Breytingar hjá Hringdu

Svara

Höfundur
GunniH
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Mið 07. Apr 2010 16:40
Staða: Ótengdur

Breytingar hjá Hringdu

Póstur af GunniH »

Sælir vaktarar!

Mig langar til að byrja á því að bjóða ykkur í afmælisveislu Hringdu þann 4. mars næstkomandi (núna á föstudag). Þetta mun byrja klukkan 4 og verður sölu- og þjónustuveri lokað þá. Kjörið tækifæri til að hitta fólkið á bakvið tjöldin eða jafnvel hitta fólk frá hinum fjarskiptafyrirtækjunum þar sem þeim er boðið. Ef það heillar ykkur ekki þá verða í boði takmarkaðar veitingar en nægur frír bjór!

Á sama tíma langar mig að gefa ykkur smá uppfærslu á því sem er að gerast hjá okkur. Nú í febrúar stórbættum við utanlandssambandið okkar, við bæði stækkuðum það og bættum redundancy. Bufferinn er orðinn ansi stór og er lítið mál fyrir okkur að stækka ennþá meira ef til þess þarf!

Og svo eru það verðbreytingar. Þær eru hinsvegar bara á góðum nótum þar sem við erum að lækka verðin hjá okkur á ljósleiðara talsvert mikið, á sama tíma erum við að einfalda vöruframboðið okkar og ýta ennþá meira undir það að við viljum selja mismunandi hraða með ótakmörkuðu gagnamagni frekar en að rukka fyrir notkunina.

Ljósleiðari 10 GB breytist í Ljósleiðara 15 GB og verðið lækkar úr 3.595 kr. niður í 1.990 kr.

Við spáðum mikið í því hvort við ættum alfarið að hætta með gagnamagnspakka en enduðum á því að halda þessum eina pakka. Þetta er okkar minnsti pakki og kemur til móts við þá sem nota netið gífurlega lítið. Hann er þá ódýrasti pakkinn á markaðnum og ef þú ert með nýjasta boxið frá GR geturðu fengið 500 Mbit/s hraða, annars defaultarðu í 100 Mbit.

Ótakmörkuðu pakkarnir okkar breytast talsvert mikið líka. Við fösum út bæði 75/75 Mbit/s og 200/200 Mbit/s pökkunum og bjóðum þá einungis upp á 50/50, 100/100 og 500/500 Mbit/s pakka. Ný framsetning á þeim er svona:

50/50 Mbit/s var á 6.490 kr. og lækkar niður í 3.990 kr.
100/100 Mbit/s var á 8.690 kr. og lækkar niður í 5.990 kr.
500/500 Mbit/s var á 11.490 kr. og lækkar niður í 7.390 kr.

Það fer út tölvupóstur á alla kúnna sem tilkynnir breytingarnar nánar á morgun, 1. mars. En til að útskýra það stuttlega þá fara þeir sem eru í 50/50 og 75/75 Mbit/s sjálfkrafa í 100/100 Mbit/s pakkann. Þeir sem voru í 50/50 lækka þá úr 6.490 kr. í 5.990 kr. og fá tvöfaldan hraða, þeir sem eru í 75/75 lækka úr 7.490 kr. og fá líka meiri hraða. Þeir viðskiptavinir sem eru í 50/50 og vilja frekar haldast í honum með nýju verði hafa þá tækifæri í heilan mánuð til þess að hafa samband við okkur. Allir í 200/200 lækka úr 9.990 kr. í 7.390 kr. og færast sjálfkrafa í 500/500 Mbit/s.

Við gerum litlar breytingar á ljósneti (e. VDSL) og ADSL en við hækkum 10 GB í 15 GB og 50 GB í 75 GB, öll verð eru óbreytt.

Allar hraðabreytingar gerast í kvöld/á morgun, en verðbreytingar taka gildi 1. apríl.

Þessar breytingar eru gerðar til að komast á móts við aukna samkeppni á markaðnum ásamt því að við viljum vera bestir!

Vonumst til að sjá eitthvað af ykkur á föstudaginn og viljum endilega heyra hvað ykkur finnst um breytingarnar!

Kveðja,
Gunnar

Cikster
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 383
Skráði sig: Lau 11. Mar 2006 13:02
Staða: Ótengdur

Re: Breytingar hjá Hringdu

Póstur af Cikster »

Sæll, eina sem ég rakst á að var ekki nefnt var staðsetning. Mæting í búðina hjá ykkur eða?

