Pt1
Fyrir 3 árum síðan þá bilaði DSG sjálfskiptinginn á golfinum, fórum með hann til Heklu og þeir fullyrtu það að gírkassa bilanir detta undir verksmiðju ábyrgði þannig allt í góðu með það þeir gera bara við þetta undir ábyrgði, nema hvað eftir 2 mánuði þegar Hekla náði loksins að laga þetta VW drasl þá sögðu þeir að reikningurinn er bara uppá 360 þús en ég er að fá geggjað afslátt því að þetta átti upprunulega að kosta 1.1m krónur! ég var orðlaus hvernig þeir orðuðu þetta því ég var að búast uppá 0kr reikning en ástæðan þeirra er sú að bíllinn hafi ekki mætt í síðasta þjónustuskoðun í Heklu sem gat mögulega komið í veg fyrir þetta og það besta sem Hekla gat boðið uppá er "stuðningur" á reikninginn

Pt2
Fyrir 1 ári síðan þá átti Audi-inn að fara í 30.000km þjónustuskoðun og við bókuðum tíma hjá Heklu (obbosí), allt gekk vel þangað til þeir stungu uppá að skipta um klossa og diska því þeir voru alveg "ónýtir" og hringdu í pabba minn um leyfi til að skipta um það og hann sagði bara já, pabbi á heyrir voða illa í síma og hann hélt að Hekla var bara að láta vita að bíllinn væri tilbuinn. Við fengum reikning uppá 220 þús fyrir þjónustu, klossar og diskar.
Ég var samt brjálaður því að bíll á alls ekki að klára bremsuborðana í 30.000km þannig ég heimtaði að fá klossana og diskana sem þeir tóku út og ég sótti það. Ég sá strax að diskarnir voru í MJÖG góðu lagi en klossarnir átti samt minnstalagi 1 ár eftir.
Pt3Í dag fór ég með BMW x3 á 15.000 þjónustuskoðun hjá BL, ég lét þá vita að það mátti kíkja á bremsurnar því bíllinn titrar skelfilega þegar maður bremsir frá 80km/h. Fékk símtal sama dag að bíllinn væri tilbúinn og líka að þeir skiptu um klossa og diska ÁN ÞESS AÐ SPURJA og einnig að reikningurinn væri 260 þús. Ég hef aldrei verið jafn brjálaður í síma og lét hann heyra það afhverju þeir skiptu um bremsuborða án leyfis þegar ég bað þeim einfaldega að kíkja afhverju bíllinn titrar svona þegar maður hemlar og hvernig þetta gerist á nýjum bíl og afhverju í andskotanum fellur þetta ekki undir ábyrgði, hann svaraði mér í 5 orðum: Við sendum bréf til framleiðinda.
Edit: Sótti bílinn í dag og það var semsagt bara misskilningur milli þeirra hjá BL, bremsurnar átti alltaf að lenda undir ábyrgði en sá sem hringdi í gær vissi það ekki að það greinilega ekki og sagði okkur fullt verð.
Er þetta ekki komið gott? eru allir bílaumboðir svona? Er ekki líka ólöglegt að gera við bíl án þess að fá leyfi eiginda?