Okur hjá bílaumboðum

Allar tengt bílum og hjólum

Höfundur
gisli98
Græningi
Póstar: 43
Skráði sig: Þri 02. Feb 2021 03:11
Staða: Ótengdur

Okur hjá bílaumboðum

Póstur af gisli98 »

Við eigum 3 bíla á heimilinu, 19' bmw x3, 18' audi q5 og 15' vw golf.

Pt1
Fyrir 3 árum síðan þá bilaði DSG sjálfskiptinginn á golfinum, fórum með hann til Heklu og þeir fullyrtu það að gírkassa bilanir detta undir verksmiðju ábyrgði þannig allt í góðu með það þeir gera bara við þetta undir ábyrgði, nema hvað eftir 2 mánuði þegar Hekla náði loksins að laga þetta VW drasl þá sögðu þeir að reikningurinn er bara uppá 360 þús en ég er að fá geggjað afslátt því að þetta átti upprunulega að kosta 1.1m krónur! ég var orðlaus hvernig þeir orðuðu þetta því ég var að búast uppá 0kr reikning en ástæðan þeirra er sú að bíllinn hafi ekki mætt í síðasta þjónustuskoðun í Heklu sem gat mögulega komið í veg fyrir þetta og það besta sem Hekla gat boðið uppá er "stuðningur" á reikninginn :)

Pt2
Fyrir 1 ári síðan þá átti Audi-inn að fara í 30.000km þjónustuskoðun og við bókuðum tíma hjá Heklu (obbosí), allt gekk vel þangað til þeir stungu uppá að skipta um klossa og diska því þeir voru alveg "ónýtir" og hringdu í pabba minn um leyfi til að skipta um það og hann sagði bara já, pabbi á heyrir voða illa í síma og hann hélt að Hekla var bara að láta vita að bíllinn væri tilbuinn. Við fengum reikning uppá 220 þús fyrir þjónustu, klossar og diskar.
Ég var samt brjálaður því að bíll á alls ekki að klára bremsuborðana í 30.000km þannig ég heimtaði að fá klossana og diskana sem þeir tóku út og ég sótti það. Ég sá strax að diskarnir voru í MJÖG góðu lagi en klossarnir átti samt minnstalagi 1 ár eftir.

Pt3Í dag fór ég með BMW x3 á 15.000 þjónustuskoðun hjá BL, ég lét þá vita að það mátti kíkja á bremsurnar því bíllinn titrar skelfilega þegar maður bremsir frá 80km/h. Fékk símtal sama dag að bíllinn væri tilbúinn og líka að þeir skiptu um klossa og diska ÁN ÞESS AÐ SPURJA og einnig að reikningurinn væri 260 þús. Ég hef aldrei verið jafn brjálaður í síma og lét hann heyra það afhverju þeir skiptu um bremsuborða án leyfis þegar ég bað þeim einfaldega að kíkja afhverju bíllinn titrar svona þegar maður hemlar og hvernig þetta gerist á nýjum bíl og afhverju í andskotanum fellur þetta ekki undir ábyrgði, hann svaraði mér í 5 orðum: Við sendum bréf til framleiðinda.

Edit: Sótti bílinn í dag og það var semsagt bara misskilningur milli þeirra hjá BL, bremsurnar átti alltaf að lenda undir ábyrgði en sá sem hringdi í gær vissi það ekki að það greinilega ekki og sagði okkur fullt verð.

Er þetta ekki komið gott? eru allir bílaumboðir svona? Er ekki líka ólöglegt að gera við bíl án þess að fá leyfi eiginda?
Last edited by Sallarólegur on Mið 05. Maí 2021 15:48, edited 2 times in total.

Sinnumtveir
has spoken...
Póstar: 191
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Staða: Ótengdur

Re: Okur hjá bílaumboðum

Póstur af Sinnumtveir »

Ég hef svo sem ekki sérstaklega góða reynslu af "viðgerða- og ábyrgðarþjónustu" umboða, en fjandinn hafi það, þessi frásögn gerir mig rétt og slétt orðlausan, kjaftstopp!

Hafðu samband við FÍB, Neytendasamtökin og Neytendastofu. Segðu þeim raunir þínar. Kannski áttu einhverja leiki í stöðunni.
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Okur hjá bílaumboðum

Póstur af Sallarólegur »

Þjónustuskoðanir eru yfirleitt bara rán um hábjartan dag.

Fólk hefur oft brennt sig á því að eyða mörg hundruð þúsund krónum í einhverjar tilgangslausar skoðanir, svo þegar eitthvað kemur upp á þá er ekkert í ábyrgð.

