fedora1 skrifaði:Flott síða. Er ekki husverkur að viðhalda þessu ?
Ætti að vera til svona síða fyrir allar vörur
Að finna rétta sjónvarpið væri þá einfaldara
Ég lagði upp með að automate-a þetta eins mikið og hægt væri, án þess að það kæmi niður á gæðum gagnanna
Skrifaði því scraper sem keyrir daglega og fer yfir þær verslanir sem ég set inn og sækir url, myndaurl, lýsingu, vörunúmer (þar sem það kemur fram) og verð. Þessar upplýsingar eru svo bornar saman við þær tölvur sem eru nú þegar komnar í gagnagrunninn.
Við samanburðinn eru þær tölvur sem fundust í síðasta scrape-i en finnast ekki núna merktar inactive en verð uppfært á þeim sem eftir standa.
Síðan er nýjum tölvum bætt í grunninn, þar á meðal eru myndir sóttar og minnkaðar, og tölvurnar strax merktar inactive því ég þarf að fara yfir þær og merkja inn eiginleikana, þ.e. stærð, örgjörva, vinnsluminni o.s.frv. þar sem að ég treysti mér ekki til að láta scraperinn grípa það með 100% öryggi, sökum þess að uppsetningin er ekki stöðluð hjá síðunum, auk þess sem stundum eru ekki einu sinni allar nauðsynlegar upplýsingar á vörusíðunum sjálfum. Þessar upplýsingar fyllast þó sjálfkrafa inn ef það er önnur tölva í grunninum til með sama vörunúmer.
Það var því mest vinnan við að setja allar tölvurnar inn í fyrsta skiptið, sat sveittur líklega í 5 tíma non-stop að rúlla í gegnum allar tölvurnar og setja eiginleikana á þær. Núna bætast kannski við 1-3 tölvur við hverja keyrslu og því tekur það mig 2-3 mínútur að merkja þær rétt og synca við síðuna sjálfa
Svo er fróðlegt að sjá hvað fólk skoðar, þ.e. ég nota Google Analytics til að sjá á hvaða linka er smellt, og það eru greinilega sumar tölvur vinsælli en aðrar. Flestir smellir fara á dýrustu vélina, þ.e. 890þús króna vélina hjá Nýherja
