4G heimilisnet hjálp

Svara
Skjámynd

Höfundur
orn1989
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Fim 06. Apr 2017 12:56
Staða: Ótengdur

4G heimilisnet hjálp

Póstur af orn1989 »

:hugenose Ég var að flytja aftur í sveitina þar sem 4G heimanet er besti kosturinn, Náði hátt upp í 150mb niður og altaf 50 upp og 29 í ping með Huawei B525 sem 4G modem og svo hafði ég Asus DSL-AC68U router til að dreifa wifi um heimilið sem svínvirkaði, en nú er mér spurn því ég seldi báðar græjurnar þegar ég flutti burt hvort ég þurfi svona að fara í svona dýran búnað fyrir þennan hraða, er með 110 fermetra timburhús þar sem Standart hvítur router frá símanum stendur í öðrum enda hússins og hann drifur í stofuna á hinum enda hússins en netið er stundum trekkt í sjónvarpinu, hvort það sé wifi styrknum eða landlínunni að kenna veit ég ekki.

4G modem + router meðmæli fyrir mig? :guy

HringduEgill
Ofur-Nörd
Póstar: 259
Skráði sig: Mið 12. Feb 2014 12:56
Staða: Ótengdur

Re: 4G heimilisnet hjálp

Póstur af HringduEgill »

Svo ég skilji þig rétt, er 4G net besti kosturinn þar sem þú ert núna eða ertu að pæla í að skipta aftur í 4G? Ef svo er, hvernig tengingu ertu að nota í dag?

Ódýrustu routerar í dag ráða auðveldlega við 150 Mbit. Gerðu hraðamælingu á Speedtest annars vegar þar sem sjónvarpið er og hins vegar 1-2m frá router, þá sérðu allavega hvort þetta sé drægnisvandamál. Það er yfirleitt ekki vandamál í timburhúsum en það getur auðvitað ýmislegt truflað.

Hvernig ertu annars að horfa á sjónvarpið? Er þetta myndlykill Símans, app í sjónvarpi, Apple TV eða eitthvað annað og hvort er það tengt með snúru eða wifi?
Skjámynd

Höfundur
orn1989
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Fim 06. Apr 2017 12:56
Staða: Ótengdur

Re: 4G heimilisnet hjálp

Póstur af orn1989 »

Er semsagt að skipta aftur í 4G já, er eins og er með VDSL, það var lagt í götuna hjá mér fyrir 2 árum en hef lent oft í því að hraðinn falli úr 55mb niður í 11 eða vera eins og það sé óstöðugt þó ekkert innanhúss ætti að valda, ég sé í sjónvarpinu að ég fæ hálft wifi samband en það stundum strögglar og er með vesen sem gæti verið þessi óstöðugleiki í tengingunni, er með sjónvarp símans en er að skoða að fá mér einhverskonar margmiðlunar spilara og taka inn Hulu, Disney+, Netflix, Viaplay og nota Nord Vpn appið til að fá aðgang að betra efni á netflix, er mikið að skoða Nvidia Shield þó hann sé væntanlega overkill. En þá skiptir góður 4g mótakari mestu, og svo fín router með drægni ætti að duga.

mjolkurdreytill
Ofur-Nörd
Póstar: 267
Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
Staða: Ótengdur

Re: 4G heimilisnet hjálp

Póstur af mjolkurdreytill »

Alveg óháð DSL eða 4G.

Þú getur notað app í símanum til að greina sendistyrkinn á þráðlausa netinu innanhúss hjá þér. Eins ef þú ert með beini með loftnetsstöngum þá er hægt að nota þetta meðan maður fiktar í stöðunni á stöngunum til þess að bæta merkið frá beininum.

Ef sendistyrkurinn hjá sjónvarpinu er áberandi lítill + að mörg tæki séu á þráðlausa þá er kannski ekki endilega við nettenginguna að sakast.

Wifi analyzer eða wifi signal meter ætti að skila þér einhverju sniðugu í bæði google play eða app store.
Skjámynd

Höfundur
orn1989
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Fim 06. Apr 2017 12:56
Staða: Ótengdur

Re: 4G heimilisnet hjálp

Póstur af orn1989 »

Skoða það dreitill, takk fyrir :D
Skjámynd

Höfundur
orn1989
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Fim 06. Apr 2017 12:56
Staða: Ótengdur

Re: 4G heimilisnet hjálp

Póstur af orn1989 »

pantaði Huawei B535 frá símanum hendi í sterkan router og nota 535 sem modem ef hann dugar ekki til að dreifa WIFI, henti mér í pakka með 4G heimilisnet og 2 farsíma sem deila endalausu gagnamagni, undir 16k á mánuði frá símanum.

Takk fyrir svörin drengir.
Svara