Bílaumboðin hafa ekkert um það að segja hvort eitthvað sé í ábyrgð eða ekki, svo það er algerlega tilgangslaust að henda mörg hundruð þúsund krónum á ári til þeirra til að "halda ábyrgðinni" eins og þau reyna að plata mann til að gera.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Okur hjá bílaumboðum

Póstur af worghal »

ég heyrði af einum sem fór með outlander í þjónustuskoðun 2010 hjá heklu og hann vildi að það yðri kíkt á einn öryggisbelta takkann þar sem hann var eitthvað stífur.
þeir álitu það sem grænt ljós til að "víkka" scopið og fóru gjörsamlega overboard.
ég man ekki alveg hvað þeir gerðu en man að það var einmit farið í bremsur (sem hann var frekar nýlega búinn að skipta um), en þessi skoðun átti að kosta hann um 500þ

mér finnst eins og að umboðin noti einmitt bremsurnar sem einhverja afsökun og reyni að kreysta út auka peninga þar þegar það er hellingur eftir í þeim.
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL
Skjámynd

Lexxinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1288
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Okur hjá bílaumboðum

Póstur af Lexxinn »

gisli98 skrifaði:bíllinn hafi ekki mætt í síðasta þjónustuskoðun í Heklu sem gat mögulega komið í veg fyrir þetta
Spurning hve langt hann var kominn yfir þjónustuskoðun? Ef 10þkm skil ég þetta alveg og ábyrgðin í raun ykkar að viðhalda ábyrgðinni.
gisli98 skrifaði:hann sagði bara já
Getur alveg verið eðlilegt að þurfa skipta um klossana á þessum tíma, diskana þó óþarfi en hann gefur beint leyfi fyrir þessu.
gisli98 skrifaði:ég lét þá vita að það mátti kíkja á bremsurnar
Hér bókstaflega gefur þú leyfi til að kíkja á og gera við bremsur ef þess er þörf. Diskar og Klossar eru slithlutir, falla vanalega ekki undir ábyrgð og hvað þá hjá BMW sem eru ekki þekktir fyrir mikla ábyrgð samanber t.d. Kia eða Hyundai.

Virkar sem svolítið angry man yells at cloud situation
Skjámynd

oliuntitled
has spoken...
Póstar: 189
Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
Staða: Ótengdur

Re: Okur hjá bílaumboðum

Póstur af oliuntitled »

Lexxinn skrifaði:
gisli98 skrifaði:bíllinn hafi ekki mætt í síðasta þjónustuskoðun í Heklu sem gat mögulega komið í veg fyrir þetta
Spurning hve langt hann var kominn yfir þjónustuskoðun? Ef 10þkm skil ég þetta alveg og ábyrgðin í raun ykkar að viðhalda ábyrgðinni.
gisli98 skrifaði:hann sagði bara já
Getur alveg verið eðlilegt að þurfa skipta um klossana á þessum tíma, diskana þó óþarfi en hann gefur beint leyfi fyrir þessu.
gisli98 skrifaði:ég lét þá vita að það mátti kíkja á bremsurnar
Hér bókstaflega gefur þú leyfi til að kíkja á og gera við bremsur ef þess er þörf. Diskar og Klossar eru slithlutir, falla vanalega ekki undir ábyrgð og hvað þá hjá BMW sem eru ekki þekktir fyrir mikla ábyrgð samanber t.d. Kia eða Hyundai.

Virkar sem svolítið angry man yells at cloud situation
Það að kíkja á bremsur er ekki skotleyfi á að gera hvað sem þú vilt og skipta um það sem þú vilt, þessir starfsmenn eiga að vera sérfræðingar og á að vera treystandi til að ráðleggja og vinna af heilindum.
Það að skipta um diska þegar það þarf ekki að skipta um diska kallast scam á góðri íslensku.

Það að svona vinnubrögð þrífist í þessum geira er fáránlegt og það vantar mikið meira aðhald á þessa starfsgrein.
Mér finnst fáránlegt að ég skuli þurfa að taka það fram við verkstæðin að ég vilji að þeir bilanagreini og tali svo við mig áðuren nokkuð er gert ... það er eingöngu af því að ég get ekki á nokkurn hátt treyst því að þeir vinni af heilindum og það er bara af reynslu.

Ég er sem betur fer með "bílakall" núna sem ég treysti og getur athugað fyrir mig vandamálin áður og ráðlagt mér varðandi þau.

gunni91
1+1=10
Póstar: 1154
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Staða: Ótengdur

Re: Okur hjá bílaumboðum

Póstur af gunni91 »

gisli98 skrifaði:Við eigum 3 bíla á heimilinu, 19' bmw x3, 18' audi q5 og 15' vw golf.

Pt1
Fyrir 3 árum síðan þá bilaði DSG sjálfskiptinginn á golfinum, fórum með hann til Heklu og þeir fullyrtu það að gírkassa bilanir detta undir verksmiðju ábyrgði þannig allt í góðu með það þeir gera bara við þetta undir ábyrgði, nema hvað eftir 2 mánuði þegar Hekla náði loksins að laga þetta VW drasl þá sögðu þeir að reikningurinn er bara uppá 360 þús en ég er að fá geggjað afslátt því að þetta átti upprunulega að kosta 1.1m krónur! ég var orðlaus hvernig þeir orðuðu þetta því ég var að búast uppá 0kr reikning en ástæðan þeirra er sú að bíllinn hafi ekki mætt í síðasta þjónustuskoðun í Heklu sem gat mögulega komið í veg fyrir þetta og það besta sem Hekla gat boðið uppá er "stuðningur" á reikninginn :)

