Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Allt utan efnis
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Póstur af rapport »

Það fer fyrir brjóstið á mér að sjá það hérna ítrekað hversu illa fólk heldur að neytendur standi gagnvart fyrirtækjunum í landinu.

Neytendur hafa í raun gríðarleg réttindi og fyrirtækin miklar skildur gagnvart þeim.

t.d. þetta mál.

Í mínum huga er þetta svo augljóst, þetta er ELKO að kenna, þeirra mistök sem þeir svo blása út í algjöra vitleysu með því að nýta sér kennitölu kaupanda til að hafa samband við hann og biðja um að hann greiði þennan mismun.

Ef það stendur 99þ. á nótunni og hann greiddi 99þ. þá er þetta mál útkljáð, uppsett verð var greitt við afgreiðslukassann.

Þetta verð er ekki eitthvað út úr kú fyrir nýjan síma, s.s. trúverðugt verð, þetta var ekki 12þ. í stað 120þ.


Það hefur enginn bent mér á neitt regluverk eða lög sem ELKO getur beitt fyrir sig ef þetta færi fyrir dóm.

Aftur á móti hefur kaupandinn kvittun frá ELKO um að hann hafi greitt fullt verð, uppsett verð á kassanum í ELKO.

Held að ELKO ætti ekki séns...
Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3082
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Póstur af lukkuláki »

rapport skrifaði:Það fer fyrir brjóstið á mér að sjá það hérna ítrekað hversu illa fólk heldur að neytendur standi gagnvart fyrirtækjunum í landinu.

Neytendur hafa í raun gríðarleg réttindi og fyrirtækin miklar skildur gagnvart þeim.

t.d. þetta mál.

Í mínum huga er þetta svo augljóst, þetta er ELKO að kenna, þeirra mistök sem þeir svo blása út í algjöra vitleysu með því að nýta sér kennitölu kaupanda til að hafa samband við hann og biðja um að hann greiði þennan mismun.

Ef það stendur 99þ. á nótunni og hann greiddi 99þ. þá er þetta mál útkljáð, uppsett verð var greitt við afgreiðslukassann.

Þetta verð er ekki eitthvað út úr kú fyrir nýjan síma, s.s. trúverðugt verð, þetta var ekki 12þ. í stað 120þ.


Það hefur enginn bent mér á neitt regluverk eða lög sem ELKO getur beitt fyrir sig ef þetta færi fyrir dóm.

Aftur á móti hefur kaupandinn kvittun frá ELKO um að hann hafi greitt fullt verð, uppsett verð á kassanum í ELKO.

Held að ELKO ætti ekki séns...

Held að þetta sé alveg hárrétt hjá þér og þess vegna snýst þetta um heiðarleika þegar svona mistök eru gerð.
Það sem Elko er að gera með því að hafa samband við hann er að reyna að fá hann til að vera heiðarlegur en það er auðvitað undir honum komið.
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
Skjámynd

Moldvarpan
Of mikill frítími
Póstar: 1722
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Póstur af Moldvarpan »

Þvílíka vælið og nöldrið!

ERT ÓHEIÐARLEGUR! :megasmile :megasmile

Really?


Mhm... Elko er nefnilega svo heiðarlegt fyrirtæki.

What a joke.

skrattinn
Fiktari
Póstar: 62
Skráði sig: Lau 30. Maí 2009 01:07
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Póstur af skrattinn »

Elko veit alveg hvernig þetta virkar fyrir neytandann. Hef samt grunsemdir að síminn hafi verið seldur vel undir framlegð og einhver hnakki á efri hæðinni hefur ýtt á verslun til að vonast að vv komi og geri upp þennan mismun

Mossi
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Mán 10. Jan 2011 00:01
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Póstur af Mossi »

Ég hef lent í svipuðu dæmi.

Ég var að sérpanta hlut, þurfti að borga 70% inn á áður en þeir pöntuðu hana fyrir mig. Áður en ég fékk vöruna ætluðu þeir að hækka verðið (nefni ekki búðina, en þetta var a.m.k. ekki ELKO, og mun aldrei verlsa þar aftur).

Ég sagði þeim að fokka sér, hringdi í Neytendasamtökin, þeirra mat var að: þó svo ég væri ekki búinn að fá vöruna, þá væri ég búinn að borga hana með þessari 70% innborgun, og að búðin mættu þá ekki hækka verðið svona eftir á.

Þannig að eftir að ég hótaði þeim lögsókn þurftu þeir að afgreiða mig vöruna á upprunalegu verðinu.

Justice!

Mitt point er: ef að búðin má ekki einusinni hækka værðið skv Neytendalögum --áður--- en viðskiptavinurinn fær vöruna. Þá sure as hell má búðin ekki gera það viku --eftir-- að varan hefur verið afgreidd, og sérstaklega út af þeirra mistökum.

Þannig að segðu þeim bara að fokka sér, og hótaðu að kæra þá til Neytendasamtakanna, því þeir vita að þeir hafa engan rétt til þessa.
Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5917
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Póstur af rapport »

lukkuláki skrifaði:
rapport skrifaði:Það fer fyrir brjóstið á mér að sjá það hérna ítrekað hversu illa fólk heldur að neytendur standi gagnvart fyrirtækjunum í landinu.

Neytendur hafa í raun gríðarleg réttindi og fyrirtækin miklar skildur gagnvart þeim.

t.d. þetta mál.

