svona gos ekki átt sé stað lengi. Kannski jú Surtsey að einhverju leyti svipuð.
Skjámynd

Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Póstur af Moldvarpan »

Jújú, þessir vísindamenn hafa verið með ýmsar fullyrðingar um þetta. Meira segja hérna á vaktinni.

Er goshlé? 28.6.2021
Gosóróinn hefur tekið sig upp aftur 29.6.2021
Ekkert rauðglóandi hraun – gosið mögulega búið 2.7.2021
„Það er líf!“ 3.7.2021
Lengsta goshlé frá upphafi 7.7.2021
„Þessu gosi er ekki lokið“ 8.7.2021
„Gosið er á blússandi siglingu“ 13.7.2021
Gosið tók sér „kríu“ í dag 18.7.2021
Mögulega farið að síga á seinni hlutann 22.7.2021
Sjaldan jafnmikill kraftur í gosinu 29.7.2021
Gosið mögulega að fara á nýtt stig 6.8.2021

Það er eins og það hafi verið keppni á að reyna vera fyrstur til þess að lýsa þessu gosi lokið.

Það var ljóst frá byrjun að þetta gos yrði óvenjulegt, en samt eru menn að þráast við að reyna vita hvað er í gangi.

Það veit það enginn. Þetta mun bara koma í ljós. Við erum með tvö augu og tvö eyru, við ættum að hlusta tvöfalt meira á umhverfið en við gjömmum og þykjumst vita allt.
Skjámynd

zetor
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 356
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 23:12
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Póstur af zetor »

Moldvarpan skrifaði:Jújú, þessir vísindamenn hafa verið með ýmsar fullyrðingar um þetta. Meira segja hérna á vaktinni.

Er goshlé? 28.6.2021
Gosóróinn hefur tekið sig upp aftur 29.6.2021
Ekkert rauðglóandi hraun – gosið mögulega búið 2.7.2021
„Það er líf!“ 3.7.2021
Lengsta goshlé frá upphafi 7.7.2021
„Þessu gosi er ekki lokið“ 8.7.2021
„Gosið er á blússandi siglingu“ 13.7.2021
Gosið tók sér „kríu“ í dag 18.7.2021
Mögulega farið að síga á seinni hlutann 22.7.2021
Sjaldan jafnmikill kraftur í gosinu 29.7.2021
Gosið mögulega að fara á nýtt stig 6.8.2021

Það er eins og það hafi verið keppni á að reyna vera fyrstur til þess að lýsa þessu gosi lokið.

Það var ljóst frá byrjun að þetta gos yrði óvenjulegt, en samt eru menn að þráast við að reyna vita hvað er í gangi.

Það veit það enginn. Þetta mun bara koma í ljós. Við erum með tvö augu og tvö eyru, við ættum að hlusta tvöfalt meira á umhverfið en við gjömmum og þykjumst vita allt.
Já það er rétt, þarna eru fjölmiðlar að keppast við, þeir sækja fréttirnar. Það eru engir vísindamenn að keppast við að segja því sé lokið. Menn eru ekki að þráast við hvað sé í gangi, menn eru að greina hlutina og gosið kemur þeim á óvart, og í vísindasamfélaginu hafa menn mismunandi kenningar, það er hollt fyrir alla. Það var ekki endilega ljóst frá byrjun að gosið yrði óvenjulegt, menn bjuggust við að það myndi byrja mikið og svo fjara hægt og rólega út, eins og flest gos haga sér.
Mér finnst að þú sért kannski að pirra þig á umfjöllunni um gosið í fjölmiðlum. Það er það sem er skondið, hvern dag koma svona fyrirsagnir um hverja einustu breytingu á gosinu, það verður hvimleitt. Það eru ekki vísindamenn sem eru ólmir hringja í fréttamiðlana.
Skjámynd

Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Póstur af Moldvarpan »

Fyndið hvað þú segir að þetta sé rétt, en samt byrjaru að reyna tæta þetta í sundur.

Gott sem allar þessar fréttir sem ég benti á, eru með tilvitnanir eða viðtöl við vísindamenn.

Það veit enginn hvað þetta eldgos mun gera, svo allar þessar "greiningar" eru algjörlega tilgangslausar.

En það er greinilega enginn skortur á "sérfræðingum" þegar það kemur að gosinu.

Ég er ekki að pirra mig á þessu, eins og ég sagði, fyndið og hallærislegt, hvernig þessir "sérfræðingar", vísindamenn og fjölmiðlar, keppast um að koma hverri vitleysunni á fætur annari á framfæri.

Þú mátt vera ósammála mér, gæti ekki verið meira sama.

Höfundur
jonfr1900
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Póstur af jonfr1900 »

Eldgosið hætti í morgun um klukkan 08:00 eftir að hafa gosið í rúmlega tvo og hálfan dag. Þetta er mjög áhugavert en ég veit ekki afhverju þetta er að gerast. Eldgosið hætti mjög snögglega í morgun.