Pt2
Fyrir 1 ári síðan þá átti Audi-inn að fara í 30.000km þjónustuskoðun og við bókuðum tíma hjá Heklu (obbosí), allt gekk vel þangað til þeir stungu uppá að skipta um klossa og diska því þeir voru alveg "ónýtir" og hringdu í pabba minn um leyfi til að skipta um það og hann sagði bara já, pabbi á heyrir voða illa í síma og hann hélt að Hekla var bara að láta vita að bíllinn væri tilbuinn. Við fengum reikning uppá 220 þús fyrir þjónustu, klossar og diskar.
Ég var samt brjálaður því að bíll á alls ekki að klára bremsuborðana í 30.000km þannig ég heimtaði að fá klossana og diskana sem þeir tóku út og ég sótti það. Ég sá strax að diskarnir voru í MJÖG góðu lagi en klossarnir átti samt minnstalagi 1 ár eftir.

Pt3
Í dag fór ég með BMW x3 á 15.000 þjónustuskoðun hjá BL, ég lét þá vita að það mátti kíkja á bremsurnar því bíllinn titrar skelfilega þegar maður bremsir frá 80km/h. Fékk símtal sama dag að bíllinn væri tilbúinn og líka að þeir skiptu um klossa og diska ÁN ÞESS AÐ SPURJA og einnig að reikningurinn væri 260 þús. Ég hef aldrei verið jafn brjálaður í síma og lét hann heyra það afhverju þeir skiptu um bremsuborða án leyfis þegar ég bað þeim einfaldega að kíkja afhverju bíllinn titrar svona þegar maður hemlar og hvernig þetta gerist á nýjum bíl og afhverju í andskotanum fellur þetta ekki undir ábyrgði, hann svaraði mér í 5 orðum: Við sendum bréf til framleiðinda.

Er þetta ekki komið gott? eru allir bílaumboðir svona? Er ekki líka ólöglegt að gera við bíl án þess að fá leyfi eiginda?
Sæll Gísli,

Ég er yfir öllum ábyrgðarmálum hjá BL Sævarhöfða og ég held að hérna sé um mistök af okkar hálfu að ræða varðandi X3 hjá þér.

Ábyrgð hjá BMW í diskum er 2ár /30.000 km, hvort sem kemur fyrr ef eigandi verður var við víbring (skakkir/aflagaðir diskar)


Geturðu hringt í mig 822-8076 svo við getum leyst málin og farið betur yfir þetta?
Last edited by gunni91 on Mið 05. Maí 2021 10:13, edited 2 times in total.
Skjámynd

Lexxinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1288
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Okur hjá bílaumboðum

Póstur af Lexxinn »

oliuntitled skrifaði:
Lexxinn skrifaði:
gisli98 skrifaði:blablabla
Það að kíkja á bremsur er ekki skotleyfi á að gera hvað sem þú vilt og skipta um það sem þú vilt, þessir starfsmenn eiga að vera sérfræðingar og á að vera treystandi til að ráðleggja og vinna af heilindum.
Það að skipta um diska þegar það þarf ekki að skipta um diska kallast scam á góðri íslensku.

Það að svona vinnubrögð þrífist í þessum geira er fáránlegt og það vantar mikið meira aðhald á þessa starfsgrein.
Mér finnst fáránlegt að ég skuli þurfa að taka það fram við verkstæðin að ég vilji að þeir bilanagreini og tali svo við mig áðuren nokkuð er gert ... það er eingöngu af því að ég get ekki á nokkurn hátt treyst því að þeir vinni af heilindum og það er bara af reynslu.

Ég er sem betur fer með "bílakall" núna sem ég treysti og getur athugað fyrir mig vandamálin áður og ráðlagt mér varðandi þau.
Það að "kíkja á eitthvað" á svona verkstæði er ekki það sama og að líta á hlutina eins og margir telja það vera, það þýðir einfaldlega að gera við þetta. Ég ætla ekki að afsaka diskaskiptin en slit á klossum er algjörlega undir notkun komið. Hvað varðar ábyrgðarmálið get ég ekkert tjáð mig um þar sem mismunandi umboð bjóða mismunandi ábyrgðir á hverjum og einum hlut, eins og gunni91 segir hér ofar er þetta eitthvað rugl og hann ætlar að aðstoða op við að leysa úr þessu.
oliuntitled skrifaði:þessir starfsmenn eiga að vera sérfræðingar og á að vera treystandi til að ráðleggja og vinna af heilindum.
Því miður hefur Hekla ekki verið þekkt fyrir bestu þjónustuna gagnvart kúnnanum og því gerast svona hlutir.
Last edited by Lexxinn on Mið 05. Maí 2021 10:33, edited 1 time in total.
Skjámynd

Dropi
Tölvutryllir
Póstar: 624
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Staða: Ótengdur

