Mamma tekur sjónvarpið úr sambandi hverja nótt...
Mamma tekur sjónvarpið úr sambandi hverja nótt...
Halló!
Kannski pínu óvenjuleg færsla en bara gaman af því Mamma tekur alltaf allt úr sambandi með því að slökkva á fjöltenginu sem sjónvarpið, myndlykillinn og heimabíómagnarinn eru tengdir í í hræðslu við að það kvikni í. Mér finnst þetta vera algjör óþarfi og hef verið að reyna að koma henni af þessari skoðun en allt kemur yfir ekki (það eina sem hún virðist treysta eru slökkviliðsmenn, pabbi er rafvirki og er á sömu skoðun og ég og ekki virðist hún treysta honum ). Þegar á svo að kveikja á draslinu aftur þarf að bíða eftir "Velkomin í sjónvarp símans" skjámyndini og að heimabíóið stimpli sig inn o.s.frv. Ég sé klárlega að tækin eru hönnuð til að ganga á standby og það fari jafnvel illa með tækin að kutta svona skyndilga á allan straum? Mér finndist allt í lagi að taka allt úr sambandi þegar fjöllan er að fara eitthvert í einhverja daga en hverja einustu nótt finnst mér aðeins of Þetta eru allt tiltölulega nýjar græjur svo þær eru með flest öllum nýjustu stöðlum. Er einhver hér sem getur bakkað mig upp og ég svo sýnt henni að það þurfi ekki alveg að klippa á vírinn og setja sjónvarpið í baðkarið hverja nótt! Takk fyrir
Kannski pínu óvenjuleg færsla en bara gaman af því Mamma tekur alltaf allt úr sambandi með því að slökkva á fjöltenginu sem sjónvarpið, myndlykillinn og heimabíómagnarinn eru tengdir í í hræðslu við að það kvikni í. Mér finnst þetta vera algjör óþarfi og hef verið að reyna að koma henni af þessari skoðun en allt kemur yfir ekki (það eina sem hún virðist treysta eru slökkviliðsmenn, pabbi er rafvirki og er á sömu skoðun og ég og ekki virðist hún treysta honum ). Þegar á svo að kveikja á draslinu aftur þarf að bíða eftir "Velkomin í sjónvarp símans" skjámyndini og að heimabíóið stimpli sig inn o.s.frv. Ég sé klárlega að tækin eru hönnuð til að ganga á standby og það fari jafnvel illa með tækin að kutta svona skyndilga á allan straum? Mér finndist allt í lagi að taka allt úr sambandi þegar fjöllan er að fara eitthvert í einhverja daga en hverja einustu nótt finnst mér aðeins of Þetta eru allt tiltölulega nýjar græjur svo þær eru með flest öllum nýjustu stöðlum. Er einhver hér sem getur bakkað mig upp og ég svo sýnt henni að það þurfi ekki alveg að klippa á vírinn og setja sjónvarpið í baðkarið hverja nótt! Takk fyrir
13" MacBook Pro Retina Early 2015
Re: Mamma tekur sjónvarpið úr sambandi hverja nótt...
taktu ísskápinn úr sambandi þegar hún gerir þetta
Re: Mamma tekur sjónvarpið úr sambandi hverja nótt...
Hahaha, sú yrði nú aldeilis hissa. Verst að hann er innbyggður í innréttinguna!
13" MacBook Pro Retina Early 2015
Re: Mamma tekur sjónvarpið úr sambandi hverja nótt...
Eldri sjónvarpstæki voru með rofa sem rauf straumrásina strax við inntak.
Tæki sem hafa standby möguleika eru því semi active, hluti straumrásar er því lifandi.
Það er við bilun sem eldhættan er mest og þá getur það verið mismunandi eftir framleiðendum hversu örugg tækin eru.
Ásamt því hversu mikið af eitruðum reyk myndast.
Svo þetta eru eðlileg viðbrögð hjá eldhræddu fólki að slökkva á öllu með rofa á fjöltenginu. Vona þó að rofinn sé að rjúfa fasann.
