Er gæðamunur á bremsuklossum?
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Er gæðamunur á bremsuklossum?
Jæja þá kom að því, 104k km og bremsuklossarnir svo gott sem búnir.
Mæliði með einhverjum sérstökum klossum? Eða bara kaupa það sem til er í AB-varahlutum eða annars staðar?
Er með Skoda Octavia 2013 árg.
Mæliði með einhverjum sérstökum klossum? Eða bara kaupa það sem til er í AB-varahlutum eða annars staðar?
Er með Skoda Octavia 2013 árg.
Re: Er gæðamunur á bremsuklossum?
það er munur en það er bara þitt að ákveða hversu mikið þér finnst ending og getuna þurfa að vera fyrir þig og hvað þú viljir borga mikið
I7 4790K 4.6ghz. RTX 2080 . Z97 Asus. Corsair 570x. Corsair H150I. SSD Samsung pro 2x raid 0. 2x hdd
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 956
- Skráði sig: Sun 05. Jún 2005 20:06
- Staðsetning: RVK
- Staða: Ótengdur
Re: Er gæðamunur á bremsuklossum?
Ég myndi telja 104k km vera góða endingu.. ég skipti um klossa að aftan eftir um 70-80k en reyndar var bremsudælan biluð og var treg að gefa eftir og því kannski eyddust þeir fyrr upp..
ASRock Z390 Phantom Gaming 4S | Intel i5 9600KF @ 4.6GHz | Noctua NH-D14 | ASUS ROG STRIX GeForce GTX1070 8GB OC | 2x8GB Corsair Vengeance LPX 3200MHz | 240GB Corsair MP510 NVMe & 250GB Samsung 850 EVO SSD | 2TB & 3TB Seagate | Philips 24" 242G 144Hz | 650W Corsair RM650x PSU.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Er gæðamunur á bremsuklossum?
Já, 104k er frábær ending. Þetta eru original klossarnir.
Ég skipti um þetta sjálfur, það er ekkert mál.
Bara að velta fyrir mér hvað sé best að borga, þ.e. verð vs gæði.
Ef verðið er 300% hærra fyrir 20% meiri endingu þá kaupi ég frekar það ódýra, en svo er líka annað, sumir klossar eru "skítugri" en aðrir, þ.e. kemur meira sót/ryk eða hvað það kallast, af þeim.
Ég skipti um þetta sjálfur, það er ekkert mál.
Bara að velta fyrir mér hvað sé best að borga, þ.e. verð vs gæði.
Ef verðið er 300% hærra fyrir 20% meiri endingu þá kaupi ég frekar það ódýra, en svo er líka annað, sumir klossar eru "skítugri" en aðrir, þ.e. kemur meira sót/ryk eða hvað það kallast, af þeim.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 956
- Skráði sig: Sun 05. Jún 2005 20:06
- Staðsetning: RVK
- Staða: Ótengdur
Re: Er gæðamunur á bremsuklossum?
Það þarf bara að vega og meta hverju sinni hver verðmunurinn sé.. kannski spyrja afgreiðslumanninn ef hann hefur eitthvað input.. mér hefur verið ráðlagt að taka bara ódýrari..
ASRock Z390 Phantom Gaming 4S | Intel i5 9600KF @ 4.6GHz | Noctua NH-D14 | ASUS ROG STRIX GeForce GTX1070 8GB OC | 2x8GB Corsair Vengeance LPX 3200MHz | 240GB Corsair MP510 NVMe & 250GB Samsung 850 EVO SSD | 2TB & 3TB Seagate | Philips 24" 242G 144Hz | 650W Corsair RM650x PSU.
Re: Er gæðamunur á bremsuklossum?
Er með 2 bíla sem eru mikið notaðir og skipti því reglulega um þetta. Klossar frá Stillingu endast mér best.
Eplakarfan: Apple Watch S6 LTE | iPad Air 2020 | iPad Pro 12.9” | Apple TV 4K | iPhone 13 Pro Max | Airpods Pro
Tölvan: Lenovo IdeaPad L340 | PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro
Útiveran: Ford Kuga | Kangoo | Zero 10X | Bettinsoli | Savage B22 | Savage Apex 110 Predator XP
Tölvan: Lenovo IdeaPad L340 | PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro
Útiveran: Ford Kuga | Kangoo | Zero 10X | Bettinsoli | Savage B22 | Savage Apex 110 Predator XP
Re: Er gæðamunur á bremsuklossum?
endingin og minni sót á original en ef klossar kosta 12000 kall í stillingu, ab eða autoparts og orignal kosta 30000 en þarft að skipta um klossa aftur eftir 50000 km þá er bara spurning hvort þú viljir gera þetta 2 í stað 1 sinni á 100k km
I7 4790K 4.6ghz. RTX 2080 . Z97 Asus. Corsair 570x. Corsair H150I. SSD Samsung pro 2x raid 0. 2x hdd
-
- FanBoy
- Póstar: 754
- Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
- Staðsetning: Grafarholt
- Staða: Ótengdur
Re: Er gæðamunur á bremsuklossum?
