Nýr router frá Netgear - BEAST!

Svara
Skjámynd

Höfundur
emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1784
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Nýr router frá Netgear - BEAST!

Póstur af emmi »

Þessi router er svakalegur, innbyggður Plex server og fleira góðgæti. :)
Verðmiðinn er þó ekki eins skemmtilegur, en hann mun kosta um $450-500.

http://netgear.com/landings/ad7200/?cid ... ic#compare
Skjámynd

Tiger
Besserwisser
Póstar: 3773
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Staða: Ótengdur

Re: Nýr router frá Netgear - BEAST!

Póstur af Tiger »

Hvernig ætli hann höndli að transcoda t.d. 5 strauma af +10mbps myndböndum samtímis?
Mynd
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Nýr router frá Netgear - BEAST!

Póstur af depill »

Tiger skrifaði:Hvernig ætli hann höndli að transcoda t.d. 5 strauma af +10mbps myndböndum samtímis?
Illa örugglega. Ég er bara ekki einu sinni hrifinn af því að hafa WiFi í routerunum mínum.

Hefur reynst mér einhvern megin best að hafa þetta allt í sitt hvoru lagi.
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýr router frá Netgear - BEAST!

Póstur af hagur »

depill skrifaði:
Tiger skrifaði:Hvernig ætli hann höndli að transcoda t.d. 5 strauma af +10mbps myndböndum samtímis?
Illa örugglega. Ég er bara ekki einu sinni hrifinn af því að hafa WiFi í routerunum mínum.

Hefur reynst mér einhvern megin best að hafa þetta allt í sitt hvoru lagi.
Sammála. Fyrir þennan prís er hægt að fá geggjað Ubiquiti setup. Edgerouter Lite eða X og 2 Unifi AC WIFI access points og samt eiga slatta í afgang. Svona all in one græjur eru ekki málið að mínu mati, nema kannski fyrir almenna notendur sem nenna ekki að pæla í neinu.
Skjámynd

russi
Tölvutryllir
Póstar: 632
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Nýr router frá Netgear - BEAST!

Póstur af russi »

Jæja, hann er þó ekki fox-ljótur að sjá, held að það séu einu meðmælin sem hann fær frá mér.

Annars er ég á sama vagni og aðrir, þ.e. vera með sér tæki fyrir WiFi og sér router
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Nýr router frá Netgear - BEAST!

Póstur af GuðjónR »

Þessi er flottur, flott ljósin í loftnetunum.
Annars þá langar mig svakalega til þess að taka netkerfið hjá mér í gegn og setja upp Ubiquiti kerfi eins og hagur talar um, Unifi dótið er bara svo svakalega minimal og flott.

asgeirbjarnason
Ofur-Nörd
Póstar: 257
Skráði sig: Fim 28. Apr 2016 20:17
Staða: Ótengdur

Re: Nýr router frá Netgear - BEAST!

Póstur af asgeirbjarnason »

Eitt sem mér fannst mjög áhugavert við þennan router; hann er með 10gig SFP+ port, sem er eitthvað sem ég hef ekki séð á heimarouter áður.
Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1478
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Nýr router frá Netgear - BEAST!

Póstur af depill »

GuðjónR skrifaði:Þessi er flottur, flott ljósin í loftnetunum.
Annars þá langar mig svakalega til þess að taka netkerfið hjá mér í gegn og setja upp Ubiquiti kerfi eins og hagur talar um, Unifi dótið er bara svo svakalega minimal og flott.
Mæli með því. Er með 2x UniFi AC LR access punkta + EdgeRouter Lite, þetta eru algjörar eðalgræjur sem bara virka og eru ekkert fyrir manni.
Svara