Re: Okur hjá bílaumboðum

Póstur af Dropi »

gisli98 skrifaði:Við eigum 3 bíla á heimilinu, 19' bmw x3, 18' audi q5 og 15' vw golf.
3 bílar og enginn þeirra Volvo, þarna liggja mistökin ;)

Joke aside eru Brimborg líka með ógurlega há gjöld, ég læt mér ekki detta í hug að nota þjónustu bílaumboða beint nema það sé mjög skýrt að um ábyrgð sé að ræða. Þá þarf líka að vera duglegur að herja á þá með að fá upplýsingar svo þeir hlaupi ekki framúr manni.
Ég er með einn 2015 VW Polo sem ég keyri sem vinnubíl, við erum tveir að keyra þannig bíla og ég hef núna lært hvað "Volkswagen veikin" þýðir. Ég gleymi stundum að hreyfa bílinn í 1-2 vikur þegar ég er ekki að sinna verkefnum úti í bæ, þá næ ég honum ekki úr stæðinu því að bremsurnar hreinlega ryðga fastar á örfáum dögum. Við vorum tveir að losa hann, ég á gasinu og kollegi minn með hamarinn og meitil að berja á bremsurnar.

Ég hélt líka að Skoda væri nokkuð safe þangað til að góður félagi minn lenti í margra mánaða algjörum hrylling með nýja Octaviu hjá Heklu sem var akkúrat svona "ábyrgðar vinna sem kostaði millu en þú borgar bara 300 kall" dæmi.

Það er í mörg horn að líta, hver fyrir sig.
34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 2600 @4.0 - 32GB DDR4@3000 - ASRock B450M-Pro4 - VEGA56 (64 BIOS)
Skjámynd

GullMoli
Stjórnandi
Póstar: 2309
Skráði sig: Lau 20. Maí 2006 22:05
Staðsetning: NGC 3314.
Staða: Ótengdur

Re: Okur hjá bílaumboðum

Póstur af GullMoli »

Af forvitni, hvað er Golfinn mikið ekinn? Hætti einmitt við að kaupa Skóda vegna hryllingssagna af þessum DSG skiptingum.

Annars er dýrt eða eiga dýra bíla, þó það afsaki ekki óþarfa viðhald umboðsaðila. Sjálfur tek ég alltaf skýrt fram "hafið samband við mig ef/áður en blabla".

BL hafa annars reynst mér vel, fór með Subaru Forster í smur (og olíuskipti á skiptingu) til þeirra þar sem verðið var merkilega samkeppnishæft + verklag frá framleiðanda og góð efni.

Aukalega var bíllinn tekinn í snöggt tékk þar sem m.a. frostlögur var athugaður, geymirinn mældur og allskyns slithlutir skoðaðir sem ég fékk svo listað niður á blað hver staðan væri, án auka kostnaðar. Einmitt eitthvað sem maður hefði búist við af umboði, sem vill halda eigendum glöðum og veita meðmæli, jafnvel versli næsta nýja bíl þar.


Hef heyrt sögur af Brimborg, eins mikill Volvo karl og ég er þá hef ég núll áhuga á því að þurfa eiga við Brimborg. Þekki einum of mörg persónuleg dæmi til þess.

Heyri yfirleitt jákvæða hluti af Toyota/Lexus umboðinu.
Last edited by GullMoli on Mið 05. Maí 2021 12:05, edited 4 times in total.
|| Ryzen 5600x || Asus ROG B550i || 32GB DDR4 3600 || GTX 1070 || CM 750W SFX || Lian Li TU-150 ||

"It's a magical world, Hobbes, Ol' Buddy... let's go exploring!"

mjolkurdreytill
Ofur-Nörd
Póstar: 267
Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
Staða: Ótengdur

Re: Okur hjá bílaumboðum

Póstur af mjolkurdreytill »

Fyrir forvitni sakir, fékkstu afrit af viðgerðarbeiðninni þegar þú skilaðir bílunum?

Það er væntanlega einhver manneskja í móttökunni sem tekur bílnum og skráir inn. Þú lýsir einhverju sem þú vilt að sé gert eða skoðað og manneskjan skrifar á beiðnina það sem hún heyrði, ekki það sem þú sagðir.

M.ö.o. verður kannski beiðnin "kíkja á bremsur og athuga hvað veldur víbringi" að "bremsur víbra" eða einhverju álíka sem viðgerðarmaðurinn sér.

Er ekki að reyna að réttlæta ofrukkun bílaumboðanna, bara benda á að það sem þú sagðir er ekki endilega að skila sér beint til viðgerðarmannsins. Eitthvað sem maður var alltaf að upplifa þegar maður var sjálfur að vinna við viðgerðir, ekki á bílum blessunarlega.
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Okur hjá bílaumboðum

Póstur af tdog »

Hef aldrei fengið annað en frábæra þjónustu hjá Heklu og aldrei greitt meira en áætlunin segir til um.

Þeir hafa skipt um klossa og diska hjá mér, tekið extra tjékk þegar ég hef gleymt skoðun ofl. Aldrei neitt vandamál.