Ég setti umboðsklossa að framan á fordinn hjá mér, stuttu seinna skipti ég um að aftan, búinn að skipta aftur um að aftan en nóg eftir að framan.
Sé einnig að felgurnar að aftan eru alltaf töluvert sótaðri þrátt fyrir að bremsugeta sé nánast sú sama skv seinustu skoðun.
Þannig að ég mun punga út fyrir the real stuff næst til að lostna við tímann og gremjuna sem fer í þetta verk
Sé einnig að felgurnar að aftan eru alltaf töluvert sótaðri þrátt fyrir að bremsugeta sé nánast sú sama skv seinustu skoðun.
Þannig að ég mun punga út fyrir the real stuff næst til að lostna við tímann og gremjuna sem fer í þetta verk
Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Gaming X+ 8GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a
Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS
Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Er gæðamunur á bremsuklossum?
Takk fyrir svörin félagar, ég prófaði að hringja í umboðið og fékk í raun sömu svör og þið gefið.
Ef ég kaupi original sett (sama og er undir núna) þá kostar 10900 að framan en 8990 að aftan meðan 3d-party kostar 7390 að framan og 4990 að aftan.
Endingin á original er sögð betri og sótar minna. Hversu mikið? Það veit enginn.
Hringdi líka í Stillingu og AB til að kanna, þeir voru ekki klárir á hvaða sett færi í bílinn og gátu því ekki gefið verð.
Þannig að svona lítur þetta út:
Hekla
17.901.- original með 10% afsl.
12.990.- 3d party.
Stilling
14.450 eða 12.450
AB-varahlutir
10.608.- með 15% afsl.
Ef ég kaupi original sett (sama og er undir núna) þá kostar 10900 að framan en 8990 að aftan meðan 3d-party kostar 7390 að framan og 4990 að aftan.
Endingin á original er sögð betri og sótar minna. Hversu mikið? Það veit enginn.
Hringdi líka í Stillingu og AB til að kanna, þeir voru ekki klárir á hvaða sett færi í bílinn og gátu því ekki gefið verð.
Þannig að svona lítur þetta út:
Hekla
17.901.- original með 10% afsl.
12.990.- 3d party.
Stilling
14.450 eða 12.450
AB-varahlutir
10.608.- með 15% afsl.
Re: Er gæðamunur á bremsuklossum?
Prufa Poulsen og bílanaust.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Er gæðamunur á bremsuklossum?
Hringdi í Poulsen til að tékka, svipað verð og á hinum stöðunum eða 11.880 settið.Dúlli skrifaði:Prufa Poulsen og bílanaust.
Flestir 3d-party kosta um í kringum 12k fullt verð +-500 kr. (og afsl. ef því er að skipta)
Original kostar um 20k -10% afsl.
En svo má reyndar ekki búast við sömu endingu á setti númer tvö hvort sem það er original eða 3d party, bíllinn er orðinn 5 ára og diskarnir farnir að slitna og þá slitna klossarnir hraðar.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3525
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Er gæðamunur á bremsuklossum?
Ég myndi hiklaust splæsa á original fyrst að það er þetta góð ending á þeim.
Sérstaklega ef að þeir hafa ekki sótað mikið í gegnum tíðina.
Sérstaklega ef að þeir hafa ekki sótað mikið í gegnum tíðina.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
-
- Kóngur
- Póstar: 5917
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Er gæðamunur á bremsuklossum?
Fátt sem maður hatar meira en bremsusót...
Lék þann leik að taka eina sendingu frá rockauto.com með alskonar íhlutum sem mig langaði í eða vantaði fyrir bílinn, alskonar skynjara, nýjar miðjur í felgurnar, bremsuklossa (ekki diska því þyngdin var svo dýr í flutningum)...
En mæli með þessari netverslun, hafa virkað vel fyrir mig í gegnum tíðina.
Lék þann leik að taka eina sendingu frá rockauto.com með alskonar íhlutum sem mig langaði í eða vantaði fyrir bílinn, alskonar skynjara, nýjar miðjur í felgurnar, bremsuklossa (ekki diska því þyngdin var svo dýr í flutningum)...
En mæli með þessari netverslun, hafa virkað vel fyrir mig í gegnum tíðina.
