Vil ekki vera að vekja upp gamlan þráð en mér finnst að Killing Floor 2 eigi að fá að vera einhvers staðar á þessum lista!
Base game nær uppí 6 spilara í einu en með custom servers, sem er örugglega ekkert mál að henda upp, þá nær hann alveg uppí 32 spilara á einum server. Eða 32 er það hæsta sem ég hef séð amk...
Það magnaða við Killing Floor 2 er að af einhverjum ástæðum prógrömmuðu Tripwire leikinn bara þannig að hann skalast eftir því hve margir eru að spila í einu. Ætli það hafi ekki verið upprunalega ætlað fyrir venjulegu 1-6 spilarana, en með komu custom servers hefur það bara fylgt yfir og skalast þá leikurinn uppí þessa allt að 32 spilara á einum server!
"Most "trash" Zeds (meaning the common ones that can usually be killed with a single headshot) have the same health regardless of player count, but have reduced health on Normal compared to higher difficulties. The large Zeds (which are like mini-bosses) and bosses scale up with both difficulty and player count. But they scale for each player, not just a binary solo/multiplayer. Large Zeds will have lower health with 2 players than with 6. Keep in mind the number of Zeds also scales, though."
https://www.reddit.com/r/killingfloor/c ... dium=web2x
Þannig að þegar 2 eru að spila í Hell on Earth eru normal Zeds kannski með 100 í health á meðan þegar 18 eru að spila eru þeir kannski með 200 í health. Og svo skalast líka fjöldi Zeds. Fyrsta wave i 10 lotu leik með 2 spilurum í Hell on Earth er kannski 27 Zeds á meðan fyrsta wave með 18 spilurum í 10 lotu leik eru það kannski 168 Zeds.
Árið 2017 master'aði ég þennan geggjaðslega leik, klárt mál einn af mínum, ef ekki bara uppáhalds multiplayer leikurinn minn.
Var aðallega inná 30 manna 10 lotu server'um í Hell on Earth difficulty. Hér má sjá screen af því þegar ég var að dominate'a leik sem Gunslinger í level 24 með 8226 Dosh, 365 kills, 307 assist og 72 í ping! Sá næsti fyrir neðan verandi Demolitian, en einhvern veginn fór ég að því að vera með fleiri kills heldur en sá frægi Kill-Stealing class. Ég var 77 killum fyrir ofan hann! Greinilegt að hann var ekki að vinna vinnuna sína eins og ber að gera svona oft á tímum, vel, þar að segja.
- 232090_screenshots_20170710231936_1.jpg (341.99 KiB) Skoðað 3584 sinnum
***Ástæðan fyrir því að ég var dauður í þessu loka, boss, wave'i er sú að ég átti það til að verða
EXTRA cocky þegar ég spilaði Gunslinger. Málið með Gunslinger er að hann er léttur, fimur og hleypur minnir mig hraðar en hinir gæjarnir flestir, þannig að það sem ég stundaði var að labba alveg upp að hóp af Zeds og "kite'a" þá með því að hlaupa aftur á bak, tæmandi pusslurnar mínar í andlitið á þeim í leiðinni. Man ekki hvernig ég dó þarna, enda var þetta bara einn af 1000 leikjum sem ég tók svona, en það var örugglega þannig að ég var að "kite'a" horde af Zeds og hef ekki tekið eftir þeim komandi í bakið á mér líka.
Þetta allt á 30 manna server á Hell on Earth difficulty! Screen'ið segir að það séu 79 mínútur og 53 sekúndur síðan við byrjuðum í fyrstu lotu, það er alveg ágætlega langur tími til þess að spila einn leik, eitt map, með sömu gaurunum, sem sami class'inn! Klukkutími og tuttugu mínútur.... Það er alveg keppnis hahaha
Pro tip: Þú færð mest útúr þessum leik ef þú spilar með Crosshair OFF, því það er svo skemmtileg tilfinning þegar þú veist að þú ert búinn að leggja á minnið hvar Crosshair'ið ætti að vera og ert, þrátt fyrir ekkert Crosshair, að hitta öllum skotum í haus! Það er alveg tjúlluð tilfinning að hitta ekkert nema headshot með Crosshair OFF! I've never felt as much like a pro!
EDIT: Hér getiði séð hvað mini-boss'arnir geta tekið mikið pounding áður en þeir hrökkva upp af með sköluninni í gangi!:
EDIT2: Hér er linkur á The Killing Floor Bible!:
https://docs.google.com/spreadsheets/d/ ... 2068776317
Loksins edrú og aldrei í mínu fullorðins lífi liðið betur né liðið jafn mikið eins og manneskju. Nú byrjar restin af lífinu.