Hljóðherbergi
Hljóðherbergi
Ég er með lítið herbergi þar sem ég er með tölvuna og stúdíó hátalara. Mig langar að hljóð-proofa herbergið doldið, í dag er það doldið bert, bara tölvan, skrifborð, stóll og málaðir veggir. En var að hugsa um að gera eitthvað skemmtilegt rými þar sem ég get hækkað vel í hátölurum án þess að það komi svona bergmál sem fylgir tómum rýmum. Aukkreistis vil ég að nágrannar verði ekki fyrir ónæði þar sem ég er að hlusta seint fram á kvöld.
Hvað er smekklegt og ódýrt? Ég vil helst ekki eyða 100-200 þús í svona eða vera með einhvern svamp á veggjum
Hvað er smekklegt og ódýrt? Ég vil helst ekki eyða 100-200 þús í svona eða vera með einhvern svamp á veggjum
*-*
Re: Hljóðherbergi
Nú er það ekki mitt vandamál hvort þú haldir heyrn eða ekki en ég hefði nú haldið að við það að auka hljómbærni herbergis að þá þyrfti ekki að hækka botnlaust í græjunum.
Þess utan þá virðistu ætla að útiloka þau tvö atriði sem myndu skila þér bestri niðurstöðu.
a) Svampinum á veggina
b) Kostnaðinum við að hljóðeinangra herbergið.
Þess utan þá virðistu ætla að útiloka þau tvö atriði sem myndu skila þér bestri niðurstöðu.
a) Svampinum á veggina
b) Kostnaðinum við að hljóðeinangra herbergið.
Re: Hljóðherbergi
Neinei, ég er ekki að hugsa um að hækka þannig að það skemmi heyrn. Ég vil bara að hljóðið í herberginu verði sem best. Einstaka sinnum vill maður hækka aðeins en er alltaf innan "safe levels".Sporður skrifaði:Nú er það ekki mitt vandamál hvort þú haldir heyrn eða ekki en ég hefði nú haldið að við það að auka hljómbærni herbergis að þá þyrfti ekki að hækka botnlaust í græjunum.
Þess utan þá virðistu ætla að útiloka þau tvö atriði sem myndu skila þér bestri niðurstöðu.
a) Svampinum á veggina
b) Kostnaðinum við að hljóðeinangra herbergið.
Hver selur svona "acousting foam" flísar hérna á Íslandi? Þetta virðist vera rándýrt þar sem ég hef skoðað.
Last edited by appel on Lau 07. Mar 2020 00:19, edited 1 time in total.
*-*
Re: Hljóðherbergi
það er alltaf að fara að kosta mjög mikinn pening að hljóðeinangra herbergi. Það er rosalega flókið og erfitt vandamál og krefst þess yfirleitt að byggja herbergi úr þungum efnum inni í öðru herbergi úr þungum efnum.
Að gera herbergið þannig að það hljómi vel er hinsvegar miklu auðveldara vandamál. Bassagildrur og hljóðdreifarar eru bestu verkfærin í það. Bassagildra getur verið hvað sem er sem er stórt, þungt og mjúkt, tildæmis eins og sófi, grjónapúði eða sérhannaðar bassagildrur. Það er mesta bassa "build up" í hornum, svo að það getur verið sniðugt að hafa eitthvað í hornunum til þess að koma í veg fyrir það.
Hljóðdreifarar (diffuser) eru svo hlutir sem að hjálpa við að koma í veg fyrir bergmál og endurkast. Það er hægt að gera þeð með því að setja mjúka hluti á veggina eins og teppi eða plötur sem eru hannaðar í þetta.
Ég myndi annars byrja á hornunum, því að það eru svæðin sem valda mestu veseninu, og oft er nóg að setja bara bassagildrur og gera ekkert fleira.