Fæstir brunar hafa verið vegna ísskápa.
Algengara að þetta séu þurrkarar og sjónvörp
Tæki sem hafa standby möguleika eru því semi active, hluti straumrásar er því lifandi.
Það er við bilun sem eldhættan er mest og þá getur það verið mismunandi eftir framleiðendum hversu örugg tækin eru.
Ásamt því hversu mikið af eitruðum reyk myndast.
Svo þetta eru eðlileg viðbrögð hjá eldhræddu fólki að slökkva á öllu með rofa á fjöltenginu. Vona þó að rofinn sé að rjúfa fasann.
Fæstir brunar hafa verið vegna ísskápa.
Algengara að þetta séu þurrkarar og sjónvörp
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1197
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 03:55
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Mamma tekur sjónvarpið úr sambandi hverja nótt...
Getur þetta ekki verið pínu catch-22? Þ.e. það er líklegra að tækin muni bila (og valda bruna) þegar það er stöðugt verið að kötta á strauminn og skella honum svo aftur á með látum, og ólíklegra að tækin bili, fái þau að vera tengd?
Re: Mamma tekur sjónvarpið úr sambandi hverja nótt...
Ertu samt viss um að algengir brunavaldar séu sjónvörp? Samkvæmt skýrslu frá Mannvirkjastofnun (http://goo.gl/4ssthJ - Brunar og slys af völdum rafmagns) sem er þó frá árunum 2006-2009 segir:Tbot skrifaði:Fæstir brunar hafa verið vegna ísskápa. Algengara að þetta séu þurrkarar og sjónvörp
Ég geri ráð fyrir að tækin séu nú orðin talsvert fullkomnari og því brunahættan orðin mun minni.Algengustu einstöku brunavaldar voru eldavélar, (35%), rafmagnstöflur og dreifkerfi, (10%), raflagnir (5%) og þvottavélar (5%). Aðrir helstu brunavaldar voru í raflögnum, töflum og dreifikerfum, kælitækjum, uppþvotta- og þvottavélum. Sjónvarpsbrunum hefur fækkað verulega frá því sem áður var.
Jú hefði einmitt haldið það.kiddi skrifaði:Getur þetta ekki verið pínu catch-22? Þ.e. það er líklegra að tækin muni bila (og valda bruna) þegar það er stöðugt verið að kötta á strauminn og skella honum svo aftur á með látum, og ólíklegra að tækin bili, fái þau að vera tengd?
Last edited by Hafst1D on Fös 10. Jún 2016 13:21, edited 1 time in total.
13" MacBook Pro Retina Early 2015
Re: Mamma tekur sjónvarpið úr sambandi hverja nótt...
Var ekki einmitt meiri eldhætta af gömlu túbusjónvörpunum? Þar sem að þau eru nánast alveg horfin er eðlilegt að brunar vegna sjónvarpa séu fátíðari.
Re: Mamma tekur sjónvarpið úr sambandi hverja nótt...
Life is danger, live with it or not.
Sjónvarp: Samsung UE49KS8005TXXE Blu-ray spilari: Samsung UBD-K8500XE Magnari: Onkyo TX-NR515 Hátalarar: Jamo S 626 HCS Bassabox: Jamo J 12 SUB Hljóðkerfi: 5.1
Sjónvarp: Samsung UE32K5105AKXXE Blu-ray spilari: Samsung BD-J4500RXE
Sjónvarp: Samsung UE32K5105AKXXE Blu-ray spilari: Samsung BD-J4500RXE
Re: Mamma tekur sjónvarpið úr sambandi hverja nótt...
Eldhætta af gömlu túbusjónvörpunum stafaði að mínu viti aðalega af því að í þessum stóra kassa sem þau voru gat safnast fyrir gríðarlega mikið af ryki sem varð að lokum eins og ullarteppi yfir öllu inni í tækinu ef tækin voru aldrei blásin/rykhreinsuð.
Við þetta hitnar vélbúnaðurinn meir og meir þar til að kviknar í rykteppinu.
