Ráðleggingar við smíði á tölvu

Svara

Höfundur
d0ge
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Fös 18. Des 2020 13:40
Staða: Ótengdur

Ráðleggingar við smíði á tölvu

Póstur af d0ge »

Sælir og sælar

Þessi póstur kemur sennilega reglulega eeen...

Nú er ég farinn að hugsa um að púsla saman nýrri tölvu.
Hef ekki mjög mikla reynslu í þessu og væri því til í smá aðstoð

https://builder.vaktin.is/build/71143

Þetta er setupið sem ég er að hugsa. Einhver tips um breytingar sem ég ætti að gera? Er að hugsa um max 300k.

Engir sérstakir leikir sem ég er að hugsa um en langar bara að vera nokkuð future proof og geta ráðið þokkalega við flesta leiki.

Hvað er ég að gera vitlaust og hvað mætti betur fara þarna? Væri þess virði fyrir mig að fara í 5800x frekar en 5600x ?
Er ég að vera of cheap á móðurborðið eða eru hinar b550 týpurnar þess virði?

Öll tips væru þegin :)
Last edited by d0ge on Þri 12. Jan 2021 12:55, edited 1 time in total.
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar við smíði á tölvu

Póstur af Klemmi »

Sælir,

ég gerði nokkrar breytingar:
https://builder.vaktin.is/build/0B292

Noctua kælingin er auðvitað frábær, en ef þú ert ekki að fara í neina yfirklukkun, þá myndi ég alveg spara peninginn þar og fara í aðeins ódýrari kælingu líkt og ég set inn.

Svo er ég hrifinn af mATX móðurborðum og kössum, þar sem fæstir eru að nota allar expansion raufarnar á borðinu, og því óþarfi að hafa kassann stærri en hann þarf að vera. Setti því inn mATX týpuna af móðurborðinu, sem einnig er aðeins ódýrari, og CoolerMaster Silencio kassa upp á hljóðeinangrun, en nóg til af nettum mATX kössum til að velja úr.

Þú getur fengið 5-10% betri afköst af því að hafa 4x minniskubba framyfir að hafa 2x, talið að það sé vegna rank fjölda. Því setti ég inn 2x 8GB, þar sem builderinn býður ekki upp á að setja 2 sett, en miða við að þú myndir kaupa 2 sett, og verðið þar með hækka sem því nemur.

Loks setti ég inn stærri SSD disk, og hafði hann m.2 NVMe. Þar ertu að fá umtalsvert meiri hraða og stærð, en sumir leikir eru orðnir 200GB+, svo að plássið er fljótt að fara. Ég er með 1TB og næsta uppfærsla á listanum hjá mér er að fara í 2TB, þar sem ég nenni ekki að þurfa að spá í hvaða leikir eru uppsettir.

Varðandi of cheap móðurborð og 5800x, þá myndi ég ekki segja að þú værir að spara neitt á vitlausum stöðum. Ef þú vilt eyða meiri pening, þá væri þeim pening líklega best varið í enn dýrara skjákorti.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is

Höfundur
d0ge
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Fös 18. Des 2020 13:40
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar við smíði á tölvu

Póstur af d0ge »

Geggjað! Takk fyrir þetta :) Yrði einmitt frábært að hafa kassann ekki stærri en hann þarf að vera, svo skemmir hljóðeinangrunin ekki. Þá er bara að bíða eftir að þetta verði allt saman til á lager !
Svara