Álit á 200k leikjaturni

Svara
Skjámynd

Höfundur
Risaeðla
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Lau 25. Feb 2012 01:13
Staða: Ótengdur

Álit á 200k leikjaturni

Póstur af Risaeðla »

Er að skoða leikjaturn og er með budget upp á 200 þúsund, plús/mínus 20 þús. Tölvan væri mest notuð í tölvuleikjaspilun og svo grafíkvinnslu, Blender og Photoshop.

Var að skoða þessar tvær og myndi gjarna vilja heyra ykkar álit á þeim. Hvor þeirra er betri kostur? Og þá hvers vegna? Mynduði breyta einhverju? Ábendingar og nördaviska vel þegin :)

Acer Nitro N50-600 hjá Tölvutek: http://m.tolvutek.is/vara/acer-nitro-n5 ... olva-svort

RPG leikjaturninn hjá Kísildal: https://kisildalur.is/?p=2&id=3688
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Álit á 200k leikjaturni

Póstur af Klemmi »

Myndi persónulega velja hvoruga. Tölvan hjá Tölvutek er full dýr m.v. hvað þú ert að fá.
8GB í vinnsluminni og GTX 1060 6GB? Og ekki gefið upp hvernig SSD diskur er í henni, bara stærðin.

Varðandi Kísildals vélina, þá er ég einfaldlega hrifnari af Intel og sé ekki ástæðu til að fara í AMD m.v. núverandi örgjörva line-up.

Einnig held ég að það séu allar líkur á því að báðir kassarnir séu óþarflega háværir.

Ég myndi fara í i5-8400, 16GB í vinnsluminni og taka svo það skjákort sem budget leyfir. En ef þú vilt fá i7, þá væri þetta pakkinn sem ég myndi skoða (allt hjá Tölvutækni), ath. að það vantar í þetta samsetningu og stýrikerfi.
comp.png
comp.png (119.71 KiB) Skoðað 1522 sinnum
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

Höfundur
Risaeðla
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Lau 25. Feb 2012 01:13
Staða: Ótengdur

Re: Álit á 200k leikjaturni

Póstur af Risaeðla »

Klemmi skrifaði:Ég myndi fara í i5-8400, 16GB í vinnsluminni og taka svo það skjákort sem budget leyfir. En ef þú vilt fá i7, þá væri þetta pakkinn sem ég myndi skoða (allt hjá Tölvutækni), ath. að það vantar í þetta samsetningu og stýrikerfi.
Takk fyrir feedbackið og tillöguna Klemmi. Er semsagt sterkari leikur að velja Intel yfir AMD í dag?

Einn annar fróðari en ég um vélbúnað benti mér á að ég gæti þess vegna sparað mér pening og keypt 1060 í stað 1070 þar sem restin af vélbúnaðinum leyfir 1070 ekki að njóta sín að fullu, meikar það sens í þínum eyrum?

Er frekar til í að eyða aðeins hærri upphæð í tölvuna svo hún endist manni í nokkur ár og sé ágætilegs future proof.
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Álit á 200k leikjaturni

Póstur af Sallarólegur »

Risaeðla skrifaði:gæti þess vegna sparað mér pening og keypt 1060 í stað 1070 þar sem restin af vélbúnaðinum leyfir 1070 ekki að njóta sín að fullu, meikar það sens í þínum eyrum?
Þetta er ekki rétt :!:

Ég veit ekki hvaða skjákortahvíslara þú þekkir en þetta er algjört bull :D
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Álit á 200k leikjaturni

Póstur af Klemmi »

Risaeðla skrifaði: Einn annar fróðari en ég um vélbúnað benti mér á að ég gæti þess vegna sparað mér pening og keypt 1060 í stað 1070 þar sem restin af vélbúnaðinum leyfir 1070 ekki að njóta sín að fullu, meikar það sens í þínum eyrum?
Þegar kemur að leikjum þá ertu almennt bara að horfa á örgjörva og skjákort. Auðvitað þarftu að hafa nóg af vinnsluminni en það er langt í að 16GB verði flöskuháls í þeim efnum.