Höfundur
jonfr1900
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Póstur af jonfr1900 »

Ég veit ekki hversu djúpur sjórinn er þarna en þetta er áhugavert. Þetta á að vera að gerast vestur af Krísuvíkurbergi sem ég veit ekki hvar er. Síðan væri gott að ef fólk sér svona að taka mynd af fyrirbærinu. Það einfaldar alla hluti.

Barst tilkynning um bólstra yfir hafinu (mbl.is)

Höfundur
jonfr1900
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Póstur af jonfr1900 »

Frekari fréttir af þessu.

Kanna hvort eldgos sé hafið neðansjávar(Vísir.is)
Skjámynd

ekkert
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Mán 05. Apr 2021 11:23
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Póstur af ekkert »

Verð að viðurkenna að það er lítil hræðslurödd í heilabúinu sem er að spyrja hvort það sé ekki kominn tími til að flytja eins langt burt og hægt er frá þessum eldgosabeltum.

mjolkurdreytill
Ofur-Nörd
Póstar: 267
Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Póstur af mjolkurdreytill »

ekkert skrifaði:Verð að viðurkenna að það er lítil hræðslurödd í heilabúinu sem er að spyrja hvort það sé ekki kominn tími til að flytja eins langt burt og hægt er frá þessum eldgosabeltum.
Hvað sem þú gerir, ekki flytja upp á Kjalarnes.

mikkimás
Ofur-Nörd
Póstar: 278
Skráði sig: Mán 03. Feb 2014 18:02
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Póstur af mikkimás »

jonfr1900 skrifaði:Ég veit ekki hversu djúpur sjórinn er þarna en þetta er áhugavert. Þetta á að vera að gerast vestur af Krísuvíkurbergi sem ég veit ekki hvar er. Síðan væri gott að ef fólk sér svona að taka mynd af fyrirbærinu. Það einfaldar alla hluti.

Barst tilkynning um bólstra yfir hafinu (mbl.is)
Held að þetta hafi bara verið gabb.
Til sölu í augnablikinu: Sennheiser HD600 heyrnatól

Höfundur
jonfr1900
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Póstur af jonfr1900 »

ekkert skrifaði:Verð að viðurkenna að það er lítil hræðslurödd í heilabúinu sem er að spyrja hvort það sé ekki kominn tími til að flytja eins langt burt og hægt er frá þessum eldgosabeltum.
Þegar gasið frá Íslandi kemur til Danmerkur (eða meginlands Evrópu) þá ætti það að vera orðið nógu þunnt til þess að sleppa því að drepa mann.

Ísland situr á þessu og þetta er allt saman kvika.
210122741_3030789197209767_4868311494616888398_n.png
210122741_3030789197209767_4868311494616888398_n.png (637.44 KiB) Skoðað 2209 sinnum
Skjámynd

Dropi
Tölvutryllir
Póstar: 624
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Póstur af Dropi »

Helvítis brölt að fara þarna upp í gær miðað við í vor, þetta var 12km ganga fram og tilbaka og miklu miklu brattara. Skemmtilegt samt að sjá hvað hraunið hefur farið langa leið.
34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 2600 @4.0 - 32GB DDR4@3000 - ASRock B450M-Pro4 - VEGA56 (64 BIOS)

Höfundur
jonfr1900
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Póstur af jonfr1900 »

Það mætti alveg gjósa nógu mikið þannig að ferðamenn kæmust ekki nær eldgosinu. Þar sem mikið af þeim eru þarna bara til þess að trufla myndavél Rúv og það er rosalega pirrandi.

Höfundur
jonfr1900
FanBoy
Póstar: 733
Skráði sig: Mán 25. Sep 2017 13:07
Staðsetning: Hvammstangi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Póstur af jonfr1900 »

Þá er næsti kafli hafinn í eldgosum á Reykjanesi og Reykjaneshrygg sýnist mér. Það eru hafnar að mér sýnist kröftugar jarðskjálftarhrynur ekkert svo langt frá landi þessa stundina.

beggi83
Græningi
Póstar: 29
Skráði sig: Fim 04. Mar 2010 21:52
Staða: Ótengdur

Re: Eldgosið í Fagradalsfjalli

Póstur af beggi83 »

jonfr1900 skrifaði:Þá er næsti kafli hafinn í eldgosum á Reykjanesi og Reykjaneshrygg sýnist mér. Það eru hafnar að mér sýnist kröftugar jarðskjálftarhrynur ekkert svo langt frá landi þessa stundina.
Er þetta ekki fulldramatískt? Þetta er lengst út á hafi og fáir bátar fara þarna daglega um... Ef það kæmi gos þarna þá er mjög ólíklegt að það nái alla leið upp á yfirborði og verði með öllu ósýnilegt bæði á mælum og mannsauga :D
Svara