Ég held að þetta sé bara póstur sem sé skrifaður í bræði kl 3 um nótt.
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú

Frussi
Gúrú
Póstar: 513
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Staða: Ótengdur

Re: Okur hjá bílaumboðum

Póstur af Frussi »

Eitt varðandi umboð. Þjónustustigið á t.d. bremsuviðgerð getur verið allt annað hjá umboði heldur en hjá "verkstæði úti í bæ".

Þegar ég vann hjá umboði og þurfti að skipta um klossa í þjónustuskoðun var allt draslið tekið í sundur, sandblásið, smurt og þrifið þannig að það var eins og nýtt. Hvort þetta sé nauðsynlegt má alveg deila um en það klárlega eykur líftíma hlutanna, ásamt því að næsta viðgerð verður talsvert auðveldari en ella. Þegar ég skipti um klossa á mínum eigin bíl kippi ég bara gömlu úr og set nýju í því tíminn minn kostar peninga og bíllinn minn er drusla.

Svo þetta með að gera við hluti án þess að láta kúnna vita af kostnaði fyrirfram eru bara verstu vinnubrögð sem ég veit um en sum umboð stunda þetta. Sjálfur hringdi ég í kúnna ef ég var með bíl í viðgerð til að láta vita af kostnaði áður en nokkuð var gert nema kúnninn hafi verið búinn að gefa mjög skýrt leyfi fyrir viðgerðinni.

Og úr því við erum að kvarta, þegar verkstæði segja 10 sinnum "bíllinn verður tilbúinn á morgun" ætti að varða við hegningarlög...
Ryzen 5 3600 _ X470 Aorus Gaming _ 2070 Super _ 16 GB 3200MHz _ 32" 1440p Lenovo
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Okur hjá bílaumboðum

Póstur af GuðjónR »

Eitt sem ég skil ekki, þú kaupir vöru (bíl) og það gilda lög og reglur um ábyrgðir, t.d. tveggja ára neytendaábyrgð og 5 ára kvörtunarfrestur og svo framvegis. Sum umboð ganga lengra og lofa 7 ára ábyrgð.
Af hverju heyrir maður alltaf ítrekað sögur um að hlutir séu ekki í ábyrgð nema þú kaupir aðra þjónustu á sama tíma?
Þá er ég að meina þessa þjónustuskoðanir sem kosta frá tugum og upp í hundruðu þúsunda árlega.

gunni91
1+1=10
Póstar: 1154
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Staða: Ótengdur

Re: Okur hjá bílaumboðum

Póstur af gunni91 »

GuðjónR skrifaði:Eitt sem ég skil ekki, þú kaupir vöru (bíl) og það gilda lög og reglur um ábyrgðir, t.d. tveggja ára neytendaábyrgð og 5 ára kvörtunarfrestur og svo framvegis. Sum umboð ganga lengra og lofa 7 ára ábyrgð.
Af hverju heyrir maður alltaf ítrekað sögur um að hlutir séu ekki í ábyrgð nema þú kaupir aðra þjónustu á sama tíma?
Þá er ég að meina þessa þjónustuskoðanir sem kosta frá tugum og upp í hundruðu þúsunda árlega.
Ég mæli með að við fáum okkur allir kaffibolla og förum yfir umræðuna :D

Annars varðandi þjónustuskoðanir er mismunandi hvað þetta kostar og á ekki að vera neinn feluleikur í þeim málefnum.
T.d. rukkar BL eftir flat rate framleiðanda (sá tími sem framleiðandi segir að hlutirnir eiga að taka).

Hérna er live PBI skýrsla til að kanna verð á þjónustu fyrir helstu bifreiðar sem BL selur,, dugir að henda inn bílnúmeri.
Þetta virkar samt ekki fyrir BMW/MINI því aðeins er skipt um þá íhluti sem bifreiðin biður sjálf um og því kostnaður breytilegur eftir aksturslagi bílstjóra og aldri bifreiðar (engin ein uppskrift líkt og aðrir framleiðendur).

Það magn sem er með "0" þarf að meta og skoða að hverju sinni og þarf ekkert endilega að skipta um.

Hægt að prufa nokkur bílnúmer:

SZR79 - Renault Talisman
MBB28 - Nissan Leaf
TOJ80 - Renault Zoe
FPM46 - Nissan Micra

https://app.powerbi.com/view?r=eyJrIjoi ... IsImMiOjh9

Benz
Fiktari
Póstar: 58
Skráði sig: Þri 23. Mar 2010 14:54
Staða: Ótengdur

Re: Okur hjá bílaumboðum

Póstur af Benz »

gunni91 skrifaði: Hérna er live PBI skýrsla til að kanna verð á þjónustu fyrir helstu bifreiðar sem BL selur,, dugir að henda inn bílnúmeri.
Þetta virkar samt ekki fyrir BMW/MINI því aðeins er skipt um þá íhluti sem bifreiðin biður sjálf um og því kostnaður breytilegur eftir aksturslagi bílstjóra og aldri bifreiðar (engin ein uppskrift líkt og aðrir framleiðendur).

Það magn sem er með "0" þarf að meta og skoða að hverju sinni og þarf ekkert endilega að skipta um.