Í mínum huga er þetta svo augljóst, þetta er ELKO að kenna, þeirra mistök sem þeir svo blása út í algjöra vitleysu með því að nýta sér kennitölu kaupanda til að hafa samband við hann og biðja um að hann greiði þennan mismun.

Ef það stendur 99þ. á nótunni og hann greiddi 99þ. þá er þetta mál útkljáð, uppsett verð var greitt við afgreiðslukassann.

Þetta verð er ekki eitthvað út úr kú fyrir nýjan síma, s.s. trúverðugt verð, þetta var ekki 12þ. í stað 120þ.


Það hefur enginn bent mér á neitt regluverk eða lög sem ELKO getur beitt fyrir sig ef þetta færi fyrir dóm.

Aftur á móti hefur kaupandinn kvittun frá ELKO um að hann hafi greitt fullt verð, uppsett verð á kassanum í ELKO.

Held að ELKO ætti ekki séns...

Held að þetta sé alveg hárrétt hjá þér og þess vegna snýst þetta um heiðarleika þegar svona mistök eru gerð.
Það sem Elko er að gera með því að hafa samband við hann er að reyna að fá hann til að vera heiðarlegur en það er auðvitað undir honum komið.
Mér finnst þetta douce move = óheiðarlegt af ELKO....

Viðskiptavinurinn var ekki óheiðarlegur, gerði engin mistök og stóð við allt 100%.

Ekki ELKO.
Skjámynd

gRIMwORLD
Tölvutryllir
Póstar: 645
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Póstur af gRIMwORLD »

Greinarhöfundur er að fá illa meðferð hérna að mínu mati. Það er ekkert sem gerir hann óheiðarlegan í þessum viðskiptum. Rangt verð á kassa, rangt verð á reikningi, hann er rukkaður og borgar (nota bene fullnaðargreiðsla á sér stað við seinustu netgíru greiðsluna) en mistökin liggja hjá Elko.

Starfsmaður Elko hefði átt að spotta mistökin áður en hann gekk frá þessu. Risa auglýsingar og allt það.

Ef ég fer í verslun og það á að rukka mig meira en stendur í hillu þá bið ég um að greiða hilluverðið og verslun getur ekki neitað mér um það því það er lægra verðið sem þau auglýsa.

Ef verð í kassa er lægra þá eru það mistök hjá Elko og þeir þurfa að taka það á sig. Það er íþyngjandi kvöð á neitandann að biðja hann að koma og ganga frá viðbótargreiðslu vegna mistaka í verslun. Ef munurinn væri þeim mun verulegri, td 50% munur þá á neitanda að vera ljóst að um augljós mistök er að ræða. En hér gæti ég alveg trúað því að um rétt verð væri að ræða ef um sérstakt tilboð væri að ræða þó það væri ekki auglýst. Ekki mitt mál að rannsaka það nánar.

Punktur basta!

Greinarhöfundur var heppinn og ég samgleðst honum.
Last edited by gRIMwORLD on Fim 17. Mar 2016 13:42, edited 1 time in total.
SAMSUNG GALAXY S8+ | Stock
Lenovo P50 | Xeon E3-1505M | 32GB DDR4 2133MHz | OS - 256GB NVMe | 2 x 24" HP E241i
Antec P190 | Gigabyte Z87X-UD5H | i7 4770K 3.5GHz | GTX 1070 8GB | CM 212 EVO | 32GB 2400Mhz | 120G Kingston SSD | ~8,7TB Storage
Skjámynd

gRIMwORLD
Tölvutryllir
Póstar: 645
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Póstur af gRIMwORLD »

Cristalla Andersen skrifaði:gerdu góðmál og hafdu hreina samvisku er það ekki ástædan afh tu ert ad setja etta inn? til ad fa vit um hvort ad tu eogor ad vera nice eda leidiliegur XD
Hann hefur hreina samvisku. Elko er að biðja hann um að borga fyrir sín mistök. Vilja ekki axla þá ábyrgð sjálfir.
SAMSUNG GALAXY S8+ | Stock
Lenovo P50 | Xeon E3-1505M | 32GB DDR4 2133MHz | OS - 256GB NVMe | 2 x 24" HP E241i
Antec P190 | Gigabyte Z87X-UD5H | i7 4770K 3.5GHz | GTX 1070 8GB | CM 212 EVO | 32GB 2400Mhz | 120G Kingston SSD | ~8,7TB Storage
Skjámynd

Nitruz
spjallið.is
Póstar: 416
Skráði sig: Mið 13. Júl 2011 19:14
Staðsetning: milli steins og sleggju
Staða: Ótengdur

Re: Er hægt að rukka viðskiptavin eftir staðgreiðslu

Póstur af Nitruz »

Sigur fyrir litla manninn :happy
Elko hefur haft af mér péning áður. Var rukkaður 4500kr í stað 500kr í sendingarkostnað fyrir spjadtölvu.
Sá þetta bara fyrir tilviljun löngu seinna og hafði samband.
Hringdi oft og talaði við mismunandi starfsmenn og ekkert gerðist né heyrðist frá þeim.
Svo loksins fékk ég samband við þann sem á að vera einhver stjóri yfir þessu man ekki titilinn. Þá var mér sagt að já þeir vissu af þessu þetta var villa í kerfinu og fullt af fólki hafði lent í því sama. Þetta var rétt fyrir jól þannig ég gæti trúað að mörg hundruð manna hafi borgað of mikið fyrir sendingar.
En það var ekki verið að hafa samband við mann og endurgreiða. Ekki allir sem fara alltaf yfir kreditkortayfirlitin sín.
Svara