Ég átta mig ekki á því hvort þetta er mATX tölva eða ITX tölva. Nafnið á móðurborðinu gefur til kynna ITX en lýsingin og upphafsinnlegg að þetta sé mATX.
Ef mobo er mATX, þá gengur Nano S kassinn ekki. Myndi mæla með Silencio 352 í mATX build.
Njall_L skrifaði:
Þetta lítur vel út. Myndi reyndar frekar taka non "K" örgjörva þar sem þú ert að fara í B250 móðurborð og getur því ekki yfirklukkað.
Maður er að græða klukkumuninn þó maður geti ekki yfirklukkað. Spurning hvort það sé 5K virði. Þarf ekki líka að kaupa kælingu fyrir K örgjörva, eða fylgir hún með?
Ég hugsa að ég tæki bara 16GB ef ég vildi spara smá en myndi jafnvel íhuga að upgrade-a í 1080, fyrst það er talað um að future-proofa. Það gæti samt verið algjör óþarfa 30K eyðsla, en myndi passa betur við þennan örgjörva.
Þessi aflgjafi er drasl og hann er alltof dýr miðað við gæði. Ef þú ætlar að kaupa þetta allt hjá att.is myndi ég hækka mig upp í RM650x. Munar litlu, og sá aflgjafi er top-notch.
Varðandi AMD vs Intel, þá eins og stendur myndi maður bara kaupa AMD á strict budget, eða ef maður þarf marga ódýra kjarna. Ekki fyrir leiki.
Nýja Ryzen línan er hins vegar líklega game-changer. Kemur út eftir minna en 2 vikur. Ég ætla persónulega að bíða eftir reviews og sjá til.