Annar er allt mjög fallegt og skýrt sett fram ásamt því að hjóma sem góð breyting fyrir neytendur. En þar sem við höfum þig hérna langaði mig að varpa fram einni spurningu.

Eruð þið með einhverja síðu þar sem maður getur fylgst með álagi á þær tengingar sem þið eruð með út úr landinu og við RIX (svona eins og maður man eftir frá því í gamladaga þegar simnet var og hét ... og var rekið af áhugamönnum en ekki bókhöldurum).

Kv. Gunnar

Blackened
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Mið 29. Sep 2004 17:36
Staðsetning: Babýlon norðursins
Staða: Ótengdur

Re: Breytingar hjá Hringdu

Póstur af Blackened »

Og ein spurning fyrir okkur Landsbyggðarliðið fyrir norðan.

Eruð þið ennþá bara að bjóða uppá Ljósleiðaratengingar í gegnum gPon hjá Tengir á Akureyri og þá 100/25 eða eru einhver plön um að fara í svissana hjá þeim og fara í 500/500?

Höfundur
GunniH
Græningi
Póstar: 37
Skráði sig: Mið 07. Apr 2010 16:40
Staða: Ótengdur

Re: Breytingar hjá Hringdu

Póstur af GunniH »

Cikster skrifaði:Sæll, eina sem ég rakst á að var ekki nefnt var staðsetning. Mæting í búðina hjá ykkur eða?

Annar er allt mjög fallegt og skýrt sett fram ásamt því að hjóma sem góð breyting fyrir neytendur. En þar sem við höfum þig hérna langaði mig að varpa fram einni spurningu.

Eruð þið með einhverja síðu þar sem maður getur fylgst með álagi á þær tengingar sem þið eruð með út úr landinu og við RIX (svona eins og maður man eftir frá því í gamladaga þegar simnet var og hét ... og var rekið af áhugamönnum en ekki bókhöldurum).

Kv. Gunnar
Sæll!

Það passar, mæting er í Ármúla 23 :)

Við erum með ýmsa hluti til að fylgjast með, þ.á.m. Nagios, Cacti og Smokeping en það er allt á læstu neti. Skal taka umræðu um hvort ætti að opna fyrir eitthvað af því en get ekki ábyrgst að það verði gert.
Blackened skrifaði:Og ein spurning fyrir okkur Landsbyggðarliðið fyrir norðan.

Eruð þið ennþá bara að bjóða uppá Ljósleiðaratengingar í gegnum gPon hjá Tengir á Akureyri og þá 100/25 eða eru einhver plön um að fara í svissana hjá þeim og fara í 500/500?
Hæ,

Ætla byrja á því að segja að við munum gera breytingar á GPON in general, í dag eru þær tengingar skráðar sem VDSL hjá okkur þar sem þær voru á sama hraða (100/25) en Míla er farin að bjóða upp á 100/100 Mbit/s á GPON og eru aðgangsgjöldin dýrari en á koparnum.

Eins og staðan er í dag erum við ennþá einungis með GPON hjá Tengi (á Akureyri) og það er ekki á borðinu hjá okkur að breyta því. Við þyrftum að koma upp aðstöðu á Akureyri, hraðbraut á milli og vera með menn á staðnum - það er ekki raunhæft akkúrat núna en við erum alltaf að vinna að einhverju nýju, það gæti vel verið að við ákveðum að fara í þetta á einhverjum tímapunkti og þá mun það gerast hratt. Tengir hefur komið vel fram við okkur og vonum við frekar að við getum styrkt það samband með auknum hraða heldur en að fara framhjá þeim.

Kveðja,
Gunnar

Viggi
Tölvutryllir
Póstar: 638
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Staða: Ótengdur

Re: Breytingar hjá Hringdu

Póstur af Viggi »

Langar að nota þráðinn og henda einni spurningu á ykkur með gsm kerfið

Er hjá nova núna og er oft að fá hræðilegt 4g og 3g netsamband bæði á reykjavíkursvæðinu og milli reykjavíkur og snæfellsnes. Hvernig er þeim málum háttað hjá ykkur?