Að gera herbergið þannig að það hljómi vel er hinsvegar miklu auðveldara vandamál. Bassagildrur og hljóðdreifarar eru bestu verkfærin í það. Bassagildra getur verið hvað sem er sem er stórt, þungt og mjúkt, tildæmis eins og sófi, grjónapúði eða sérhannaðar bassagildrur. Það er mesta bassa "build up" í hornum, svo að það getur verið sniðugt að hafa eitthvað í hornunum til þess að koma í veg fyrir það.
Hljóðdreifarar (diffuser) eru svo hlutir sem að hjálpa við að koma í veg fyrir bergmál og endurkast. Það er hægt að gera þeð með því að setja mjúka hluti á veggina eins og teppi eða plötur sem eru hannaðar í þetta.
Ég myndi annars byrja á hornunum, því að það eru svæðin sem valda mestu veseninu, og oft er nóg að setja bara bassagildrur og gera ekkert fleira.
"Give what you can, take what you need."
Re: Hljóðherbergi
Einn kunningi minn hljóðeinagraði kjallarann heima hja sér með eggjabökkum. Veit að margir aðrir gerðu þetta back in the day.
Re: Hljóðherbergi
Eggjabakkar hlóðeinangra nákvæmlega ekki neitt, hinsvegar geta þeir verið ágætis hljóðdreifarar.einarn skrifaði:Einn kunningi minn hljóðeinagraði kjallarann heima hja sér með eggjabökkum. Veit að margir aðrir gerðu þetta back in the day.
"Give what you can, take what you need."
-
- FanBoy
- Póstar: 754
- Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
- Staðsetning: Grafarholt
- Staða: Ótengdur
Re: Hljóðherbergi
Viðar rammi, steinull og þykkt efni utan um allt saman, er sjálfur með svona 20.stk af 40x30x3 foam gaurum, en ætla bæta við nokkrum steinullar römmum á næstunni
Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Gaming X+ 8GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a
Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS
Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6350
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Staðsetning: https://viktor.ms
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hljóðherbergi
Nágrannarnir þínir eru ekki að fara að taka eftir neinni breytingu fyrir 100-200 þúsund.
Þyrftir að eyða nokkrum milljónum áður en þeir fara að finna fyrir minni hávaða.
Það að innrétta herbergið að innan fyrir einhverja tíuþúsundkalla gerir herbergið þó hljóðvænna fyrir þann sem er inn í því.
Ef þú vilt slá tvær flugur í einu höggi geturðu gert svokallað "acoustic art" úr viði eða svampi. Þá ertu kominn með góða hljóðdreifara og mjög flott herbergi. Þetta er til dæmis gert í Hörpu, ef þið skoðið veggina þar þá eru svona misstórir viðarbútar sem ná upp alla veggina í öllum sölunum sem dreifa hljóðinu.
Harpa, Kaldalón: https://www.harpa.is/harpa/salir-og-rymi/kaldalon/
https://woodblocks.design/acoustic-panels/
Þyrftir að eyða nokkrum milljónum áður en þeir fara að finna fyrir minni hávaða.
Það að innrétta herbergið að innan fyrir einhverja tíuþúsundkalla gerir herbergið þó hljóðvænna fyrir þann sem er inn í því.
Ef þú vilt slá tvær flugur í einu höggi geturðu gert svokallað "acoustic art" úr viði eða svampi. Þá ertu kominn með góða hljóðdreifara og mjög flott herbergi. Þetta er til dæmis gert í Hörpu, ef þið skoðið veggina þar þá eru svona misstórir viðarbútar sem ná upp alla veggina í öllum sölunum sem dreifa hljóðinu.
Harpa, Kaldalón: https://www.harpa.is/harpa/salir-og-rymi/kaldalon/
https://woodblocks.design/acoustic-panels/
- Viðhengi
-
- acousticart.jpeg (172.45 KiB) Skoðað 6118 sinnum
-
- woody.jpg (48.88 KiB) Skoðað 6118 sinnum
-
- wood.jpg (172.89 KiB) Skoðað 6118 sinnum
Last edited by Sallarólegur on Lau 07. Mar 2020 09:46, edited 2 times in total.
