Vinnsluminni í gamla borðtölvu

Svara
Skjámynd

Höfundur
jericho
Tölvutryllir
Póstar: 693
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Staða: Ótengdur

Vinnsluminni í gamla borðtölvu

Póstur af jericho »

Daginn.

Ég er með Fujitsu Celsius W520 borðtölvu, sem er án vinnsluminnis. Á datasheeti vélarinnar má finna eftirfarandi töflu:

Mynd

Hvaða kubb get ég keypt hérlendis og notað í vélina? Þekki ekki alveg muninn á þessu sem kemur fram í töflunni.

Með fyrirfram þökk.
Last edited by jericho on Mið 30. Sep 2020 13:29, edited 1 time in total.

5600x | DH-15 | ASUS GTX 1060 6GB | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q
Skjámynd

Höfundur
jericho
Tölvutryllir
Póstar: 693
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Staða: Ótengdur

Re: Vinnsluminni í gamla borðtölvu

Póstur af jericho »

[edit] quotaði óvart sjálfan mig... má eyða
Last edited by jericho on Mið 30. Sep 2020 13:38, edited 1 time in total.

5600x | DH-15 | ASUS GTX 1060 6GB | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Vinnsluminni í gamla borðtölvu

Póstur af Klemmi »

Þetta er minnið sem gæti hafa komið með henni (en er eins og þú segir ekki í henni núna).

Ég myndi bara kaupa minni hjá geodude, 1 eða 2 kubba, og skella í gripinn og sjá hvort þú sért ekki bara í blússandi góðum málum :)

https://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=84014

Sjálfur tæki ég líklega þessa kubba hjá honum:
https://memory.net/product/mt16ktf1g64a ... x8-module/

Treysti Micron, Crucial er eitt af vörumerkjunum þeirra, mjög traustir og flottir.
Last edited by Klemmi on Mið 30. Sep 2020 13:36, edited 1 time in total.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is

pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Staða: Ótengdur

Re: Vinnsluminni í gamla borðtölvu

Póstur af pepsico »

https://www.att.is/product/corsair-val- ... 00mhz-cl11
https://www.tl.is/product/sp-desktop-4g ... 00mhz-cl11

Ódýrustu kubbarnir sem ég fann nýja út úr búð eru þessir 4GB kubbar á 4500 kr. Þeir duga til að koma vélinni af stað og í mjög létta vinnslu, en almennt er 8GB talið lágmarkið í dag til að þurfa ekki að hafa áhyggjur. Ódýrustu 8GB kubbarnir sem ég fann í búð kosta 8 þúsund kr. Þú ert með kost á því að kaupa 4GB og bæta við öðrum 4GB síðar ef þér reynist það illa að vera bara með 4GB, og sú æfing myndi bara kosta 1 þúsund kr. aukalega og þú myndir enda með Dual-Channel (tveir kubbar nýtast örgjörvanum betur en einn) svo það væri ekkert að því að prófa þá leið.

https://tolvutaekni.is/collections/vinn ... r3-1600mhz
https://www.att.is/product/corsair-val- ... 00mhz-cl11

Ekki spurning að kaupa bara eitt (eða tvö) stykki af 8GB hjá þessum notanda sem Klemmi benti á á 2500 kr. stk.
Last edited by pepsico on Mið 30. Sep 2020 13:51, edited 2 times in total.
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Vinnsluminni í gamla borðtölvu

Póstur af Klemmi »

Smá viðbót:

Ef það er Xeon örgjörvi í vélinni, þá gætirðu verið betur settur með ECC kubbana hjá geodude. Þ.e. kubbasettið í móðurborðinu styður bæði ECC og non-ECC, en mögulega minni líkur á veseni með ECC kubba í því...
https://memory.net/product/m391b1g73qh0 ... x8-module/

M.v. hvað kubbarnir eru ódýrir þá gætirðu keypt tvo og tvo og athugað hvort annað parið virki en hitt ekki, en þú ert allavega með allar upplýsingar núna :) Hvað sem þú gerir, þá viltu allavega ekki blanda ECC og non-ECC.

*Bætt við*
Þetta er servera móðurborð, og af fenginni reynslu þá geta þau verið meira picky á vinnsluminni. Það er þó erfitt að finna memory support lista fyrir nákvæmlega þetta móðurborð, svo það er í raun lítið annað að gera en bara að prófa.
Last edited by Klemmi on Mið 30. Sep 2020 14:08, edited 1 time in total.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

Höfundur
jericho
Tölvutryllir
Póstar: 693
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Staða: Ótengdur

Re: Vinnsluminni í gamla borðtölvu

Póstur af jericho »

Heyri í geodude og fæ bara að prófa kubba hjá honum, gegn loforði um viðskipti ef það virkar ;)

Kærar þakkir fyrir svörin og hjálpina.

5600x | DH-15 | ASUS GTX 1060 6GB | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q

subgolf
Ofur-Nörd
Póstar: 216
Skráði sig: Lau 02. Maí 2009 10:40
Staða: Ótengdur

Re: Vinnsluminni í gamla borðtölvu

Póstur af subgolf »

Sæll.

Ég er að selja kubba sem passa í þessa vél:
https://spjall.vaktin.is/viewtopic.php? ... 90#p715090

Svo ef þú ert að keyra server á henni að þá er ég líka með ECC minni sem passar í hana:
https://spjall.vaktin.is/viewtopic.php? ... 90#p715090
Svara