Hægt að prufa nokkur bílnúmer:

SZR79 - Renault Talisman
MBB28 - Nissan Leaf
TOJ80 - Renault Zoe
FPM46 - Nissan Micra

https://app.powerbi.com/view?r=eyJrIjoi ... IsImMiOjh9
Flott framsetning hjá ykkur :happy - mættu aðrir gera svipað, getur hjálpað manni við að skoða mögulegan kostnað.

Prófaði að fletta upp á rafmagnsbíl eftir þessu kerfi og það er stór munur á kostnaðinum þar - enda færri slitfletir þar á ferð ;)

Höfundur
gisli98
Græningi
Póstar: 43
Skráði sig: Þri 02. Feb 2021 03:11
Staða: Ótengdur

Re: Okur hjá bílaumboðum

Póstur af gisli98 »

Sótti bílinn í dag og það var semsagt bara misskilningur milli þeirra hjá BL, bremsurnar átti alltaf að lenda undir ábyrgði en sá sem hringdi í gær vissi það ekki að það greinilega ekki og sagði okkur fullt verð. Annars áttum við líka nýjan Range Rover Evoque sem átti 5 bilanir á fyrsta árinu sem BL tók á sig þar sem við borguðum ekki krónu. Hingað til hefur BL standið sig vel allavega miðað við mína reynslu við Heklu.

Hefði kannski átt að bíða með að skrifa þetta póst þar sem BL málið var ekki alveg búið og ég var heiladauður eftir að læra fyrir lokapróf og skrifaði þetta kl 4 um nóttina

Mossi__
Gúrú
Póstar: 526
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Staða: Ótengdur

Re: Okur hjá bílaumboðum

Póstur af Mossi__ »

gisli98 skrifaði:Sótti bílinn í dag og það var semsagt bara misskilningur milli þeirra hjá BL, bremsurnar átti alltaf að lenda undir ábyrgði en sá sem hringdi í gær vissi það ekki að það greinilega ekki og sagði okkur fullt verð. Annars áttum við líka nýjan Range Rover Evoque sem átti 5 bilanir á fyrsta árinu sem BL tók á sig þar sem við borguðum ekki krónu. Hingað til hefur BL standið sig vel allavega miðað við mína reynslu við Heklu.

Hefði kannski átt að bíða með að skrifa þetta póst þar sem BL málið var ekki alveg búið og ég var heiladauður eftir að læra fyrir lokapróf og skrifaði þetta kl 4 um nóttina
Er þá ekki ágætt að breyta líka fyrsta póstinum, svo það fyrsta sem næsti sér er að þetta hafi verið misskilningur?
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Okur hjá bílaumboðum

Póstur af Klemmi »

Mossi__ skrifaði:
gisli98 skrifaði:Sótti bílinn í dag og það var semsagt bara misskilningur milli þeirra hjá BL, bremsurnar átti alltaf að lenda undir ábyrgði en sá sem hringdi í gær vissi það ekki að það greinilega ekki og sagði okkur fullt verð. Annars áttum við líka nýjan Range Rover Evoque sem átti 5 bilanir á fyrsta árinu sem BL tók á sig þar sem við borguðum ekki krónu. Hingað til hefur BL standið sig vel allavega miðað við mína reynslu við Heklu.

Hefði kannski átt að bíða með að skrifa þetta póst þar sem BL málið var ekki alveg búið og ég var heiladauður eftir að læra fyrir lokapróf og skrifaði þetta kl 4 um nóttina
Er þá ekki ágætt að breyta líka fyrsta póstinum, svo það fyrsta sem næsti sér er að þetta hafi verið misskilningur?
Tjah, hann segist hafa spurt í símanum af hverju þetta félli ekki undir ábyrgð, og fær svör að þeir ætli að senda bréf á framleiðanda.

Það eru ekki allir sem nenna eða treysta sér í að deila við stór fyrirtæki, og það er spurning hvað hefði gerst ef hann hefði ekki skrifað þennan póst eða verið með meiri læti, hvort hann hefði verið látinn borga eða ekki.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is

gunni91
1+1=10
Póstar: 1154
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Staða: Ótengdur

Re: Okur hjá bílaumboðum

Póstur af gunni91 »

Klemmi skrifaði:
Mossi__ skrifaði:
gisli98 skrifaði:Sótti bílinn í dag og það var semsagt bara misskilningur milli þeirra hjá BL, bremsurnar átti alltaf að lenda undir ábyrgði en sá sem hringdi í gær vissi það ekki að það greinilega ekki og sagði okkur fullt verð. Annars áttum við líka nýjan Range Rover Evoque sem átti 5 bilanir á fyrsta árinu sem BL tók á sig þar sem við borguðum ekki krónu. Hingað til hefur BL standið sig vel allavega miðað við mína reynslu við Heklu.

