Ég er að skoða það að kaupa nýtt lyklaborð í staðinn fyrir Logitech MK 700 lyklaborðið sem ég á núna. Mér þykir það vera svo mikið plast og stíft að ýta á takkana og svona. Ég er búinn að skoða mekanísk lyklaborð en finn ekki neitt sem hefur < > takkann, heldur eru þau sem ég er búinn að sjá öll með risastórum shift takka í staðinn.
Vitið þið um eitthvað almennilegt lyklaborð sem hefur þessa takka?
Sent from my SM-G920F using Tapatalk
Nýtt lyklaborð
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1197
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Nýtt lyklaborð
Ég er að selja Corsair K95 RGB mekkanískt lyklaborð með stillanlegum ljósum sem inniheldur > og < takka á milli SHIFT og Z takkanna. Það er ekki alveg að marka myndir á netinu af þessu lyklaborði. Mitt lyklaborð kostar nýtt 40þ. en ég er að leitast eftir að fá 25þ. fyrir það.
Re: Nýtt lyklaborð
K95 RGB er aðeins of massíft fyrir minn smekk.kiddi skrifaði:Ég er að selja Corsair K95 RGB mekkanískt lyklaborð með stillanlegum ljósum sem inniheldur > og < takka á milli SHIFT og Z takkanna. Það er ekki alveg að marka myndir á netinu af þessu lyklaborði. Mitt lyklaborð kostar nýtt 40þ. en ég er að leitast eftir að fá 25þ. fyrir það.
En maður þarf semsagt að fara á staðinn og skoða öll lyklaborðin í staðinn fyrir að vera búinn að sigta nokkur út á netinu fyrst, þar sem að það er ekki alveg að marka layoutið á myndunum.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1197
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Nýtt lyklaborð
Já það eru oft einhverjar evrópuútgáfur í gangi hjá okkur
Ég amk finn ekki í fljótu bragði neina mynd af mínu Corsair K95 RGB sem sýnir rétt takkalayout miðað við eintakið sem ég er með.

Re: Nýtt lyklaborð
Myndi ráðleggja þér að fara og skoða Ducky borðin í Tölvutek. Þau koma með ISO layoti og ábrenndum íslenskum sérstöfum. Á persónulega nokkur borð frá Ducky og á erfitt með að lýsa ánægjunni með þau.
https://www.tolvutek.is/leita/Ducky
https://www.tolvutek.is/leita/Ducky
Aðaltölva: Dell Latitude 7480 | i7-7600u | 32GB DDR4 | 1TB SSD | 14"IPS
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi
In-house streaming tölva: Ryzen 5600X | Gigabyte B550I Aorus Pro AX | 32GB 3600MHz | 1TB Samsung 980 Pro PCIe 4.0 | GTX960
Löglegt WinRAR leyfi