mind skrifaði:Gefið notkunina sé ég reyndar engin sterk rök fyrir að velja Intel framyfir AMD. Intel er oftast eitthvað betri fyrir leikina en þegar færð 33% fleiri kjarna AMD megin í sama verði þá geta auka afköstin þar talið töluvert hærra þegar kemur að harðri vinnslu. Plús færð betri viftu með.
Annars veit ég ekki með bara 2400Hz minni, einn af stöðunum sem maður græðir ágætlega á hærra riða minni er einmitt í hörðu grafík vinnslunni eins og 3D. Einnig þó það sé ekki tæknilega þörf á öflugri aflgjafa þá vel ég ekki 450W í 200þús króna leikjatölvu, sérstaklega ef hún er hugsuð sem framtíðar.
Eftir að hafa skoðað það betur, þá er ég sammála að maður ætti ekki að útiloka AMD, í samræmi við það sem þú nefnir þá er þetta kannski spurning um hvort áherslan er á leikina eða rendering vinnslu
Varðandi vinnsluminnið, þá er ekki nóg að horfa bara á MHz, heldur þarf að taka CL líka með í reikninginn. Verðmunurinn á milli 2400MHz og 3200MHz er þó lítill, svo það má alveg færa rök fyrir því að fara í 3200MHz. Hins vegar, líkt og má sjá á hlutunum sem ég setti inn, þá er eiginlega sparað alls staðar nema í örgjörva og skjákorti.
Þú getur sett 5-7þús krónum meira í kassann, 5-7þús krónum meira í aflgjafann, 3-5þús krónum meira í vinnsluminnið o.s.frv, en þessar krónur safnast samt allar saman. Það þarf að vega og meta hvort þessi 15-20þús kall sé betur varið í skjákorti/örgjörva, eða þessum fyrrnefndu íhlutum.
Sjálfur er ég búinn að vera með 460W aflgjafa síðustu 9 árin og hann hefur ekki haldið aftur af mér, en hins vegar er það mjög vandaður Seasonic aflgjafi