Hefði kannski átt að bíða með að skrifa þetta póst þar sem BL málið var ekki alveg búið og ég var heiladauður eftir að læra fyrir lokapróf og skrifaði þetta kl 4 um nóttina
Er þá ekki ágætt að breyta líka fyrsta póstinum, svo það fyrsta sem næsti sér er að þetta hafi verið misskilningur?
Tjah, hann segist hafa spurt í símanum af hverju þetta félli ekki undir ábyrgð, og fær svör að þeir ætli að senda bréf á framleiðanda.

Það eru ekki allir sem nenna eða treysta sér í að deila við stór fyrirtæki, og það er spurning hvað hefði gerst ef hann hefði ekki skrifað þennan póst eða verið með meiri læti, hvort hann hefði verið látinn borga eða ekki.
Ég get staðfest það að eigandi hefði ekki verið rukkaður.

Verkbeiðni var skráð á Claim BMW þegar ég fór og skoðaði málið fyrst. :happy

Mannleg samskipti klikkuðu sem við reynum að læra af og bæta.

Mossi__
Gúrú
Póstar: 526
Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
Staða: Ótengdur

Re: Okur hjá bílaumboðum

Póstur af Mossi__ »

Klemmi skrifaði:
Mossi__ skrifaði:
gisli98 skrifaði:Sótti bílinn í dag og það var semsagt bara misskilningur milli þeirra hjá BL, bremsurnar átti alltaf að lenda undir ábyrgði en sá sem hringdi í gær vissi það ekki að það greinilega ekki og sagði okkur fullt verð. Annars áttum við líka nýjan Range Rover Evoque sem átti 5 bilanir á fyrsta árinu sem BL tók á sig þar sem við borguðum ekki krónu. Hingað til hefur BL standið sig vel allavega miðað við mína reynslu við Heklu.

Hefði kannski átt að bíða með að skrifa þetta póst þar sem BL málið var ekki alveg búið og ég var heiladauður eftir að læra fyrir lokapróf og skrifaði þetta kl 4 um nóttina
Er þá ekki ágætt að breyta líka fyrsta póstinum, svo það fyrsta sem næsti sér er að þetta hafi verið misskilningur?
Tjah, hann segist hafa spurt í símanum af hverju þetta félli ekki undir ábyrgð, og fær svör að þeir ætli að senda bréf á framleiðanda.

Það eru ekki allir sem nenna eða treysta sér í að deila við stór fyrirtæki, og það er spurning hvað hefði gerst ef hann hefði ekki skrifað þennan póst eða verið með meiri læti, hvort hann hefði verið látinn borga eða ekki.
Já. Það er reyndar góður punktur.

raggos
Nörd
Póstar: 120
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 09:03
Staða: Ótengdur

Re: Okur hjá bílaumboðum

Póstur af raggos »

Flott hvernig BL virðist vera að tækla sinn hluta af þessum máli. Vel gert.

Ég er með dæmisögu frá 2.ára þjónustuskoðun á Mazda CX-3 (Keyrður 14þ km) hjá Brimborg.
Þegar ég sæki bílinn úr þjónustuskoðun fæ ég reikning upp á um 80þ krónur og ég spyr hvað gert hafi verið og kemur þá í ljós að skipta ætti út bremsuvökva á bílnum í þessari skoðun en að slíkt hafi ekki verið gert þar sem bíllinn var svo lítið ekinn. Ef ég hefði ekki spurt hefði ég verið rukkaður fyrir fullt gjald á þessari skoðun en reikningurinn lækkaði um rúmlega 20þ með þessari spurningu.
Ég endaði samt með að borga 54þ fyrir glorified olíuskipti og frjókornasíuskipti. Ráðlegg öllum að smyrja bílinn á venjulegri smurstöð til að sleppa við okrið hjá umboðunum.
Allt sem var skoðað í þessari skoðun eins og ástand á lakki, pústkerfi, fjöðrunarkerfi o.s.frv ætti að vera óþarft á bíl sem er þetta ungur og jafn lítið ekinn.

Frussi
Gúrú
Póstar: 513
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Staða: Ótengdur

Re: Okur hjá bílaumboðum

Póstur af Frussi »

raggos skrifaði:Flott hvernig BL virðist vera að tækla sinn hluta af þessum máli. Vel gert.

Ég er með dæmisögu frá 2.ára þjónustuskoðun á Mazda CX-3 (Keyrður 14þ km) hjá Brimborg.
Þegar ég sæki bílinn úr þjónustuskoðun fæ ég reikning upp á um 80þ krónur og ég spyr hvað gert hafi verið og kemur þá í ljós að skipta ætti út bremsuvökva á bílnum í þessari skoðun en að slíkt hafi ekki verið gert þar sem bíllinn var svo lítið ekinn. Ef ég hefði ekki spurt hefði ég verið rukkaður fyrir fullt gjald á þessari skoðun en reikningurinn lækkaði um rúmlega 20þ með þessari spurningu.
Ég endaði samt með að borga 54þ fyrir glorified olíuskipti og frjókornasíuskipti. Ráðlegg öllum að smyrja bílinn á venjulegri smurstöð til að sleppa við okrið hjá umboðunum.
Allt sem var skoðað í þessari skoðun eins og ástand á lakki, pústkerfi, fjöðrunarkerfi o.s.frv ætti að vera óþarft á bíl sem er þetta ungur og jafn lítið ekinn.

