Mér vantar aðstoð með það að koma vinnsluminni í tölvuna..
sko ég er alltaf með tvö vinnsluminni 1 sem er 256mb og annað sem er 128mb og ætlaði síðan að prufa að setja annað 256mb, en það var ekki alveg að virka þannig að ég tók það bara aftur úr og kveikti síðan bara aftur á tölvuni en þegar ég var búinn að starta henni stóð bara að ég væri með 256mb of ram, ég var ekki alveg ánægður með það þannig að ég ætlaði að taka 128mb minnið úr og setja það aftur í en kom því bara ekki í eftir löng átök að reyna að troða því í.
gæti verið að ég sé að gera einhvað vitlaust ?
Pirate^ skrifaði:gæti verið að ég sé að gera einhvað vitlaust ?
Nokkuð örugglega
En það þarf nú oft smá ákveðni til þess að koma þessu í. Hvítu fliparnir sem að þú ýttir á til þess að taka þetta út eiga að vera „úti“ en smella svo “inn„ þegar minnið er komið í.
Þú passaðir vitaskuld að snúa því ekki öfugt!!??
MezzUp skrifaði:
Þú passaðir vitaskuld að snúa því ekki öfugt!!??
Það skiptir engu hvernig það snýr er það nokku ? :S, eða var þetta eikkað djók hjá þér ? ekki lemja mig.
Neinei, ekkert djók hjá mér, og nei ég skal ekki lemja þig
Það skiptir öllu máli hvernig kubburinn snýr, en allir vinnsluminniskubbar(SIMM, DIMM, RIMM) eru 'lyklaðir' (e. keyed) með raufum á kubbunum og pinnum í slottinu sem tryggja að vinnsluminnið fari einungis inn á einn veg.