Það er ágæt regla finnst mér að blása rykið úr tækinu í jólahreingerninguni eins og öðrum tölvubúnaði, ég blæs nú reyndar mikið oftar en það úr tölvunum.
Við þetta hitnar vélbúnaðurinn meir og meir þar til að kviknar í rykteppinu.
Það er ágæt regla finnst mér að blása rykið úr tækinu í jólahreingerninguni eins og öðrum tölvubúnaði, ég blæs nú reyndar mikið oftar en það úr tölvunum.
Re: Mamma tekur sjónvarpið úr sambandi hverja nótt...
Algjörlega Sjónvarpið okkar er nú ekki nema 3 ára gamalt. 46 tommu Philips Full HD og 3D klárt, man ekki nákvæmlega hvað týpa þetta er en andskoti líkt þessu. Ætti að vera safe.Sam skrifaði:Eldhætta af gömlu túbusjónvörpunum stafaði að mínu viti aðalega af því að í þessum stóra kassa sem þau voru gat safnast fyrir gríðarlega mikið af ryki sem varð að lokum eins og ullarteppi yfir öllu inni í tækinu ef tækin voru aldrei blásin/rykhreinsuð.
Við þetta hitnar vélbúnaðurinn meir og meir þar til að kviknar í rykteppinu.
Það er ágæt regla finnst mér að blása rykið úr tækinu í jólahreingerninguni eins og öðrum tölvubúnaði, ég blæs nú reyndar mikið oftar en það úr tölvunum.
13" MacBook Pro Retina Early 2015
-
- spjallið.is
- Póstar: 472
- Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 20:37
- Staðsetning: Hef ekki glóru!
- Staða: Ótengdur
Re: Mamma tekur sjónvarpið úr sambandi hverja nótt...
Í viðbót við það að túbusjónvörpin höfðu mikið pláss til að safna ryki í þá notast þau við rafsegulsvið oftar en ekki draga að sér ryk. Einnig þurfti að mata túbuna með háspennu, við erum að tala um einhver kílóvolt, en það ásamt stærri þéttum eykur brunahættuna.
Hef ekki skoðað hvernig rásir eru hannaðar við inngang á svona tækjum en í standby ertu alltaf með einhvern spennubreyti í gangi og væntanlega einhvern relay. Myndi halda að ágætis framleiðandi myndi setja einhvern hlut í rásina líka til að virka sem öryggi. Ég get hinsvegar ekki séð að spennurof á hverju kvöldi hafi einhver áhrif á það.
Rafmagnstæki í standby í dag eru svolítið eins og hleðslutæki fyrir síma sem er að keyra eina ljósdíóðu og örlitla rás/microcontroller sem er að bíða eftir ákveðnum púlsum frá IR mótakara.
Hef ekki skoðað hvernig rásir eru hannaðar við inngang á svona tækjum en í standby ertu alltaf með einhvern spennubreyti í gangi og væntanlega einhvern relay. Myndi halda að ágætis framleiðandi myndi setja einhvern hlut í rásina líka til að virka sem öryggi. Ég get hinsvegar ekki séð að spennurof á hverju kvöldi hafi einhver áhrif á það.
Rafmagnstæki í standby í dag eru svolítið eins og hleðslutæki fyrir síma sem er að keyra eina ljósdíóðu og örlitla rás/microcontroller sem er að bíða eftir ákveðnum púlsum frá IR mótakara.
Desktop: i5 4670K|Asus Maximus VI Impact|EVGA GTX780SC|Adata XPG PC3-17000 16Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb
Server: C2D6600|Asus P5B deluxe Wi/Fi|GeiL PC6400 6Gb
Re: Mamma tekur sjónvarpið úr sambandi hverja nótt...
Það er hægt að kaupa wattmæli sem er settur í venjulegt rafmagnstengi. kostar ekkert rosa mikið (10k ?) íhlutir eða mbr.is etv gætu verið með þetta
þá geturu mælt hversu mikið að wöttum TVið tekur og síðan reiknað kostað við standby-orku
þetta gæti svosem verið einhverjir 1000 kallar á ári
þá geturu mælt hversu mikið að wöttum TVið tekur og síðan reiknað kostað við standby-orku
þetta gæti svosem verið einhverjir 1000 kallar á ári
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 3992
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Mamma tekur sjónvarpið úr sambandi hverja nótt...
