Getur þetta verið á eldri týpum, önnur dóttir mín er með iphone 7 og við erum endalaust að kaupa nýja kapla því að þeir virka bara stundum og stundum ekki, en nýjir kaplar virka alltaf í nokkra daga/vikur þangað til allt fer í fokk aftur...
rapport skrifaði:Getur þetta verið á eldri týpum, önnur dóttir mín er með iphone 7 og við erum endalaust að kaupa nýja kapla því að þeir virka bara stundum og stundum ekki, en nýjir kaplar virka alltaf í nokkra daga/vikur þangað til allt fer í fokk aftur...
Þetta vandamál er bundið við iPhone Xs týpurnar, það sem þú ert að lenda í er að líklega er skítur(kusk og slíkt) í hleðslu-portinu, þú ættir að láta hreinsa það eða gera það sjálfur með mjóu skrúfjarni, bréfaklemmu. Ötugglega til video um það á YouTube, lenti sjálfur í þessu og hreinsaði með litlu skrúfjarni sem ég var með
Myndi frekar nota tannstöngul eða eitthvað úr plasti þar sem það er minni hætta á skemma eitthvað í tenginu. Oftast er þetta bara kusk og ryk sem þjappast í botninn á tenginu.
En varðandi Xs hleðsluvandamálið þá hef ég ekki heyrt af neinu tilfelli en ég vona að þetta sé eitthvað sem hægt er að laga með hugbúnaðaruppfærslu.