Vandræði með 4K sjónvarp

Svara
Skjámynd

Höfundur
bjornvil
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 349
Skráði sig: Fim 24. Jan 2008 00:10
Staða: Ótengdur

Vandræði með 4K sjónvarp

Póstur af bjornvil »

Sælir

Ég var að versla mér 4K sjónvarp, engin sérstök ástæða fyrir því að ég fór í 4K fyrir utan það að öll betri tæki koma þannig í dag. Anyway, ég er með gamla turnvél sem ég nota til að horfa á Plex og RUV.is, hún er með 8800GT skjákort, tengt með DVI.

Málið er að ef að ég hef sjónvarpið í sambandi þegar ég kveiki á tölvunni þá stoppar hún eftir POST, áður en hún fer inn í Windows 10. Fer ekki lengra en það. Ef ég tek sjónvarpið úr sambandi þá klára hún að keyra upp Windows. Svo sting ég sjónvarpinu í samband. Til að fá mynd á tækið þarf ég svo að nota TeamViewer (enginn auka skjár) til að breyta upplausn úr 4K (sem win10 virðist defaulta í með sjónvarpið í sambandi) í 1920x1080. Þá kemur mynd á sjónvarpið.

Ég veit að dvi styður ekki hærri upplausn en 2560x1600. Og það virðist sem þegar sjónvarpið er í sambandi vill Windows fara beint í 4K 3840x2160. Þar sem dvi styður það ekki þá vill hún ekki klára bootið. En það er sama þótt ég breyti í 1080p, hún fer alltaf aftur í 4K þegar ég restarta...

Er engin leið til að fá Windows til að halda þessari upplausn inni sem ég hef valið, jafnvel þótt hún sé ekki native á sjónvarpið???

Axel Jóhann
Nörd
Póstar: 135
Skráði sig: Fim 24. Mar 2011 15:02
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með 4K sjónvarp

Póstur af Axel Jóhann »

Er ekki bara málið að fá sér skjákort með HDMI tengi sem styður 4k?
i5 3570K @ 4.2GHz | Asus Sabertooth P67 1155 | 16GB G.Skill DDR 3 | EVGA GTX 680 2GB | 120Gb SSD | 1Tb Hdd | 750w PSU
Skjámynd

Höfundur
bjornvil
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 349
Skráði sig: Fim 24. Jan 2008 00:10
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með 4K sjónvarp

Póstur af bjornvil »

Axel Jóhann skrifaði:Er ekki bara málið að fá sér skjákort með HDMI tengi sem styður 4k?
Jú auðvitað væri það málið. Það er nú á óskalistanum að uppfæra þessa tölvu... En þetta sjónvarp kláraði budgetinn í bili. Ekki nema ég gæti keypt eitthvað notað á ca 5000 kall :)

Axel Jóhann
Nörd
Póstar: 135
Skráði sig: Fim 24. Mar 2011 15:02
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með 4K sjónvarp

Póstur af Axel Jóhann »

Myndi halda að það væri besta lausnin, alltaf leiðinlegt að fá gamalt og nýtt dót til að fúnkera vel saman
i5 3570K @ 4.2GHz | Asus Sabertooth P67 1155 | 16GB G.Skill DDR 3 | EVGA GTX 680 2GB | 120Gb SSD | 1Tb Hdd | 750w PSU
Skjámynd

Höfundur
bjornvil
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 349
Skráði sig: Fim 24. Jan 2008 00:10
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með 4K sjónvarp

Póstur af bjornvil »

OK komst að því að það er nóg fyrir mig að kveikja á tölvunni og leyfa henni að boota upp windows áður en ég kveiki á sjónvarpinu, s.s. þarf ekki að taka sjónvarpið úr sambandi... Nógu gott þangað til ég uppfæri tölvuna :)
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með 4K sjónvarp

Póstur af worghal »

en fyrst þú notar bara tölvuna fyrir plex, er þá ekki plex app í sjónvarpinu?
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL
Skjámynd

Höfundur
bjornvil
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 349
Skráði sig: Fim 24. Jan 2008 00:10
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með 4K sjónvarp

Póstur af bjornvil »

worghal skrifaði:en fyrst þú notar bara tölvuna fyrir plex, er þá ekki plex app í sjónvarpinu?
Nei virðist ekki vera komið á Firefox OS á Panasonic sjónvörp...
Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1558
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með 4K sjónvarp

Póstur af Halli25 »

Getur líka leyst þetta með chromecast
Starfsmaður @ IOD
Svara