næsta skref ...

Svara

Höfundur
ParaNoiD
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 307
Skráði sig: Fim 26. Feb 2004 21:08
Staða: Ótengdur

næsta skref ...

Póstur af ParaNoiD »

jæja ... ég reif báðar tölvurnar mína í sundur í gær og tróð öllum hörðu diskunum og allri auka kælingu (það er að segja vifturnar sem hafa haldið lífi í diskunum lengi vel með tilheyrandi hávaða) yfir í annann kassann með Abit IS7´móðurborði 2400 P4 512 DDR400 og einhverju meira drasli sem skiptir nottla engu ;)

ég tók þessa vél og henti henni inn í herbergi sem er tómt hjá mér :)

ok ... þá er það leyst

hávaðinn að mestu farinn úr íbúðinni :D

ég keypti mér nýtt móðurborð ög örgjörva semsagt AV8 3rd eye og AMD 64 bit 3500+ og stækkaði skjákortið í 9800 Pro og er með þetta ásamt gömlum 120gb wd disk í annann kassann minn.

ég er ekki aaalveg nógu sáttur við þetta þar sem mér finnst vélin eitthvað ekki vera að standa sig sem skyldi , plús að ég heyri að mér finnst enn töluvert í henni ..

þetta var bara svona smá saga með formála :P

hér kemur svo það sem ég er að spá í að gera , endilega segið mér ef ég er vitleysingur að vera að spá í þessu .. ég vill frekar heyra það að þetta séu mistök áður en ég geri þau ;)

ok
nr1 = 200gb SATA Seagate barracuda stræpaðir saman ættu að gefa nægann hraða held ég ..
Mynd

nr2 = SilentX 400W 14dBA PSU ætti að gefa næga orku án þess að vera með læti
Mynd

nr3 = Zalman ZM80D-HP Noiseless VGA Cooler
Mynd
þetta vonandi dugar til að kæla skjákortið :)

nr4 = Zalman ZM-2HC2 Kæling fyrir harða diska
Mynd
vonandi heldur þetta diskunum svölum :8)

og svo síðast en ekki síst ...

nr5 = Zalman Reserator 1 hljóðlaus vatnskæling,
Mynd

ég er reyndar að spá í að kaupa VGA blokkina fyrir þetta líka í staðin fyrir nr3 en hún er töluvert dýrari og það er spurning hvort hitt dugi ekki :)

Þekkir einhver hér þessa kælingu ?
virkar þetta eitthvað ?

en jæja hvað finnst ykkur ? :D

biðst forláts yfir mögulegum stafsetninga,málfræði eða staðreyndarvillum

;)
Skjámynd

MuGGz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1635
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 01:23
Staðsetning: Fyrir framan tölvuna ?
Staða: Ótengdur

Póstur af MuGGz »

ohh gunni þúrt svo mikill foli :lol:

enn annars líst mér mjög á þetta, þekki vatnskælingar að vísu alveg 0 enn zalman hefur alltaf staðið við sitt þannig ég býst við góðum hlutum frá þessu ..

einarsig
Gúrú
Póstar: 511
Skráði sig: Fös 18. Jún 2004 22:18
Staðsetning: 109 rvk
Staða: Ótengdur

Póstur af einarsig »

ég var búinn að reikna út um daginn að ef þú kaupir þessa kælingu + gpu kæli unitið af ebay þá myndi þetta kosta saman um 23k í gegnum shopusa.is ;)



Held þú verðir kominn með dead silent vél með þessu
Skjámynd

MuGGz
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1635
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 01:23
Staðsetning: Fyrir framan tölvuna ?
Staða: Ótengdur

Póstur af MuGGz »

einarsig skrifaði:ég var búinn að reikna út um daginn að ef þú kaupir þessa kælingu + gpu kæli unitið af ebay þá myndi þetta kosta saman um 23k í gegnum shopusa.is ;)



Held þú verðir kominn með dead silent vél með þessu
mmm, væri til í að eiga dead silent vél, þar sem vélin mín er alveg ógeðslega hávær :cry:

gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Póstur af gumol »

Ég myndi sleppa WD diskinum nema hann sé hljóðlaus. (Hvað þýðir þetta "stræpaðir saman"?)

Ertu búinn að athuga hvað er að gefa frá sér þennan hávaða? Ég myndi líka athuga hvort harði diskurinn og chipset kælingin er hávær.

Þarftu ekki að fá hljóðláta kassaviftu líka?
Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2569
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Póstur af CendenZ »

hlóðláta vél segiru ?


Antec Sonata kassann.

- taka úr honum PSU-ið og viftuna.

+ Kaupa SilentX 350 w 14dBa PSU og 2x 11 dba 120 mm Viftur
+Kaupa Viftustýringu

örraviftu sem er um 20 dBa


Samsung 160 gb disk, þú þarft bara 1.


þetta mun gera vélina hljóðláta
og ef þú þarft eitthvað pláss, fyrir td. bíómyndir, þá geturu nú streamað MP3 og mpegs beint úr hinni vélinni sem er í öðru herbergi.

þannig er þetta hjá mér :)

Höfundur
ParaNoiD
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 307
Skráði sig: Fim 26. Feb 2004 21:08
Staða: Ótengdur

Póstur af ParaNoiD »

gumol skrifaði: (Hvað þýðir þetta "stræpaðir saman"?)

Þarftu ekki að fá hljóðláta kassaviftu líka?
æi "stræpaðir" as in RAID 0 :)

jú líklega myndi mar hafa einhverja mjög silent 120mm ef mar kæmist ekki hjá því :)
Svara