Annars mjög sáttur við ljósnetið hjá ykkur í ólafsvík ;)
B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.
Skjámynd

reyniraron
Fiktari
Póstar: 93
Skráði sig: Þri 16. Jún 2015 17:59
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Breytingar hjá Hringdu

Póstur af reyniraron »

Vil bara segja að þetta er alveg frábært hjá ykkur. Ég byrjaði með netþjónustu hjá Hringdu um mánaðarmótin janúar–febrúar og gæti ekki verið ánægðari. Alls ekki amalegt að lækka reikninginn og ekki verra að fá hraðara net líka! Toppþjónusta og náttúrulega frábær nettenging. Takk kærlega fyrir mig.
Reynir Aron
Svona tölvukall
Skjámynd

nidur
Kerfisstjóri
Póstar: 1227
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Breytingar hjá Hringdu

Póstur af nidur »

Flott verð á 500/500, maður gæti alveg farið að íhuga að breyta :)
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Breytingar hjá Hringdu

Póstur af GuðjónR »

Þetta eru frábærar fréttir!!!
Nú er engin afsökun að vera ekki með 500/500. Frábær verð hjá ykkur. :)
Mynd
Uppáhalds fjarskiptafélagið mitt. :happy
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Breytingar hjá Hringdu

Póstur af worghal »

Love it! :D
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL
Skjámynd

Saber
FanBoy
Póstar: 727
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:29
Staðsetning: 104
Staða: Ótengdur

Re: Breytingar hjá Hringdu

Póstur af Saber »

Jæja nú færi ég mig yfir til Hringdu
Intel Core i5 4690K @ ? GHz Custom water cooling Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=53292
Skjámynd

Dropi
Tölvutryllir
Póstar: 624
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Staða: Ótengdur

Re: Breytingar hjá Hringdu

Póstur af Dropi »

Hef verið með stærstu tengingu hjá Hringdu síðan 2011 þegar ég sagði endanlega bless við Vodafone eftir 6 mánuði, fyrst 50/50 svo 100/100 og fyrir nokkrum mánuðum 500/500 sem kostaði sitt í uppfærslu á ljósleiðaraboxinu heima og fjárfesting í alvöru router. Tókum líka net frá Hringdu yfir dark fiber í notkun í vinnuni í fyrra haust (úr vodafone ADSL, ullabjakk), get ekki mælt nóg með þessum gaurum. Núna lækka ég um 4100kr á mánuði heima, svona á að byrja mánuðinn!
34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 2600 @4.0 - 32GB DDR4@3000 - ASRock B450M-Pro4 - VEGA56 (64 BIOS)
Skjámynd

hagur
Vaktari
Póstar: 2917
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Breytingar hjá Hringdu

Póstur af hagur »

Snillingar :-)

Ég er fastur hjá Vodafone (er með nettengingu í gegnum vinnuveitanda) og get aðeins vonað að þetta góða útspil ykkar setji pressu á þá.

Annars væri ég líklega farinn yfir til ykkar.
Skjámynd

Hreggi89
Fiktari
Póstar: 97
Skráði sig: Sun 24. Jún 2012 14:15
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Breytingar hjá Hringdu

Póstur af Hreggi89 »

Partýýýýýýý! Já og gott verð, vel gert :)
Allt of mikið af græjum/drasli.

linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Staða: Ótengdur

Re: Breytingar hjá Hringdu

Póstur af linenoise »

Er þetta rétt skilið hjá mér:
Þeir sem voru í gagnamagni 10GB fara sjálfkrafa í 15 GB gagnamagn og verðið lækkar.
Þeir sem voru í einhverju 50 eða 100 gagnamagni færast sjálfkrafa yfir í 100 Mbit.

Þeir sem voru í 50 eða 100 munu þá hækka í verði, en fá í staðinn ótakmarkað. Hækkunin er sanngjörn fyrir 100 GB en frekar snörp fyrir 50 GB pakkann. Spurning um að fólk sem er í 50 GB sé bent á að það geti fengið frekar 15 GB pakkann og svo keypt auka 50 GB eftir þörfum? Það er þá að enda í 4000 kalli fyrir 65 GB.

HringduEgill
Ofur-Nörd
Póstar: 259
Skráði sig: Mið 12. Feb 2014 12:56
Staða: Ótengdur

Re: Breytingar hjá Hringdu

Póstur af HringduEgill »

linenoise skrifaði:Er þetta rétt skilið hjá mér:
Þeir sem voru í gagnamagni 10GB fara sjálfkrafa í 15 GB gagnamagn og verðið lækkar.
Þeir sem voru í einhverju 50 eða 100 gagnamagni færast sjálfkrafa yfir í 100 Mbit.

