Ég hef verið mjög ánægður með minn Hyundai i30 2013 árgerð. Keyptum hann í október 2017 á 960þús, og ef ég er ekki að gleyma neinu, þá hefur viðhaldskostnaður síðan þá verið ~250þús, og hann ekinn um 65-70þús km. Innifalið í þessum 250þús er allsherjar bremsuyfirhalning sem kostaði ~120þús, sem ég flokka að vissu leyti bara sem venjulegan rekstrarkostnað, í bremsum eru slitfletir sem allir bílar slíta.
Annars er þetta alltaf lotterí með bíla, nema þeir séu í ábyrgð. Það eru góð og slæm eintök þarna úti, ef þér lýst vel á bíl, þá tel ég að það borgi sig alveg að fara með hann í ástandsskoðun sem kostar 20-30þús, en minnkar líkur á að þú kaupir köttinn í sekknum.
Að þessu sögðu, þá myndi ég sjálfur hiklaust kaupa svona bíl aftur, og myndi því alveg íhuga
þennan, viðurkenni þó að mér finnst skrítið hvað verðin hafa lítið lækkað, þ.e. 3 og hálft ár síðan okkar var auglýstur á sama verði og svipað keyrður, og hann er aðeins ári eldri.