Túbuskjáir voru verri að mörgu leiti . En aflgjafarnir fyrir flest tækin sem eru tengt við þetta fjöltengi geta öll valdið bruna og byrji eitthvað að hitna í tækinu eru þau einn stór eldsmatur og fylgir ban eitraður reykur . Auk þess er þetta óþarfa orkueyðsla þótt þetta séu bara 0.5W í standby , þá taka öll hin tengdu tækin þetta líklega líka ef ekki meira .
Svona án þess að vera leiðinlegur þá er það nú eitt ...
Rafvirki er kannski ekki sá besti að meta hættu af innviðum rafeindatækja enda ekki þeirra fag .
Svona án þess að vera leiðinlegur þá er það nú eitt ...
Rafvirki er kannski ekki sá besti að meta hættu af innviðum rafeindatækja enda ekki þeirra fag .
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1227
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Mamma tekur sjónvarpið úr sambandi hverja nótt...
Eins og hefur komið fram þá var þetta aðalega rykið sem olli íkveikju, og hægt var að kaupa sérstakan reykskynjara við sjónvarpstækin einusinni.
Það er örugglega líklegra að það kveikni í magnaranum en hinu dótinu.
En að gera þetta á hverjum degi styttir örugglega líftíma tækjanna sem eru í sambandi.
Það er örugglega líklegra að það kveikni í magnaranum en hinu dótinu.
En að gera þetta á hverjum degi styttir örugglega líftíma tækjanna sem eru í sambandi.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 3992
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Mamma tekur sjónvarpið úr sambandi hverja nótt...
það þarf ekkert endilega bara ryk til að kveikja í ...
[style size="10px"]
Kane lives !!
[/style]Dark Base pro 700, DarkPower P11 850W, 5800X, RX 6900XT, x570 Strix/ 2x360rad + EK-Quantum Kinetic
-
- 1+1=10
- Póstar: 1162
- Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
- Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
- Staða: Ótengdur
Re: Mamma tekur sjónvarpið úr sambandi hverja nótt...
Neisti, eldmat og súrefni.jonsig skrifaði:það þarf ekkert endilega bara ryk til að kveikja í ...
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
Re: Mamma tekur sjónvarpið úr sambandi hverja nótt...
Minntu hana á að hafa alltaf hjálminn á þegar hún fer út. Það gæti fallið á hana loftsteinn!
Re: Mamma tekur sjónvarpið úr sambandi hverja nótt...
Ef þetta tekur 0.5W (Þetta tæki tekur T.D. 0.3W, sum tæki minna en 0.1W) þá eru þetta rétt tæpar 4.5 kWh ári.Hizzman skrifaði:Það er hægt að kaupa wattmæli sem er settur í venjulegt rafmagnstengi. kostar ekkert rosa mikið (10k ?) íhlutir eða mbr.is etv gætu verið með þetta
þá geturu mælt hversu mikið að wöttum TVið tekur og síðan reiknað kostað við standby-orku
þetta gæti svosem verið einhverjir 1000 kallar á ári
Miðað við þetta þá kostar kílówattstundin kr. 7,27 ef ég skil þessa síðu rétt.
Það gerir tæpar 33 krónur á ári.
Sennilega meiri brunahætta af fjöltenginu til lengri tíma litins ef það er alltaf verið að ýta á rofann(sérstaklega ef það er gert óvarlega, t.d með löppum).
Hef séð skemmtilega mikið kæruleysi í kringum þessi fjöltengi stundum.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3525
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Mamma tekur sjónvarpið úr sambandi hverja nótt...
Hiti, eldmatur og súrefniMinuz1 skrifaði:Neisti, eldmat og súrefni.jonsig skrifaði:það þarf ekkert endilega bara ryk til að kveikja í ...
Það semsagt þarf ekkert endilega neista.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !