Þurfti að bæta við router og fékk mér Netgear router sem byrjaði að detta út stanslaust, svo núna er hann í skoðun hjá Elko. Það er ömurlegasta viðmót sem ég hef séð á router, líklega hannað upp úr 1990.
Fer eftir því hvernig þú skilgreinir „duga.“ Hef ekki getað fundið nein benchmark um routing throughput, en miðað við speccin efast ég stórlega um að hann nái að routa 1000mb/s. Þrefalt dýrari heimarouterar en þetta eru oftast að toppa í 700-800mb/s. Þráðlaus client getur síðan theoretískt mest náð 867 mb/s gegnum þennan router (það er mesti hraði sem 5ghz netið á routernum ræður við. 1200mb/s talan fæst af því að leggja saman mesta theoretíska hraða á 2.4ghz og 5ghz netunum, sem er ekki eitthvað sem stakur client getur náð).
Hinsvegar er þetta líklega ekki eitthvað sem maður myndi taka eftir dagsdaglega. Þessi router ætti eftir að duga manni vel í langflestum aðstæðum.
Án þess að þekkja þínar aðstæður eitthvað ítarlega get ég náttúrúlega ekki ráðlagt þér 100%, en í svona grófum dráttum er svarið þetta: Það er í rauninni ekki líklegt að þú „þurfir“ gíg nettengingu og ef þú ert að pæla í þessum router þá myndi ég frekar fara í 100-500 tengingu. Ef þú hinsvegar vilt og þarft gíg tengingu þá er betra að fara í dýrari router því routerinn myndi ekki ná að fullnýta tenginguna.