Það er algjört rugl að i7 örgjörvi sé orðinn flöskuháls fyrir GTX 1070, líklega sæirðu smá mun milli i5-8400 og i7-8700 með sama skjákorti, en þú myndir græða meira á því að eyða meira í skjákortið og minna í örgjörvann, frekar heldur en öfugt.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

mind
</Snillingur>
Póstar: 1073
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Staða: Ótengdur

Re: Álit á 200k leikjaturni

Póstur af mind »

Gefið notkunina sé ég reyndar engin sterk rök fyrir að velja Intel framyfir AMD. Intel er oftast eitthvað betri fyrir leikina en þegar færð 33% fleiri kjarna AMD megin í sama verði þá geta auka afköstin þar talið töluvert hærra þegar kemur að harðri vinnslu. Plús færð betri viftu með.

Annars veit ég ekki með bara 2400Hz minni, einn af stöðunum sem maður græðir ágætlega á hærra riða minni er einmitt í hörðu grafík vinnslunni eins og 3D. Einnig þó það sé ekki tæknilega þörf á öflugri aflgjafa þá vel ég ekki 450W í 200þús króna leikjatölvu, sérstaklega ef hún er hugsuð sem framtíðar.
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Álit á 200k leikjaturni

Póstur af Klemmi »

mind skrifaði:Gefið notkunina sé ég reyndar engin sterk rök fyrir að velja Intel framyfir AMD. Intel er oftast eitthvað betri fyrir leikina en þegar færð 33% fleiri kjarna AMD megin í sama verði þá geta auka afköstin þar talið töluvert hærra þegar kemur að harðri vinnslu. Plús færð betri viftu með.

Annars veit ég ekki með bara 2400Hz minni, einn af stöðunum sem maður græðir ágætlega á hærra riða minni er einmitt í hörðu grafík vinnslunni eins og 3D. Einnig þó það sé ekki tæknilega þörf á öflugri aflgjafa þá vel ég ekki 450W í 200þús króna leikjatölvu, sérstaklega ef hún er hugsuð sem framtíðar.
Eftir að hafa skoðað það betur, þá er ég sammála að maður ætti ekki að útiloka AMD, í samræmi við það sem þú nefnir þá er þetta kannski spurning um hvort áherslan er á leikina eða rendering vinnslu :)

Varðandi vinnsluminnið, þá er ekki nóg að horfa bara á MHz, heldur þarf að taka CL líka með í reikninginn. Verðmunurinn á milli 2400MHz og 3200MHz er þó lítill, svo það má alveg færa rök fyrir því að fara í 3200MHz. Hins vegar, líkt og má sjá á hlutunum sem ég setti inn, þá er eiginlega sparað alls staðar nema í örgjörva og skjákorti.
Þú getur sett 5-7þús krónum meira í kassann, 5-7þús krónum meira í aflgjafann, 3-5þús krónum meira í vinnsluminnið o.s.frv, en þessar krónur safnast samt allar saman. Það þarf að vega og meta hvort þessi 15-20þús kall sé betur varið í skjákorti/örgjörva, eða þessum fyrrnefndu íhlutum.

Sjálfur er ég búinn að vera með 460W aflgjafa síðustu 9 árin og hann hefur ekki haldið aftur af mér, en hins vegar er það mjög vandaður Seasonic aflgjafi :)
www.laptop.is
www.ferdaleit.is

pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Staða: Ótengdur

Re: Álit á 200k leikjaturni

Póstur af pepsico »

Vil skjóta því inn í umræðuna að þó að 3200 MHz vinnsluminni sé auðvitað frábært upp á framtíðina og ýmislegt í nútíðinni þá er þetta móðurborð bara fært um 2666 MHz og því þyrfti að borga fimm þúsund krónur fyrir "uppfærslu" á því áður en maður gæti eytt þessum litla þrjú þúsund kalli í uppfærslu á vinnsluminninu - sem væri einn og sér þess virði.

