Nariur skrifaði:Það er náttúrulega rosalega leiðinlegt að þetta hafi farið framjá þér og að þetta hafi gerst.
Þessi límmiði einmitt brenndi þetta í hausinn á mér og mér finnst erfitt að finna mikið betri leið til að miðla þessum upplýsingum en að gera tækið ónothæft áður en maður sér tilkynninguna, eins og þeir gera þarna.
Kannski er þetta bara ég að vera bitur yfir að hafa lent í þessu, en já, mér þykir að það mættu alveg bara fylgja cover/protector með stærri viðvörun, s.s. never leave the headset where it might get in contact with direct sunlight, því þetta er ekki bara eitthvað sem eigandinn þarf að hafa í huga, heldur hann þarf að fatta að segja öllum öðrum sem prófa græjuna
Eitthvað svona finnst mér bara að eigi að fylgja, kostar líklega lítið sem ekkert í framleiðslu.

- protector.png (289.67 KiB) Skoðað 1993 sinnum
oliuntitled skrifaði:Er einhver samkeppni við Quest 2 á þessu price point ?
Ég veit að Index er töluvert betra tæki, ekki undir facebook og allt það en það kostar bókstaflega þrefalt meira.
Fór bara að spá hvort maður ætti að vera að skoða einhver önnur headsets ef maður er að hugsa útí budget í kringum Quest 2 verðið.
Ég held að það sé ekkert sem keppir við Quest 2 á þessu verði, enda held ég að viðskiptamódelið sé ekki að græða mikið endilega á græjunni sjálfri, heldur á öllu sem þú kaupir í Oculus Store, þ.e. apps og leikir o.s.frv., og auðvitað með auglýsingum og öðrum hagnaði út frá upplýsingum sem þeir safna um þig í gegnum Facebook aðganginn...
Að sama skapi er þráðlausi möguleikinn í Quest 2 það sem heillar mig mest, að þurfa ekki að vera snúrutengdur við tölvu.