[Next Level] Að skipta um móðurborð í þvottavél

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [Next Level] Að skipta um móðurborð í þvottavél

Póstur af GuðjónR »

Það er víst tveggja ára ábyrð á móðurborðinu (stýringunni) svo þetta sleppur.
Bara leiðindarvesen að þurfa að skipta um móðurborð á hverju ári til að halda vélinni gangandi.

Svona hagar vélin sér:
Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3737
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: [Next Level] Að skipta um móðurborð í þvottavél

Póstur af Pandemic »

Er ekki eitthvað að rásinni sem gefur spennu á móðurborðið eða jafnvel í húsinu?
Skjámynd

vesley
Kóngur
Póstar: 4139
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: [Next Level] Að skipta um móðurborð í þvottavél

Póstur af vesley »

Pandemic skrifaði:Er ekki eitthvað að rásinni sem gefur spennu á móðurborðið eða jafnvel í húsinu?

Hugsaði það sama, manni fer að gruna að það sé eitthvað annað sem veldur því að móðurborðin klikki.
massabon.is
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [Next Level] Að skipta um móðurborð í þvottavél

Póstur af GuðjónR »

Pandemic skrifaði:Er ekki eitthvað að rásinni sem gefur spennu á móðurborðið eða jafnvel í húsinu?
Húsið var byggt 2003-2005 og því ólíklegt að það sé bilað lagnakerfi. Það er ekki útilokað að það sé spennuflökkt á kerfinu, álverið í Hvalfirði er ekki besti vinur nágranna sinna hvað það varðar.
Annaðhvort er ég svona einstaklega óheppinn með stýringar, sem er alveg möguleiki eða eitthvað annað í vélinni að valda því að eitthvað á stýringunni gefur sig. Svo getur maður farið í samsæriskenningarnar og velt því fyrir sér hvort það sé "planned obsolescence" skipun á stýringunni, en mér finnst það samt ólíklegt þetta er svo stuttur tími sem hún endist.
Skjámynd

Urri
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 356
Skráði sig: Þri 21. Jún 2016 19:42
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: [Next Level] Að skipta um móðurborð í þvottavél

Póstur af Urri »

Eitt sem þú gætir tékkað á er spennan í tenglinum hvort þú sért með spennufall eða of háa spennu. (þá er ég að hugs um frá veitu).
Ef að hlutir eru að bila oft hjá fólki þá getur það verið þess vegna.
Getur googlað "brownouts" til að kynna þér það betur.

(er rafvirki)
Fractal Design Define R5 Titanium // ASUS X99-A // Intel Core i7-5930K // ASUS GeForce STRIX GTX 980 Ti 6GB
HyperX Predator SSD 480GB M.2 PCIe // HyperX Predator 2400MHz 32GB (4x8GB)
EVGA SuperNOVA 1000 G2, 1000W PSU // Corsair Hydro H100i GTX
Skjámynd

Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

Re: [Next Level] Að skipta um móðurborð í þvottavél

Póstur af Moldvarpan »

Jæja Guðjón.... er ekki best að fara losa sig við þessa sprengju?

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2016/0 ... r_springa/
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [Next Level] Að skipta um móðurborð í þvottavél

Póstur af GuðjónR »

Moldvarpan skrifaði:Jæja Guðjón.... er ekki best að fara losa sig við þessa sprengju?

http://www.mbl.is/frettir/taekni/2016/0 ... r_springa/
Sprengjuóðu Kóreubúar, hélt það væru bara símarnir frá þeim sem væru hlaðnir sprengiefni. :no
Skjámynd

Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: [Next Level] Að skipta um móðurborð í þvottavél

Póstur af Klemmi »

GuðjónR skrifaði:Annaðhvort er ég svona einstaklega óheppinn með stýringar
Mig minnir að þú hafir nú lengi bara verið óvenju óheppinn með raftæki :o
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [Next Level] Að skipta um móðurborð í þvottavél

Póstur af GuðjónR »

Klemmi skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Annaðhvort er ég svona einstaklega óheppinn með stýringar
Mig minnir að þú hafir nú lengi bara verið óvenju óheppinn með raftæki :o
Þetta er eitthvað allt annað en óheppni ... bad carma I guess... :face
Annars þá er nýtt móðurborð komið í vélina, það þriðja (ef upprunalega móðurborðið er talið með).
Vonandi verður í lagi með þetta.

:happy fyrir Elko og Ormsson fyrir að tækla þetta mál allt saman vel.
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [Next Level] Að skipta um móðurborð í þvottavél

Póstur af GuðjónR »

Smá update á þennan þráð.
Var að fá fjórða móðurborðið til að setja í vélina, mér reiknast til að það deyi á c.a. 950 þvotta fresti.
Samsung viðurkenna þetta sem framleiðislugalla, þéttarnir á móðurborðinu þola ekki víbringinn frá tromlunni.
Fékk nýtt (framleitt 14.04.2017) móðurborð í gær sem á að innihalda betri þétta og reim sem á að stuðla að minni vibríng en sú gamla.
Viðhengi
30D2E552-B13E-4923-A85F-65A3C9648683.jpeg
30D2E552-B13E-4923-A85F-65A3C9648683.jpeg (239.05 KiB) Skoðað 739 sinnum
6A640018-DB13-4AC0-AFE9-7D1FD5DEA216.jpeg
6A640018-DB13-4AC0-AFE9-7D1FD5DEA216.jpeg (360.46 KiB) Skoðað 739 sinnum
Last edited by GuðjónR on Lau 25. Júl 2020 10:57, edited 1 time in total.
Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2671
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: [Next Level] Að skipta um móðurborð í þvottavél

