Ég fæ tölvuna tilbaka úr ábyrgðarviðgerð frá Nýherja, skjárinn brotnaði fyrirvaralaust án snertingar. Flott þjónusta hjá þeim, tók reyndar 6 vikur en svo sem lítið sem þeir gátu gert í því.
Eftir að ég sæki hana þá fer ég með hana heim og set hana í hleðslu. Ljósið sem gefur til kynna að se verið að hlaða kviknar en "on" takkinn gefur ekkert svar.
Svona til að spara mér ferð aftur í bæinn og löngunin til að geta notað tölvuna núna um helgina þá langaði mig að vita hvort það er eitthvað snilldar ráð sem þið hefðuð í bakhöndinni.

Tölvan var um 4vikna þegar ef fer með hana í viðgerð svo bætast þessar sex vikur við þannig þetta er nánast ónotuð tölva.