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Re: Hljóðherbergi
Einmitt. Kunningji minn gerði þetta með kjallaraherbergi sem hann var með og það var nóg fyrir hann að segja bakkana á loftið sem leiddi uppí íbúðina fyrir ofan og það varð til þess að bassinn sem læddist i gegn hvarf alveg.gnarr skrifaði:Eggjabakkar hlóðeinangra nákvæmlega ekki neitt, hinsvegar geta þeir verið ágætis hljóðdreifarar.einarn skrifaði:Einn kunningi minn hljóðeinagraði kjallarann heima hja sér með eggjabökkum. Veit að margir aðrir gerðu þetta back in the day.
-
- Vaktari
- Póstar: 2671
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Hljóðherbergi
Mögulega falskir veggir og einangrun. Tók eftir þessu inná r/DIY
https://imgur.com/gallery/3VVGR2k
https://imgur.com/gallery/3VVGR2k
Just do IT
√
√
-
- FanBoy
- Póstar: 754
- Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
- Staðsetning: Grafarholt
- Staða: Ótengdur
Re: Hljóðherbergi
Mikið svakalega eru menn að misskilja þennan þráð, svona er eingöngu gert til að bæta upplifun þess sem hlustar eða ef upptaka mun eiga sér staðar innan rýmis.
Kemur fram mjög skýrt hér að ofan að hann er ekki að leita eftir hljóðheldum klefa
Kemur fram mjög skýrt hér að ofan að hann er ekki að leita eftir hljóðheldum klefa
Last edited by Squinchy on Lau 07. Mar 2020 23:36, edited 1 time in total.
Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Gaming X+ 8GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a
Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS
Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS
Re: Hljóðherbergi
Squinchy skrifaði:Mikið svakalega eru menn að misskilja þennan þráð, svona er eingöngu gert til að bæta upplifun þess sem hlustar eða ef upptaka mun eiga sér staðar innan rýmis.
Kemur fram mjög skýrt hér að ofan að hann er ekki að leita eftir hljóðheldum klefa
Ég kýs að skilja upphafsinnleggið eins og að hann vilji EINNIG draga úr hávaðanum út úr herberginu.Appel skrifaði:Mig langar að hljóð-proofa herbergið doldið
[...}
Aukkreistis vil ég að nágrannar verði ekki fyrir ónæði þar sem ég er að hlusta seint fram á kvöld.
Hvernig þú last það að hann vildi taka upp líka veit ég ekki alveg.
Kannski er þessi þráður bara svona misskilinn. Gerist ef menn pósta á föstudagskvöldum.
Það hefur verið talað um þetta hérna áður. Þú getur notað handklæði í staðinn fyrir svampinn en þá þarft þú að láta smíða ramma fyrir handklæðin eða láta smíða hann fyrir þig. Þetta er besta og ódýrasta lausnin. Annars eru hljóðfærabúðirnar líklegast með svamp.Appel skrifaði:Hver selur svona "acousting foam" flísar hérna á Íslandi? Þetta virðist vera rándýrt þar sem ég hef skoðað.
https://www.youtube.com/watch?v=pABvTWSxOes
Annars held ég að Gnarr hafi neglt þetta að öðru leyti.
-
- Vaktari
- Póstar: 2599
- Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
- Staða: Ótengdur
Re: Hljóðherbergi
Ég er með svipað setup. Ég var með 90cm rúm fyrir aftan skrifborðsstólinn sem ég fjarlægði og eftir það versnaði hljóðið til muna, ég bjóst svosem við því. Ég gat "lagað" hljóðið með því að lækka í lágu tíðnunum með EQ en pælingin var samt alltaf að fara í einhverskonar accoustic panela eða bassagildrur.
Nágrannarnir verða væntanlega alltaf fyrir ónæði sama hvað þú gerir varðandi hljóðið í rýminu,
Nágrannarnir verða væntanlega alltaf fyrir ónæði sama hvað þú gerir varðandi hljóðið í rýminu,
Re: Hljóðherbergi
Ég vil bara að það verði gott hljóð í þessu litla herbergi mínu (7-8fm) og það er plús að ég þurfi ekki að það dragi úr hljóðmengun. Ekkert að pæla í einhverjum rokktónleikum í 150 desíbelum.