Re: Er gæðamunur á bremsuklossum?
ef þetta er verðið á original þá er ekki spurning hvað skal kaupa
I7 4790K 4.6ghz. RTX 2080 . Z97 Asus. Corsair 570x. Corsair H150I. SSD Samsung pro 2x raid 0. 2x hdd
Re: Er gæðamunur á bremsuklossum?
Original allan daginn miðað við endingu og prís!
Eplakarfan: Apple Watch S6 LTE | iPad Air 2020 | iPad Pro 12.9” | Apple TV 4K | iPhone 13 Pro Max | Airpods Pro
Tölvan: Lenovo IdeaPad L340 | PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro
Útiveran: Ford Kuga | Kangoo | Zero 10X | Bettinsoli | Savage B22 | Savage Apex 110 Predator XP
Tölvan: Lenovo IdeaPad L340 | PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro
Útiveran: Ford Kuga | Kangoo | Zero 10X | Bettinsoli | Savage B22 | Savage Apex 110 Predator XP
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Er gæðamunur á bremsuklossum?
Já ég er farinn að hallast að því að original sé sniðugast í þessu tilfelli amk.
17.901 > Hekla original
10.608 > AB-varahlutir 3d-party
Original kosta jú hátt í 70% meira, hugsanlega er endingin 30-40% meiri miðað við að bíllinn er ekinn 104k en þegar ég var með Subaru og keypti AB klossana þá þurfti ég að skipta á c.a. 50k fresti.
Bara gott að losna við vinnuna að þurfa að gera þetta aftur áður en ég sel bílinn sem verður kannski innan 3ggja ára og 75k kílómetra.
17.901 > Hekla original
10.608 > AB-varahlutir 3d-party
Original kosta jú hátt í 70% meira, hugsanlega er endingin 30-40% meiri miðað við að bíllinn er ekinn 104k en þegar ég var með Subaru og keypti AB klossana þá þurfti ég að skipta á c.a. 50k fresti.
Bara gott að losna við vinnuna að þurfa að gera þetta aftur áður en ég sel bílinn sem verður kannski innan 3ggja ára og 75k kílómetra.
-
- /dev/null
- Póstar: 1463
- Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
- Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
- Staða: Ótengdur
Re: Er gæðamunur á bremsuklossum?
Jú, Pústviðgerðir er eithvað það allra leiðinlegasta sem ég fór í , Færi í bremsur allan dagin í staðin fyrir það helvíti.rapport skrifaði:Fátt sem maður hatar meira en bremsusót...
Lék þann leik að taka eina sendingu frá rockauto.com með alskonar íhlutum sem mig langaði í eða vantaði fyrir bílinn, alskonar skynjara, nýjar miðjur í felgurnar, bremsuklossa (ekki diska því þyngdin var svo dýr í flutningum)...
En mæli með þessari netverslun, hafa virkað vel fyrir mig í gegnum tíðina.
MCTS Nov´12
Asus eeePc
Asus eeePc
-
- Vaktari
- Póstar: 2260
- Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
- Staðsetning: Árbærinn
- Staða: Ótengdur
Re: Er gæðamunur á bremsuklossum?
Farðu í original fyrir þennan pening. Endingin talar sýni máli. Síðan eru fínar líkur á að þú fáir leiðinda ískur í kaupbæti frá AB eða stillingu. Bremsur eru líka öryggismál.
Eina væri að fá original frá öðrum framleiðanda eins og td VW í þínu tilfelli. Ég vinn hjá Brimborg og oft eru Volvo varahlutir ódýrari en Ford en passa 100% á milli
Eina væri að fá original frá öðrum framleiðanda eins og td VW í þínu tilfelli. Ég vinn hjá Brimborg og oft eru Volvo varahlutir ódýrari en Ford en passa 100% á milli
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180
Re: Er gæðamunur á bremsuklossum?
Það er gríðarlegur gæðamunur á bremsudiskum og klossum. Original bremsuhlutir duga iðulega í 5 ár eða jafnvel meira og auðveldlega um og yfir 100.000km. Sumt af því sem verið er að selja á eftirmarkaði dugar í raun ekki neitt því að titringsvandamál koma upp fyrr en varir þegar ónýtir diskar verpast og sumir þeirra tærast alveg ótrúlega hratt. Bara á síðasta ári þekki ég nokkur dæmi um að þurft hafi að fara í allsherjar bremsuskipti tvisvar út af verptum diskum. [hóst AB, Stilling, hóst] Að þekkja hvað er í lagi og hvað ekki á eftirmarkaði er að æra óstöðugan. Ég er að hluta til í þessum bransa og reyni ekki að botna í því. Þau merki sem maður væri síðan til í að reyna út af orðspori eru síðan á pari við original í verði.