Póstur af Hjaltiatla »

GuðjónR skrifaði:Smá update á þennan þráð.
Var að fá fjórða móðurborðið til að setja í vélina, mér reiknast til að það deyi á c.a. 950 þvotta fresti.
Samsung viðurkenna þetta sem framleiðislugalla, þéttarnir á móðurborðinu þola ekki víbringinn frá tromlunni.
Fékk nýtt (framleitt 14.04.2017) móðurborð í gær sem á að innihalda betri þétta og reim sem á að stuðla að minni vibríng en sú gamla.
Bæði vesen með Samsung sjónvarp og Samsung Þvottavél hjá þér , eru fleiri Samsung tæki að stríða þér :catgotmyballs
Just do IT
  √
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [Next Level] Að skipta um móðurborð í þvottavél

Póstur af GuðjónR »

Hjaltiatla skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Smá update á þennan þráð.
Var að fá fjórða móðurborðið til að setja í vélina, mér reiknast til að það deyi á c.a. 950 þvotta fresti.
Samsung viðurkenna þetta sem framleiðislugalla, þéttarnir á móðurborðinu þola ekki víbringinn frá tromlunni.
Fékk nýtt (framleitt 14.04.2017) móðurborð í gær sem á að innihalda betri þétta og reim sem á að stuðla að minni vibríng en sú gamla.
Bæði vesen með Samsung sjónvarp og Samsung Þvottavél hjá þér , eru fleiri Samsung tæki að stríða þér :catgotmyballs
Já, keypti Samsung þurrkara stuttu eftir þvottavélina, hann var DOA, fékk annan og það er ekki langt síðan ég skipti út kælihjólinu sem var að self-destrukt (sjá mynd), svona rétt áður en menn hoppa til í gleðinni að fá sér Samsung heimilistæki þá mæli ég með því að kíkja inn á verkstæði Ormsson í Ármúla, þá gæti fengið ykkur til að skipta um skoðun.
Viðhengi
D9283AB7-E249-442A-9C04-0F86DABF8A76.jpeg
D9283AB7-E249-442A-9C04-0F86DABF8A76.jpeg (77.91 KiB) Skoðað 729 sinnum

ColdIce
/dev/null
Póstar: 1374
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: [Next Level] Að skipta um móðurborð í þvottavél

Póstur af ColdIce »

Ég vinn við heimilistækjaviðgerðir og geri fátt annað en að skipta um stýringar og þetta heat pump hjól á Samsung...
Þeir sem kaupa þessar vélar þurfa að setja 2 sjálfskrúfandi skrúfur rétt undir leguna. Það er fyrirbyggjandi og heldur öxlinum uppi.
Eplakarfan: Apple Watch S6 LTE | iPad Air 2020 | iPad Pro 12.9” | Apple TV 4K | iPhone 13 Pro Max | Airpods Pro
Tölvan: Lenovo IdeaPad L340 | PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro
Útiveran: Ford Kuga | Kangoo | Zero 10X | Bettinsoli | Savage B22 | Savage Apex 110 Predator XP
Skjámynd

hfwf
Of mikill frítími
Póstar: 1946
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Staða: Ótengdur

Re: [Next Level] Að skipta um móðurborð í þvottavél

Póstur af hfwf »

Samsung heimilistæki out. CHECK :)
Skjámynd

Maddas
Fiktari
Póstar: 79
Skráði sig: Sun 22. Júl 2012 14:04
Staða: Ótengdur

Re: [Next Level] Að skipta um móðurborð í þvottavél

Póstur af Maddas »

Líst ekkert á þetta samsung dót núna og ég sem keypti mér uppþvottavél og þvottvél frá samsung í vor #-o
Skjámynd

audiophile
/dev/null
Póstar: 1393
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Staða: Ótengdur

Re: [Next Level] Að skipta um móðurborð í þvottavél

Póstur af audiophile »

Samsung eru góðir í mörgu en í heimilistækjum forðast ég þá. Frændur þeirra hjá LG standa sig töluvert betur þar.

Reyndar hafa Samsung kæliskápar komið vel út hef ég heyrt og minn er síðan 2014 og kælir/frystir eins og þegar hann var nýr.
Have spacesuit. Will travel.
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: [Next Level] Að skipta um móðurborð í þvottavél

Póstur af GuðjónR »

Fyrst við erum að spekulera í þessum hlutum, þá langar mig að spyrja hvort þetta sé eðlilegt skrölt í vatnsdælu þvottavélarinnar?
Fannst eins og þetta kæmi fyrir nokkrum árum, mér datt helst í hug að einhver aðskotahlutur hefði farið í dæluna og eitthvað gerst en kannski er þetta normal? Alla vega þá virkar pumpan þó hún sé frekar hávær.
Svara