Sælir,
ég gerði nokkrar breytingar:
https://builder.vaktin.is/build/0B292
Noctua kælingin er auðvitað frábær, en ef þú ert ekki að fara í neina yfirklukkun, þá myndi ég alveg spara peninginn þar og fara í aðeins ódýrari kælingu líkt og ég set inn.
Svo er ég hrifinn af mATX móðurborðum og kössum, þar sem fæstir eru að nota allar expansion raufarnar á borðinu, og því óþarfi að hafa kassann stærri en hann þarf að vera. Setti því inn mATX týpuna af móðurborðinu, sem einnig er aðeins ódýrari, og CoolerMaster Silencio kassa upp á hljóðeinangrun, en nóg til af nettum mATX kössum til að velja úr.
Þú getur fengið 5-10% betri afköst af því að hafa 4x minniskubba framyfir að hafa 2x, talið að það sé vegna rank fjölda. Því setti ég inn 2x 8GB, þar sem builderinn býður ekki upp á að setja 2 sett, en miða við að þú myndir kaupa 2 sett, og verðið þar með hækka sem því nemur.
Loks setti ég inn stærri SSD disk, og hafði hann m.2 NVMe. Þar ertu að fá umtalsvert meiri hraða og stærð, en sumir leikir eru orðnir 200GB+, svo að plássið er fljótt að fara. Ég er með 1TB og næsta uppfærsla á listanum hjá mér er að fara í 2TB, þar sem ég nenni ekki að þurfa að spá í hvaða leikir eru uppsettir.
Varðandi of cheap móðurborð og 5800x, þá myndi ég ekki segja að þú værir að spara neitt á vitlausum stöðum. Ef þú vilt eyða meiri pening, þá væri þeim pening líklega best varið í enn dýrara skjákorti.