Vildi vara ykkur við lyklaborðum á nýju Apple tölvunum. Ég lét skipta um lyklaborðið mitt, sem var í ábyrgð, þar sem margir takkar voru orðnir mjög leiðinlegir - þar með talið bilstöng(sem var ÓÞOLANDI), eftir minna en 12 mánaða notkun.
Ég fór til Viss sem voru ótrúlega fljót að skipta út "frontinum" eins og ég held að það heiti, þá er skipt út lyklaborði, touchpad, rafhlöðu og e-ð fleira. Góð þjónusta þar á bæ.
Núna tveimur eða þremur vikum síðar er einn takkinn á nýja lyklaborðinu farinn að hegða sér leiðinlega. Tók eftir því að það er allt brjálað á netinu útaf þessum nýju lyklaborðum, og Apple er búið að setja upp sérstaka heimasíðu sem útskýrir hvernig maður þrífur þessi lyklaborð.
Sjá: https://support.apple.com/en-is/HT205662

Hefur einhver lent í einhverju svipuðu? Apple eru augljóslega að skipta út gölluðum lyklaborðum fyrir ný gölluð lyklaborð. Greinilega hönnunargalli eða framleiðslugalli í gangi.
Á maður bara að halda áfram að láta þau skipta þessu út út í það óendanlega?
Langar helst að skipta því út þangað til þeir gefa út svipað módel með endurhönnuðu lyklaborði, og fá þá nýja tölvu

Þetta er aðallega pirrandi því ég elska allt við þessa tölvu, þangað til þetta gerist. Ótrúlega falleg hönnun, gott touchpad, touchbar er sniðugt, hátalararnir öflugir, stýrikerfið æði fyrir hljóðvinnslu og forritun og svona mætti lengi telja. Lyklaborðið er nefnilega mjög þægilegt - þangað til það klikkar

edit: myndband
THE NEW MACBOOK KEYBOARD IS RUINING MY LIFE
grein: https://theoutline.com/post/2402/the-ne ... ng-my-life