Ástæða fyrir sölu er illa staðsettur m.2 skjöldur á borðinu en ég er með vatnskælt skjákort sem endar með að liggja ofan á m.2 hitaskildinum. Skjákort með venjulegri viftukælingu myndi blása lofti út um hliðarnar sem ætti að hjálpa við að halda m.2 drifinu undir 50°C.
Þar sem ég er með vatnskæliblokk og lítið sem ekkert loftflæði yfir m.2 slottið þá lenti ég í því að móðurborðið hætti að lesa m.2 sem Windows-boot drif. Ég ætla því að uppfæra yfir í móðurborð með m.2 drif sem er staðsett fyrir ofan PCIEx16 rifuna.
Með borðinu fylgja 4 SATA kaplar, quick install guide, manual CD og m.2 skrúfur.

Óska eftir tilboðum.