Akkúrat ekki óþarft, verið að tékka göllum sem hægt er að claim-a á framleiðanda. Till þess er þjónustuakoðun og þessvegna er hún dýr ;) smurstöð er ekki að fara að gera það.
Ryzen 5 3600 _ X470 Aorus Gaming _ 2070 Super _ 16 GB 3200MHz _ 32" 1440p Lenovo

raggos
Nörd
Póstar: 120
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 09:03
Staða: Ótengdur

Re: Okur hjá bílaumboðum

Póstur af raggos »

Frussi skrifaði:
raggos skrifaði:Flott hvernig BL virðist vera að tækla sinn hluta af þessum máli. Vel gert.

Ég er með dæmisögu frá 2.ára þjónustuskoðun á Mazda CX-3 (Keyrður 14þ km) hjá Brimborg.
Þegar ég sæki bílinn úr þjónustuskoðun fæ ég reikning upp á um 80þ krónur og ég spyr hvað gert hafi verið og kemur þá í ljós að skipta ætti út bremsuvökva á bílnum í þessari skoðun en að slíkt hafi ekki verið gert þar sem bíllinn var svo lítið ekinn. Ef ég hefði ekki spurt hefði ég verið rukkaður fyrir fullt gjald á þessari skoðun en reikningurinn lækkaði um rúmlega 20þ með þessari spurningu.
Ég endaði samt með að borga 54þ fyrir glorified olíuskipti og frjókornasíuskipti. Ráðlegg öllum að smyrja bílinn á venjulegri smurstöð til að sleppa við okrið hjá umboðunum.
Allt sem var skoðað í þessari skoðun eins og ástand á lakki, pústkerfi, fjöðrunarkerfi o.s.frv ætti að vera óþarft á bíl sem er þetta ungur og jafn lítið ekinn.

Akkúrat ekki óþarft, verið að tékka göllum sem hægt er að claim-a á framleiðanda. Till þess er þjónustuakoðun og þessvegna er hún dýr ;) smurstöð er ekki að fara að gera það.
Að mínu mati ætti svona létt yfirferð á þekktum göllum að vera gulrót til að láta umboðið þjónusta bílinn með almennt viðhald en ekki kvöð til þess að bíllinn haldist í ábyrgð. Þetta er svo alltof dýrt miðað við hvað gert er og þess vegna eru þessar þjónustuskoðanir almennt með ömurlegt álit meðal almennings. Ég vona að þetta concept deyji að mestu út með tilkomu aðila eins og Tesla og með rafbílavæðingu enda mun færri svona atriði sem þarf að skoða þar eða bara hreinlega hægt að lesa í gegnum bílatölvuna online eins og Tesla gerir.
Skjámynd

KaldiBoi
Fiktari
Póstar: 76
Skráði sig: Mið 17. Mar 2021 14:07
Staða: Ótengdur

Re: Okur hjá bílaumboðum

Póstur af KaldiBoi »

raggos skrifaði:
Frussi skrifaði:
raggos skrifaði:Flott hvernig BL virðist vera að tækla sinn hluta af þessum máli. Vel gert.

Ég er með dæmisögu frá 2.ára þjónustuskoðun á Mazda CX-3 (Keyrður 14þ km) hjá Brimborg.
Þegar ég sæki bílinn úr þjónustuskoðun fæ ég reikning upp á um 80þ krónur og ég spyr hvað gert hafi verið og kemur þá í ljós að skipta ætti út bremsuvökva á bílnum í þessari skoðun en að slíkt hafi ekki verið gert þar sem bíllinn var svo lítið ekinn. Ef ég hefði ekki spurt hefði ég verið rukkaður fyrir fullt gjald á þessari skoðun en reikningurinn lækkaði um rúmlega 20þ með þessari spurningu.
Ég endaði samt með að borga 54þ fyrir glorified olíuskipti og frjókornasíuskipti. Ráðlegg öllum að smyrja bílinn á venjulegri smurstöð til að sleppa við okrið hjá umboðunum.
Allt sem var skoðað í þessari skoðun eins og ástand á lakki, pústkerfi, fjöðrunarkerfi o.s.frv ætti að vera óþarft á bíl sem er þetta ungur og jafn lítið ekinn.

Akkúrat ekki óþarft, verið að tékka göllum sem hægt er að claim-a á framleiðanda. Till þess er þjónustuakoðun og þessvegna er hún dýr ;) smurstöð er ekki að fara að gera það.
Ég vona að þetta concept deyji að mestu út með tilkomu aðila eins og Tesla og með rafbílavæðingu enda mun færri svona atriði sem þarf að skoða þar eða bara hreinlega hægt að lesa í gegnum bílatölvuna online eins og Tesla gerir.
Aftur á móti, Tesla getur tekið allskonar réttindi af þér t.d. Super/fast charging eins og Rich Rebuilds sannaði þegar hann var að fikta í þessum bílum.
Svara