Áhrif Costco á tölvuvörur

Svara

Höfundur
khf
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Fös 14. Apr 2017 19:58
Staða: Ótengdur

Áhrif Costco á tölvuvörur

Póstur af khf »

Var að skoða tölvur sem Costco er að bjóða í sínum búðum erlendis. Að meðaltali eru tölvurnar ca 30%-40% ódýrari og einstök dæmi um allt að helming af verði sem við búum við hér heima núna. Ef tekið er tillit til þess okurs sem er í gangi hér á landi - hversu mikil áhrif haldið þið að verslun Costco muni hafa?
Skjámynd

vesley
Kóngur
Póstar: 4139
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Áhrif Costco á tölvuvörur

Póstur af vesley »

Tel að það mun hafa lítil sem engin áhrif. Samkeppni á milli tölvuverslana hér er mjög sterk.
massabon.is
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Áhrif Costco á tölvuvörur

Póstur af Klemmi »

Held að opnun CostCo geti haft áhrif á fartölvur og tilbúnar, branded borðtölvur.

Held hins vegar að það muni hafa lítil áhrif á íhluti og samsettar vélar.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is

Höfundur
khf
Nýliði
Póstar: 2
Skráði sig: Fös 14. Apr 2017 19:58
Staða: Ótengdur

Re: Áhrif Costco á tölvuvörur

Póstur af khf »

Er að sjá öflugar tölvur frá þeim á hlægilegu verði miðað við sambærilega íhluti hér heima. Vélar með 1080 gtx kort og 32gb vinnsluminni á undir 200 þúsund.

Dæmi https://www.costco.com/CyberpowerPC-SLC ... 33319.html

Ekki margir sem eru að bjóða eitthvað svipað á undir 300.000 i dag hér á landi
Skjámynd

brain
Geek
Póstar: 824
Skráði sig: Lau 19. Apr 2014 10:11
Staða: Ótengdur

Re: Áhrif Costco á tölvuvörur

Póstur af brain »

khf skrifaði:Er að sjá öflugar tölvur frá þeim á hlægilegu verði miðað við sambærilega íhluti hér heima. Vélar með 1080 gtx kort og 32gb vinnsluminni á undir 200 þúsund.

Dæmi https://www.costco.com/CyberpowerPC-SLC ... 33319.html

Ekki margir sem eru að bjóða eitthvað svipað á undir 300.000 i dag hér á landi

Ekki raunhæft að gera samanburð við Costco USA. Þær vörur sem koma í Costco hér eru frá UK. Allt annað verð þar
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Áhrif Costco á tölvuvörur

Póstur af urban »

khf skrifaði:Er að sjá öflugar tölvur frá þeim á hlægilegu verði miðað við sambærilega íhluti hér heima. Vélar með 1080 gtx kort og 32gb vinnsluminni á undir 200 þúsund.

Dæmi https://www.costco.com/CyberpowerPC-SLC ... 33319.html

Ekki margir sem eru að bjóða eitthvað svipað á undir 300.000 i dag hér á landi
Þessi vél með 0 krónur í flutning er á 240 þús hér á landi (1700usd+vsk í rauninni)

Hvað þætti þér eðlilegt verið fyrir búð að selja á hér á landi.
Svona miðað við t.d. stærð markaðar hérna og í USA t.d.

Ef að ég get pantað svona vél á 240 - 270 þús (ég hef ekki hugmynd um hvað flutningur myndi kosta) þá finnst mér ekkert óeðlilegt að borga 300 þús fyrir hana hér á landi.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Skjámynd

Stuffz
1+1=10
Póstar: 1103
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 18:39
Staðsetning: 104 Rvk
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Áhrif Costco á tölvuvörur

Póstur af Stuffz »

Meira info:

Tölva og Stuffz..
Viðskiptarándýr&bráð.
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Áhrif Costco á tölvuvörur

Póstur af Klemmi »

khf skrifaði:Er að sjá öflugar tölvur frá þeim á hlægilegu verði miðað við sambærilega íhluti hér heima. Vélar með 1080 gtx kort og 32gb vinnsluminni á undir 200 þúsund.

