Rafstraumur frá lyklaborði

Allt utan efnis
Svara

Höfundur
machinehead
Geek
Póstar: 823
Skráði sig: Fim 27. Maí 2004 17:11
Staða: Ótengdur

Rafstraumur frá lyklaborði

Póstur af machinehead »

Daginn,

Ég er með USB tengt Corsair lyklaborð sem er með einhversskonar málmumgjörð, svo fyrir 3 vikum fékk ég mér hlaupa/göngubretti á skrifstofuna, síðan þá fæ ég alltaf smá (samt pirrandi mikinn) straum þegar ég kem þess umtöluðu umgjörð, t.d volume takkann. Þetta gerist ekki ef ég stíg á gólfið áður en ég hækka/lækka.

Spurningin mín er, hvernig jarðtengi ég mig eða jarðtengi tölvukassann eða kem bara í veg fyrir þennan straum??
Viðhengi
20201009_142009.jpg
20201009_142009.jpg (2.49 MiB) Skoðað 853 sinnum
20201009_142000.jpg
20201009_142000.jpg (2.59 MiB) Skoðað 853 sinnum
Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 3992
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Rafstraumur frá lyklaborði

Póstur af jonsig »

haha, kannski einmitt útaf tölvan er jarðtengd. Gerist hjá mér ef það er mjög þurrt inní herbergi, og maður er í gerviefnafötum og ný búinn að liggja uppí sófa

prufaðu að vera berfættur og ekki nudda þér neinstaðar utaní brettið.
Last edited by jonsig on Fös 09. Okt 2020 14:43, edited 1 time in total.
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]
Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
Skjámynd

Snorrlax
Fiktari
Póstar: 51
Skráði sig: Sun 30. Des 2012 22:04
Staðsetning: ísland
Staða: Ótengdur

Re: Rafstraumur frá lyklaborði

Póstur af Snorrlax »

Gætir fengið þér svona Jarðband (antistacit wrist strap) og tengt hinn endan í jörð á kló.

Mynd
i5 4670K//R9 290//Gigabyte GA-Z87-D3HP//Crucial Ballistix Sport (4x8GB)-----HD650//Mad Dogs//Porta Pro//CX 5.00// HD 4.30//M-Audio BX8

Hausinn
Ofur-Nörd
Póstar: 291
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Staða: Ótengdur

Re: Rafstraumur frá lyklaborði

Póstur af Hausinn »

Skítaredding væri að hafa einhvern jarðtengdan hlut við hliðin á þér sem þú getur slegið hverju sinni. :)

mumialfur
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Mán 17. Nóv 2008 10:12
Staða: Ótengdur

Re: Rafstraumur frá lyklaborði

Póstur af mumialfur »

Hrækir í lófana á þér og nuddar þeim saman / þarf með ertu búinn að leiða út :)

mumialfur
has spoken...
Póstar: 181
Skráði sig: Mán 17. Nóv 2008 10:12
Staða: Ótengdur

Re: Rafstraumur frá lyklaborði

Póstur af mumialfur »

Vandamálið er að þú ert að "Hlaða" upp static með því að nudda fótunum saman meðan þú labbar eða nuddar þeim á brettið. Best væri ef þú myndir kanna hvort tengillinn sé með jörð tengingu.

Að öðru sögðu þá er það ekki hollt fyrir þig að vera stöðugt að byggja upp static á þig. Skemmir taugaenda með tímanum í fingrum eða þar sem útleyðslan verður.

Höfundur
machinehead
Geek
Póstar: 823
Skráði sig: Fim 27. Maí 2004 17:11
Staða: Ótengdur

Re: Rafstraumur frá lyklaborði

Póstur af machinehead »

Vandamálið leyst! Skipti úr Asadi inniskóm yfir í Adidas. Takk fyrir svörin drengir :)
Last edited by machinehead on Mán 12. Okt 2020 09:14, edited 1 time in total.
Svara