Þeir sem voru í 50 eða 100 munu þá hækka í verði, en fá í staðinn ótakmarkað. Hækkunin er sanngjörn fyrir 100 GB en frekar snörp fyrir 50 GB pakkann. Spurning um að fólk sem er í 50 GB sé bent á að það geti fengið frekar 15 GB pakkann og svo keypt auka 50 GB eftir þörfum? Það er þá að enda í 4000 kalli fyrir 65 GB.
Nei ekki alveg. Við færum engan um pakka nema hann lækki í verði. Viðskiptavinir sem eru í 50 GB og 100 GB haldast í þeim áskriftarleiðum nema þeir óski eftir breytingu.

linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Staða: Ótengdur

Re: Breytingar hjá Hringdu

Póstur af linenoise »

HringduEgill skrifaði:
linenoise skrifaði:Er þetta rétt skilið hjá mér:
Þeir sem voru í gagnamagni 10GB fara sjálfkrafa í 15 GB gagnamagn og verðið lækkar.
Þeir sem voru í einhverju 50 eða 100 gagnamagni færast sjálfkrafa yfir í 100 Mbit.

Þeir sem voru í 50 eða 100 munu þá hækka í verði, en fá í staðinn ótakmarkað. Hækkunin er sanngjörn fyrir 100 GB en frekar snörp fyrir 50 GB pakkann. Spurning um að fólk sem er í 50 GB sé bent á að það geti fengið frekar 15 GB pakkann og svo keypt auka 50 GB eftir þörfum? Það er þá að enda í 4000 kalli fyrir 65 GB.
Nei ekki alveg. Við færum engan um pakka nema hann lækki í verði. Viðskiptavinir sem eru í 50 GB og 100 GB haldast í þeim áskriftarleiðum nema þeir óski eftir breytingu.
Flott. Þá er þetta alveg kýrskýrt. Líst vel á þetta. Held það sé kominn tími til að kveðja 100 GB :)
Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3065
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Staða: Ótengdur

Re: Breytingar hjá Hringdu

Póstur af beatmaster »

Ég var með 100 MB tengingu og 100 GB gagnamagn á 4990 kr. hvar lendi ég núna?
Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

linenoise
spjallið.is
Póstar: 411
Skráði sig: Þri 12. Júl 2011 16:35
Staða: Ótengdur

Re: Breytingar hjá Hringdu

Póstur af linenoise »

beatmaster skrifaði:Ég var með 100 MB tengingu og 100 GB gagnamagn á 4990 kr. hvar lendi ég núna?
HringduEgill skrifaði:Við færum engan um pakka nema hann lækki í verði. Viðskiptavinir sem eru í 50 GB og 100 GB haldast í þeim áskriftarleiðum nema þeir óski eftir breytingu.
Semsagt, gömlu leiðirnar haldast. Ég ætla samt klárlega að fara í 100 Mbit ótakmarkað, enda ódýrara en 100 GB + auka 50 GB nokkrum sinnum á ári.

HringduEgill
Ofur-Nörd
Póstar: 259
Skráði sig: Mið 12. Feb 2014 12:56
Staða: Ótengdur

Re: Breytingar hjá Hringdu

Póstur af HringduEgill »

beatmaster skrifaði:Ég var með 100 MB tengingu og 100 GB gagnamagn á 4990 kr. hvar lendi ég núna?
Þú helst bara í þeirri leið þar til þú óskar eftir breytingu!
Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1784
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Breytingar hjá Hringdu

Póstur af emmi »

Hvað eru gáttirnar stórar hjá ykkur í dag?
Skjámynd

reyniraron
Fiktari
Póstar: 93
Skráði sig: Þri 16. Jún 2015 17:59
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Breytingar hjá Hringdu

Póstur af reyniraron »

Viggi skrifaði:Langar að nota þráðinn og henda einni spurningu á ykkur með gsm kerfið

Er hjá nova núna og er oft að fá hræðilegt 4g og 3g netsamband bæði á reykjavíkursvæðinu og milli reykjavíkur og snæfellsnes. Hvernig er þeim málum háttað hjá ykkur?

Annars mjög sáttur við ljósnetið hjá ykkur í ólafsvík ;)
Hringdu notar Nova/Vodafone GSM dreifikerfið svo það ætti að vera alveg eins.
Reynir Aron
Svona tölvukall
Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2671
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Breytingar hjá Hringdu

Póstur af Hjaltiatla »

Var að koma yfir til hringdu í dag 50/50 Mbit/s 3990 kr leiðin varð fyrir valinu . So far so good :)

Mynd

Ætli maður endi ekki fljótlega í 500/500 Mbit/s tengingum hjá ykkur.
Just do IT
  √
Svara