Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Skjámynd

Höfundur
Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Póstur af Klemmi »

Sælir drengir,

síðustu vikur er ég búinn að vera að dúlla mér við að smíða vefinn Laptop.is, þar sem leita má eftir fartölvu út frá eiginleikum, s.s. skjástærð, örgjörva, vinnsluminni o.s.frv. :)

Ég er þó í vandræðum með útlitið á síunni, þ.e. hún er svo svakalega stór og yfirþyrmandi, langaði því að biðja þá sem nenna um að líta á síðuna og gefa mér feedback og jafn vel hugmyndir um hvernig ég geti gert hana mínimalískari, án þess þó að nokkuð "týnist".

Var aðeins búinn að leika mér með collapse, þ.e. að einhverjir fítusar væru lokaðir nema smellt væri á hausinn, en plássið sem sparaðist var svo lítið að mér fannst ekki taka því.

Annars megiði endilega einnig gefa mér almennt feedback, hvort þið verðið varir við einhverjar villur eða eitthvað sem mætti betur fara :)

Bestu kveðjur,
Klemmi
www.laptop.is
www.ferdaleit.is

Tesli
spjallið.is
Póstar: 461
Skráði sig: Fim 13. Feb 2003 14:37
Staða: Ótengdur

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Póstur af Tesli »

Mér finnst þessi síða bara einföld og þæginleg. Ég sé ekki í fljótu bragði hvernig þú getur einfaldað hana án þess akkurat að eitthvað týnist eða hún verði óaðgengilegri fyrir vikið. :happy
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Póstur af hagur »

Þetta er bara helvíti fínt hjá þér. Það mætti e.t.v. minnka aðeins fyrirsögnina, þ.e "Leitarvélin Laptop.is hjálpar þér að finna fartölvuna!" eða jafnvel bara færa hana upp í svarta borðann. Þá fær aðalatriðið á vefnum aðeins meira pláss og færist ofar.
Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Staða: Ótengdur

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Póstur af lukkuláki »

Algjör snilld !
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2755
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Staðsetning: Flight level 100
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Póstur af zedro »

Haha var að prófa leita að sæmilegri vél, svipað heimilisturninum. 17" 16GB 500GB SSD ... ein niðurstaða ... litlar 889þ.kr :lol:
Fractal Design: Define S - Aerocool Strike-X 1100W - ASRock 990FX Extreme9 AM3+ ATX - FX-9590 Vishera w/BeQuiet Silent Loop 360mm - G.Skill 16GB (2x8GB) Sniper 1866MHz DDR3 - Sapphire Fury X - 480GB SSD OS + 2TB DATA
Kísildalur.is þar sem nördin versla

Cikster
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 383
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:02
Staða: Ótengdur

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Póstur af Cikster »

Snilldar síða til að sjá hvað verðin á fartölvum hjá Tölvutek og Ódýrið virðist vera nákvæmlega það sama uppá aur nema á þessari einu sem Tölvutek hefur umfram. Einhver verslun stendur allavegana ekki undir nafni í þessum vöruflokk.

Skari
spjallið.is
Póstar: 463
Skráði sig: Fim 31. Mar 2005 11:35
Staða: Ótengdur

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Póstur af Skari »

Þetta er nú bara helvíti flott ! :)
Skjámynd

mind
</Snillingur>
Póstar: 1073
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Staða: Ótengdur

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Póstur af mind »

Þetta er mjög öflugt og töff. Ég sé samt erfiðlega hvernig þú getur gert hana minimalískari án þess að tapa virkni.

Tvær hugmyndir sem gætu virkað.
Einfalt / Fullt viðmót valmöguleiki. Gætir endað með laglegra andlit á síðunni og gert auðveldara fyrir óvana að leita. Nördar ráða alveg við að smella á einn hnapp fyrir fulla viðmótið.
Smellanlegir eiginleikar í niðurstöðu til að filtera nánar gætu líka hjálpað.
Skjámynd

I-JohnMatrix-I
</Snillingur>
Póstar: 1020
Skráði sig: Fös 05. Apr 2013 19:01
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Póstur af I-JohnMatrix-I »

Virkilega flott síða hjá þér, gerir leitina að réttu fartölvunni svo mikið þægilegri. :happy
Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3525
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Póstur af urban »

Ég ætla ekkert að segja til um hvernig þú gætir lagað útlitið, en það mætti vera "hreinsa" hnappur einhver staðar
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Póstur af worghal »

þetta er gargandi snilld!
ekki að ég sé í fartölvu hugleiðingum akkúrat núna, en ég mun pottþétt nota þessa síðu og segja öðrum frá henni þegar kemur að fartölvu kaupum :D
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Póstur af GuðjónR »

