Húsfundur tekur ákvarðanir um loftnetskerfi fyrir húsið, þ.e. hvort þau skuli sett upp eða ekki. Til að taka ákvörðun þarf samþykki einfalds meirihluta. Ef ákvörðun er tekin um að setja upp nýtt loftnet greiðist það úr hússjóði þar sem loftnetskerfið og allt sem því tilheyrir flokkast sem sameign. Ég skil það þannig að húsfélagið þurfi ekki að greiða fyrir nýtt loftnet og vinnu nema meirihluti samþykki það á húsfundi.
Ef það gengur fyrir ömmu þína að nota inniloftnet þá er það auðveldasta og ódýrasta leiðin. Þú getur prófað Elkoloftnetið (það virkar samt ekkert voðalega sannfærandi) og þú getur svo bara skilað því ef það virkar ekki ef þú tekur það snyrtilega úr pakkningunni. Ef það gengur ekki geturðu svo talað við Öreind eða Feris og séð hvað þeir geta gert fyrir þig. Öreind er með þetta loftnet (
http://www.oreind.is/product/inniloftne ... dvb-t300i/). Í versta falli gæti virkað að bæta magnara við, en ekki láta selja þér einhverja rosa græju. Öreind er með þennan (
http://www.oreind.is/product/loftnetsma ... db-ifa219/) og svo er Feris með einn MJÖG nettan (svipuð stærð og spennugjafinn fyrir örbylgjuna) sem kostar um 6 þús (er ekki á heimasíðunni þeirra).
Í allra versta falli eru aðstæður þannig að inniloftnet gengur ekki og loftnetið þarf að vera uppá þaki eða á öðrum góðum stað. Ekkert vera að spá í því fyrr en þú ert búinn að prófa hitt.
Athugaðu líka hvort það er DVB-T2 móttakari til staðar. Mikið af eldra fólki er með eldri sjónvörp sem eru ekki með svoleiðis og lendir þá í því að ná færri stöðvum en það náði á örbylgjunni. Opnar stöðvar sem nást með DVB-T móttakara eru RÚV, Stöð 2 (í opinni dagskrá) og ÍNN. Opnar stöðvar sem eru sendar út á T2 eru RÚV HD, RÚV 2 HD, Sjónvarp Símans og N4.