Ég gafst upp á þessu fyrir nokkrum árum síðan og nú fær druslubílaútgerðin original bremsuhluti ef verðið er ekki alveg út úr korti. Ég mundi kaupa original fyrir þennan Skoda.
Ég gafst upp á þessu fyrir nokkrum árum síðan og nú fær druslubílaútgerðin original bremsuhluti ef verðið er ekki alveg út úr korti. Ég mundi kaupa original fyrir þennan Skoda.
Last edited by Vinni on Fös 23. Mar 2018 18:11, edited 1 time in total.
Re: Er gæðamunur á bremsuklossum?
Ég kaupi aðeins EBC Green Stuff klossa í mína bíla, high end klossar, kemur miiikið minna ryk af þeim, og bíllinn bremsar betur
Re: Er gæðamunur á bremsuklossum?
Eftir að hafa lent í bremsuveseni vegan aftermarket bremsudóts þá mun ég alltaf kaupa original bremsuíhluti.
Tölva, 2 skjáir, Varmilo lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól
-
- /dev/null
- Póstar: 1463
- Skráði sig: Sun 07. Des 2008 10:19
- Staðsetning: Hér og þar..........Aðalega þar...
- Staða: Ótengdur
Re: Er gæðamunur á bremsuklossum?
Mér fynnst þetta ekki spurning, miðað við endingu og verð tæki ég orginal. Hvernig er ástandið á diskunum?
Var það ekki í Þýskalandi þar sem bremsur þ.e. klossar og diskar eru niðurgreiddir af ríkinu svo að verð stoppi ekki eigendur að skipta um?
Var það ekki í Þýskalandi þar sem bremsur þ.e. klossar og diskar eru niðurgreiddir af ríkinu svo að verð stoppi ekki eigendur að skipta um?
MCTS Nov´12
Asus eeePc
Asus eeePc
-
- has spoken...
- Póstar: 159
- Skráði sig: Mán 23. Nóv 2015 19:25
- Staða: Ótengdur
Re: Er gæðamunur á bremsuklossum?
Ég skipti um þetta sjálfur, það er ekkert mál.
bara svo að þú vitir þá er handbremsan í dælunni að aftan, svo þú verður að skrúfa stimpillinn inn með þar til gerðum verkfærum en þar sem þú ert snillingur, þá veistu þetta sennilega
Fólk sem stamar er ekki heimskt eða vanþroskað, það bara laggar
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Er gæðamunur á bremsuklossum?
Jæja, update!
Fór seinnipartinn í Heklu, en það virðist sem sá sem talað við mig hafi misskilið eitthvað smá, original að framan kosta 17k og 13k að aftan, settið kostaði því um 30k, hann bauð mér reyndar ágætis afslátt en samt...
Þegar við skoðuðum verðin sem mér hafði verið gefin upp í síma þá pössuðu þau við eitthvað sem kallað er „economic original“, hvað sem það nú þýðir. Og klossarnir voru ekki til á lager.
Það endaði því með því að ég keypti af umboðinu klossa frá framleiðandanum Meyle, sölumaðurinn sagði mér að þessir klossar væru mikið teknir af verkstæðum og fín reynsla af þeim, ég hef enga ástæðu til að rengja hann og keypti settið. Svo er bara að skrifa í handbókina km. stöðuna þegar ég skipti um og sjá hvernig þeir reynast.
Fór seinnipartinn í Heklu, en það virðist sem sá sem talað við mig hafi misskilið eitthvað smá, original að framan kosta 17k og 13k að aftan, settið kostaði því um 30k, hann bauð mér reyndar ágætis afslátt en samt...
Þegar við skoðuðum verðin sem mér hafði verið gefin upp í síma þá pössuðu þau við eitthvað sem kallað er „economic original“, hvað sem það nú þýðir. Og klossarnir voru ekki til á lager.
Það endaði því með því að ég keypti af umboðinu klossa frá framleiðandanum Meyle, sölumaðurinn sagði mér að þessir klossar væru mikið teknir af verkstæðum og fín reynsla af þeim, ég hef enga ástæðu til að rengja hann og keypti settið. Svo er bara að skrifa í handbókina km. stöðuna þegar ég skipti um og sjá hvernig þeir reynast.
- Viðhengi
-
- IMG_2620.JPG (504.22 KiB) Skoðað 3899 sinnum
-
- Vaktari
- Póstar: 2260
- Skráði sig: Sun 06. Sep 2009 18:19
- Staðsetning: Árbærinn
- Staða: Ótengdur
Re: Er gæðamunur á bremsuklossum?
To be continued in two years...
i5 3570K - Gigabyte z77x - GTX 1070 OC - Crucial M4 128 GB - 16GB DDR3 - Toughpower XT 675W - BenQ GW2450HM - Antec-P180