Svo er allt of erfitt að tala um flöskuhálsa á turni sem er notaður bæði fyrir grafíkvinnslu og leikjaspilun svo það ætti að pása það. Þyrftum ekki bara að fá svar frá þráðarhöfundi hvort þetta er leikjaturn sem á að nota í grafíkvinnslu stundum eða öfugt, heldur líka að vita svo til nákvæmlega hvernig verkefni hann er aðallega að stunda í Blender, sem og hvernig tölvuleiki hann ætlar sér að spila.
Skjámynd

mind
</Snillingur>
Póstar: 1073
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Staða: Ótengdur

Re: Álit á 200k leikjaturni

Póstur af mind »

Klemmi skrifaði: Þú getur sett 5-7þús krónum meira í kassann, 5-7þús krónum meira í aflgjafann, 3-5þús krónum meira í vinnsluminnið o.s.frv, en þessar krónur safnast samt allar saman. Það þarf að vega og meta hvort þessi 15-20þús kall sé betur varið í skjákorti/örgjörva, eða þessum fyrrnefndu íhlutum.
Þetta er náttúrulega óttalegt pjátur. Ef lykilhlutirnir eins og góður NVMe, örgjörvi og skjákort hefur verið valið, þá er mjög erfitt að enda með vél sem stendur sig ekki mjög vel fyrir peninginn. En ef umræðan eykur skilning og möguleika viðkomandi þá held ég að spjallborðið sé að standa undir markmiði sínu.

Og ætli þetta fari ekki svolítið eftir hvernig maður horfir á hlutina. Ég horfi meira á tölvuna sem verkfæri og hún er nú þegar eitt hagkvæmasta verkfæri sem er til ef metinn er kostnaður á móti aukningu í vinnuafköstum eða klukkustundum í afþreyjingu. 10-20 þús auka krónur í tölvuna til að hún verði skotheld og 100% eins og maður vill hafa hana er bara ekki einusinni spurningarmerki í mínum huga. Fólk eyðir meiri peningum í skópör sem það notar svo kannski nokkrar klukkustundur á ári, en eyðir auðveldlega 1000+ klst í tölvunni sem það tímdi ekki peningum í.
Skjámynd

Höfundur
Risaeðla
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Lau 25. Feb 2012 01:13
Staða: Ótengdur

Re: Álit á 200k leikjaturni

Póstur af Risaeðla »

mind skrifaði: 10-20 þús auka krónur í tölvuna til að hún verði skotheld og 100% eins og maður vill hafa hana er bara ekki einusinni spurningarmerki í mínum huga. Fólk eyðir meiri peningum í skópör sem það notar svo kannski nokkrar klukkustundur á ári, en eyðir auðveldlega 1000+ klst í tölvunni sem það tímdi ekki peningum í.
Vel mælt og alveg sammála þér! Ég er að miða við 200 þús krónur í tölvuna, en það er bara viðmið. Það er plús að geta fengið góða tölvu undir því viðmiði en myndi alveg klárlega bæta nokkrum þúsundumköllum við til að uppfæra hluti sem gætu skipt miklu máli í náinni framtíð, ekki spurning.

Þessi tölva er hugsuð fyrst og fremst sem leikjatölva, allt annað er auka, mun samt að sjálfsögðu nota hana einnig sem "verkfæri" og vinna eitthvað í þrívíddarvinnslu, klippiforritum og mögulega Unity.