Flott hjá þér klemmi!
Til hamingju með vefinn. :happy
Skjámynd

Höfundur
Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Póstur af Klemmi »

hagur skrifaði:Það mætti e.t.v. minnka aðeins fyrirsögnina, þ.e "Leitarvélin Laptop.is hjálpar þér að finna fartölvuna!" eða jafnvel bara færa hana upp í svarta borðann. Þá fær aðalatriðið á vefnum aðeins meira pláss og færist ofar.
Þakka þér :D Fjarlægði "Leitarvélin" og minnkaði restina af fyrirsögninni, borðinn endar "vonandi" sem auglýsingapláss einhvern daginn :)
urban skrifaði:Ég ætla ekkert að segja til um hvernig þú gætir lagað útlitið, en það mætti vera "hreinsa" hnappur einhver staðar
Þakka ábendinguna, steingleymdi því!

Er komið inn núna :)
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

zedro
Stjórnandi
Póstar: 2755
Skráði sig: Fös 29. Okt 2004 21:29
Staðsetning: Flight level 100
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Póstur af zedro »

Tvennt sem ég vill sjá HTML title og favicon.

Líka spurning hvort að takkar séu endilega málið og hvort að "checkbox" einsog nákvæma leitin hjá bilasolur.is er að nota væru nettari.
Þá væri hægt að raða td. verslunum lóðrétt. Annars má athuga það að gera clicked state meira áberandi.

Bara pælingar annars er þetta þrusuflott leitarvél :)
Fractal Design: Define S - Aerocool Strike-X 1100W - ASRock 990FX Extreme9 AM3+ ATX - FX-9590 Vishera w/BeQuiet Silent Loop 360mm - G.Skill 16GB (2x8GB) Sniper 1866MHz DDR3 - Sapphire Fury X - 480GB SSD OS + 2TB DATA
Kísildalur.is þar sem nördin versla
Skjámynd

Höfundur
Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Póstur af Klemmi »

zedro skrifaði:Tvennt sem ég vill sjá HTML title og favicon.

Líka spurning hvort að takkar séu endilega málið og hvort að "checkbox" einsog nákvæma leitin hjá bilasolur.is er að nota væru nettari.
Þá væri hægt að raða td. verslunum lóðrétt. Annars má athuga það að gera clicked state meira áberandi.

Bara pælingar annars er þetta þrusuflott leitarvél :)
Var einmitt að vinna í favicon í þessum orðum töluðum :) Smellti title einnig inn, þakka þér fyrir ábendinguna og fallegu orðin :D

Ég var búinn að prófa mig aðeins áfram með aðrar týpur af inputtum en endaði á tökkum, þarf þó að skoða það aftur og betur þegar ég hef tíma. Annars er það góður punktur að toggled state-ið er kannski ekki nægilega áberandi, skoða hvort ég skelli einhverjum öðrum lit en gráum á það t.d.
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

nidur
Kerfisstjóri
Póstar: 1227
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Póstur af nidur »

Þetta er glæsilegt hjá þér,

Ég myndi bæta við plássi fyrir neðan niðurstöðurnar, footer ekkert spes bara smá.
Og svo slíta í sundur leitarskilyrðin og niðurstöðurnar.

Ég held að þetta gæti orðið vinsælt. :happy :happy :happy

steinarorri
Gúrú
Póstar: 556
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Staða: Ótengdur

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Póstur af steinarorri »

Mjög flott!
Persónulega er ég hrifnari af því að hafa criteriurnar á hliðinni sbr þetta: http://us.toshiba.com/computers/laptop- ... 4294963316

Þeas þurfa ekki að skrolla upp og niður til að sjá niðurstöður ef ég breyti einhverri einni criteriu. Etv smáatriði í mér en all in all er þetta flott.
Spurning um að hafa Hybrid í stað SSHD en þú reyndar útskýrir hvað SSHD er í upplýsingunum.
Skjámynd

flottur
Tölvutryllir
Póstar: 674
Skráði sig: Þri 02. Jún 2009 14:37
Staðsetning: Gardentown
Staða: Ótengdur

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Póstur af flottur »

Mikið er þetta flott framtak :happy

Ég er samt að pæla, ég er að fíla að hafa þessa takka mér hefur stundum fundist soldið fráhrindandi að þurfa að haka alltaf í allt sem ég er að leita af á bílasölur.is

Kannski geturu haft takkana minni?
Custom desktop
Work Laptop : Lenovo Thinkpad E15
Skjámynd

audiophile
/dev/null
Póstar: 1393
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Staða: Ótengdur

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Póstur af audiophile »

Virkilega flott framtak! Frábært að geta flokkað eftir þeim hlutum sem maður er helst að leita eftir í tölvu. Sparar hellings tíma og hausverk að fletta öllum síðum fyrirtækjanna.