Vil ekki sjá einhvern foam svamp eða eggjabakka á veggnum, þarf að vera flott.
En já kannski er budgetið heldur of lítið, er að átta mig á því. Þannig að sennilegast er maður alveg ready að fara í 100 þús ef það er flott og virkar.
Doldið töff það sem Sallarólegur benti á, nota svona við.
Vil ekki sjá einhvern foam svamp eða eggjabakka á veggnum, þarf að vera flott.
En já kannski er budgetið heldur of lítið, er að átta mig á því. Þannig að sennilegast er maður alveg ready að fara í 100 þús ef það er flott og virkar.
Doldið töff það sem Sallarólegur benti á, nota svona við.
Last edited by appel on Sun 08. Mar 2020 01:42, edited 1 time in total.
*-*
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 294
- Skráði sig: Fös 19. Júl 2013 20:55
- Staðsetning: Reykjanesbæ
- Staða: Ótengdur
Re: Hljóðherbergi
Last edited by Diddmaster on Sun 08. Mar 2020 04:31, edited 1 time in total.
Asus Z390-A Prime i7 9700k CPU Thermaltake 3.0 Extreme Corsair 16GB (2x8) 3000MHz CL15 500 GB Samsung 970 EVO Plus m.2 palit 2080 super seasonic 760w 80+ platinum
Re: Hljóðherbergi
Checkaðu í Bauhaus.. flott hljóðlausn ekki langt frá parketinu í búðinni. Einhverskonar filtplötur ca. 1cm klæddar með viðar renningum. Virkilega smart!
-
- FanBoy
- Póstar: 754
- Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
- Staðsetning: Grafarholt
- Staða: Ótengdur
Re: Hljóðherbergi
Lestu þetta bara aftur, ég segi hvergi að hann sé að fara taka upp...Sporður skrifaði:Squinchy skrifaði:Mikið svakalega eru menn að misskilja þennan þráð, svona er eingöngu gert til að bæta upplifun þess sem hlustar eða ef upptaka mun eiga sér staðar innan rýmis.
Kemur fram mjög skýrt hér að ofan að hann er ekki að leita eftir hljóðheldum klefaÉg kýs að skilja upphafsinnleggið eins og að hann vilji EINNIG draga úr hávaðanum út úr herberginu.Appel skrifaði:Mig langar að hljóð-proofa herbergið doldið
[...}
Aukkreistis vil ég að nágrannar verði ekki fyrir ónæði þar sem ég er að hlusta seint fram á kvöld.
Hvernig þú last það að hann vildi taka upp líka veit ég ekki alveg.
Kannski er þessi þráður bara svona misskilinn. Gerist ef menn pósta á föstudagskvöldum.
Það hefur verið talað um þetta hérna áður. Þú getur notað handklæði í staðinn fyrir svampinn en þá þarft þú að láta smíða ramma fyrir handklæðin eða láta smíða hann fyrir þig. Þetta er besta og ódýrasta lausnin. Annars eru hljóðfærabúðirnar líklegast með svamp.Appel skrifaði:Hver selur svona "acousting foam" flísar hérna á Íslandi? Þetta virðist vera rándýrt þar sem ég hef skoðað.
https://www.youtube.com/watch?v=pABvTWSxOes
Annars held ég að Gnarr hafi neglt þetta að öðru leyti.
Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Gaming X+ 8GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a
Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS
Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS
Re: Hljóðherbergi
Kannski svolítið seint innlegg. Hér var minnst á plötur í Bauhaus. Þær líta mjög vel út og virka líka vel, það er rými hjá þeim þar sem hægt er að upplifa dempunina. Fermeterinn kostar kr. 12.500 svo kostnaðurinn er fljótreiknaður. Ef þú bætir við grind+steinull á bakvið þá geturður verið nokkuð viss um að endurkast fer niður í ekki neitt.