Er enn að melta og gúggla hvað verður fyrir valinu en þessi umræða hefur hingað til alveg klárlega hjálpað mikið. Er að hallast að Kísildalstölvunni eins og er en mun líklega velja mér annan kassa, stærri disk og 3200 Mhz 16gb. minni.
Skjámynd

Höfundur
Risaeðla
Nýliði
Póstar: 10
Skráði sig: Lau 25. Feb 2012 01:13
Staða: Ótengdur

Re: Álit á 200k leikjaturni

Póstur af Risaeðla »

Er þetta kannski gáfulegri pakki? Myndi þetta virka saman? Tek það aftur fram að ég veit voðalega lítið um þetta.
leikjatolva1.png
leikjatolva1.png (110.16 KiB) Skoðað 1239 sinnum
Skjámynd

rickyhien
spjallið.is
Póstar: 496
Skráði sig: Lau 25. Maí 2013 20:39
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Álit á 200k leikjaturni

Póstur af rickyhien »

viljum ekki líka einhverja kælingu fyrir örgjörva líka? svona betri en stock..það bætist 10-20k
Antec P280 kassi | Z370 AORUS Gaming 3 móðurborð | i5-8600K örgjörvi | Corsair H100i örgjörvakæling | PNY GTX 1080 Founder's Edition skjákort | 1 TB HDD | 120 GB SSD | 240 GB SSD | 24GB RAM | Cooler Master V750 aflgjafi | Corsair K65 LUX lyklaborð | ZOWIE FK1 mús | Sennheiser GSP 370 heyrnartól | BenQ XL2420T 24" 120hz skjár | Asus XT8 router | DJI Mavic Air 2 dróni

pepsico
Bannaður
Póstar: 714
Skráði sig: Mán 20. Apr 2015 17:30
Staða: Ótengdur

Re: Álit á 200k leikjaturni

Póstur af pepsico »

Kauptu 3000 MHz CL15 minnið, það er örlitlu verra en er á listanum yfir vinnsluminni sem eru staðfest til að virka á uppgefnum hraða með þessu móðurborði. 3200 MHz CL16 minnið er ekki á listanum og því ólíklegt til að virka á tilskildum hraða. Held það sé óþarfi að kaupa betri kælingu og fórna annars staðar í turninum eða borga aukalega fyrir það. Getur alltaf ákveðið að kaupa betri og/eða hljóðlátari kælingu síðar.
Skjámynd

mind
</Snillingur>
Póstar: 1073
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Staða: Ótengdur

Re: Álit á 200k leikjaturni

Póstur af mind »

Risaeðla skrifaði:Er þetta kannski gáfulegri pakki? Myndi þetta virka saman? Tek það aftur fram að ég veit voðalega lítið um þetta.
Ástæðan fyrir því að klemmi valdi NVMe SSD disk í staðinn fyrir SATA SSD er að þeir eru svona oftast um 5 sinnum hraðvirkari, eðlilega eru nördar hrifnari af meiri hraðanum þó kosti smá :D

Veit að AMD stock viftan er frekar góð því er með svoleiðis og það heyrist í þokkabót varla í henni. Skiptir þig kannski engu máli en ég nota aflgjafa+skjákort sem slökkva á viftunum þegar vélin er í lágri vinnslu, meiri ending og verður hljóðlaus. Veit ekki hvort þessi aflgjafi og skjákort geri það, það gæti verið, veit að Asus Strix og Corsair RMx gera það því er með svoleiðis í minni vél.

Með minnið þá flettir maður bara upp á vefsíðu framleiðanda hvaða móðurborð+minni virka saman ef maður vill fara í 3200MHz eða jafnvel hærra.
Skjámynd

Dropi
Tölvutryllir
Póstar: 624
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Staða: Ótengdur

Re: Álit á 200k leikjaturni

Póstur af Dropi »

rickyhien skrifaði:viljum ekki líka einhverja kælingu fyrir örgjörva líka? svona betri en stock..það bætist 10-20k
Án þess að hafa reynslu af því, en Ryzen stock kælingarnar eiga að vera hörku góðar. Amk samaborið við fretið sem Intel lætur fylgja í pakkanum.
34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 2600 @4.0 - 32GB DDR4@3000 - ASRock B450M-Pro4 - VEGA56 (64 BIOS)
Svara