Dæmi https://www.costco.com/CyberpowerPC-SLC ... 33319.html

Ekki margir sem eru að bjóða eitthvað svipað á undir 300.000 i dag hér á landi
Tjah, það væri vel hægt að púsla eða láta púsla fyrir sig sambærilegri tölvu saman á ~250-270þús kall sýnist mér í fljótu bragði.

Líkt og bent hefur verið á, þá er þessi vél (sem er by the way á $200 tilboði) án flutningskostnaðar, einungis með 24% virðisaukaskatt, á rúman 235þús kall. Þarna færðu ekkert að vita hvaða vinnsluminni þú ert að fá, hvaða aflgjafa, hvaða kassa. Ef þú skoðar reviewin sem eru komin á þessa vél, þá eru 5 af 25 reviewers sem gefa henni 1 stjörnu (nota bene, það er ekki hægt að gefa lægra en 1 stjörnu).
Ég leyfi mér því að verðleggja flutningaskostnað, gæða- og þjónustumuninn á þessari tölvu í USA upp á allavega 15-35þús sem mér sýnist verðmunurinn vera. Vert er að athuga að allir íhlutir eru í minnst 2 ára ábyrgð hér heima, oft lengur, en sú er ekki raunin í USA :)

En auðvitað á maður að vera á varðbergi og fylgjast með þessu! Veit bara að tölvubúðirnar hér á landi eru að gera mjög góða hluti í samsettum borðtölvum fyrir mjög lága álagningu, finnst því ólíklegt að CostCo nái að lækka verð til neytanda, nema þá að það hafi áhrif á þjónustuna og gæðin :)
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

Re: Áhrif Costco á tölvuvörur

Póstur af Moldvarpan »

vesley skrifaði:Tel að það mun hafa lítil sem engin áhrif. Samkeppni á milli tölvuverslana hér er mjög sterk.
Ég tel að þetta muni hafa töluverð áhrif. Elko er t.d. búið að bakka strax með verðverndina sýna, sem gefur tilkynna að Costco sé líklega að fara bjóða betri verð.

Þá held ég að margir "almennir" notendur myndu versla þar sem það er hagstæðast.
Eftir standa nördarnir.

Þá mætti draga þá ályktun að reksturinn myndi þyngjast hjá einhverjum verslunum.
Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2179
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Staða: Ótengdur

Re: Áhrif Costco á tölvuvörur

Póstur af kizi86 »

Svo má ekki gleyma því hversu stór risi Costco er í innkaupum. Því stærri pantanir í einu, því hagstæðari eru innkaupin, og Costco með sínar reglur um hámark á álagningu, mun þýða góð kaup fyrir okkur. Semsé, verð MUN lækka. MIKIÐ
AsRock TRX40 Taichi AMD Threadripper 3960X Asus GTX 980OC Strix 4GB G.Skill (4x8GB) Trident Neo 3600MHz DDR4 Western Digital RED 4TB stýrikerfi: 2x Corsair MP600 1TB raid0 50" Panasonic Plasma TV WD RED 4TB
Skjámynd

Saber
FanBoy
Póstar: 727
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
Staðsetning: 104
Staða: Ótengdur

Re: Áhrif Costco á tölvuvörur

Póstur af Saber »

kizi86 skrifaði:Svo má ekki gleyma því hversu stór risi Costco er í innkaupum.
Sem þýðir að það verður ekkert svo ódýrt hér, því innkaupin verða svo lítil í samanburði við heiminn, því við erum svo fá.
Intel Core i5 4690K @ ? GHz Custom water cooling Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=53292
Skjámynd

Nariur
Bara að hanga
Póstar: 1574
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Staða: Ótengdur

Re: Áhrif Costco á tölvuvörur

Póstur af Nariur »

Það breytir innkaupaverði Costco ekkert. Það segir enginn "ætlarðu að selja þetta á Íslandi? Heyrðu, þá hækkum við verðið til ykkar." Costco kaupir bara ógeðslega mikið og sendir part hingað.
AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED
Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2671
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Áhrif Costco á tölvuvörur

Póstur af Hjaltiatla »

Það hafa flestir sem hafa verið að lækka verðið hjá sér nýverið að tala um að þau hafi LOKSINS náð að semja betur við erlenda birgja:
http://www.ruv.is/frett/erlendir-birgja ... -samkeppni

Frekar hentug tímasetning.
Just do IT
  √
Svara