Fannst eitt merkilegt þegar ég var flokka og skoða að það séu ennþá nýjar tölvur í sölu með gamalt hardware eins og 3ju kynslóð Intel örgjörva.
Have spacesuit. Will travel.

fedora1
Ofur-Nörd
Póstar: 270
Skráði sig: Sun 20. Jún 2010 23:05
Staðsetning: Rvk.
Staða: Ótengdur

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Póstur af fedora1 »

Flott síða. Er ekki husverkur að viðhalda þessu ?

Ætti að vera til svona síða fyrir allar vörur :)
Að finna rétta sjónvarpið væri þá einfaldara
Skjámynd

Höfundur
Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Póstur af Klemmi »

fedora1 skrifaði:Flott síða. Er ekki husverkur að viðhalda þessu ?

Ætti að vera til svona síða fyrir allar vörur :)
Að finna rétta sjónvarpið væri þá einfaldara
Ég lagði upp með að automate-a þetta eins mikið og hægt væri, án þess að það kæmi niður á gæðum gagnanna :)

Skrifaði því scraper sem keyrir daglega og fer yfir þær verslanir sem ég set inn og sækir url, myndaurl, lýsingu, vörunúmer (þar sem það kemur fram) og verð. Þessar upplýsingar eru svo bornar saman við þær tölvur sem eru nú þegar komnar í gagnagrunninn.
Við samanburðinn eru þær tölvur sem fundust í síðasta scrape-i en finnast ekki núna merktar inactive en verð uppfært á þeim sem eftir standa.
Síðan er nýjum tölvum bætt í grunninn, þar á meðal eru myndir sóttar og minnkaðar, og tölvurnar strax merktar inactive því ég þarf að fara yfir þær og merkja inn eiginleikana, þ.e. stærð, örgjörva, vinnsluminni o.s.frv. þar sem að ég treysti mér ekki til að láta scraperinn grípa það með 100% öryggi, sökum þess að uppsetningin er ekki stöðluð hjá síðunum, auk þess sem stundum eru ekki einu sinni allar nauðsynlegar upplýsingar á vörusíðunum sjálfum. Þessar upplýsingar fyllast þó sjálfkrafa inn ef það er önnur tölva í grunninum til með sama vörunúmer.

Það var því mest vinnan við að setja allar tölvurnar inn í fyrsta skiptið, sat sveittur líklega í 5 tíma non-stop að rúlla í gegnum allar tölvurnar og setja eiginleikana á þær. Núna bætast kannski við 1-3 tölvur við hverja keyrslu og því tekur það mig 2-3 mínútur að merkja þær rétt og synca við síðuna sjálfa :)

Svo er fróðlegt að sjá hvað fólk skoðar, þ.e. ég nota Google Analytics til að sjá á hvaða linka er smellt, og það eru greinilega sumar tölvur vinsælli en aðrar. Flestir smellir fara á dýrustu vélina, þ.e. 890þús króna vélina hjá Nýherja :P
www.laptop.is
www.ferdaleit.is
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Póstur af hagur »

Í hverju er þetta skrifað?
Skjámynd

flottur
Tölvutryllir
Póstar: 674
Skráði sig: Þri 02. Jún 2009 14:37
Staðsetning: Gardentown
Staða: Ótengdur

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Póstur af flottur »

Má ég deila þessu á facebookið mitt?
Custom desktop
Work Laptop : Lenovo Thinkpad E15
Skjámynd

Höfundur
Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 3981
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Staða: Ótengdur

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Póstur af Klemmi »

hagur skrifaði:Í hverju er þetta skrifað?
Scraperinn og öll samskipti við gagnagrunninn (PostgreSQL) eru í Python, nota BeautifulSoup library-ið til að scrape-a. Læt svo Python spíta út úr sér javascript skrá sem inniheldur JSON object með "gagnagrunninum", vafið inn í AngularJS. Þar með þarf ég bara að pusha þeirri skrá inn á Github (nota Github pages til að hýsa) og uppfærð gögn eru komin live :)

Viðmótið er s.s. AngularJS og augljóslega Bootstrap.
flottur skrifaði:Má ég deila þessu á facebookið mitt?
Alveg endilega :D
www.laptop.is
www.ferdaleit.is

sverrirgu
Græningi
Póstar: 49
Skráði sig: Fim 01. Mar 2012 17:40
Staða: Ótengdur

Re: Laptop.is - Fartölvuleitarvélin

Póstur af sverrirgu »

Glæsilegt, til hamingju!

Hefurðu íhugað að geyma verðin upp á að eiga verðsögu, gæti verið fróðlegt hliðarverkefni.
Svara