Heit sólin... randaflugur og unglingar í sumarvinnu, góðir tímar framundan, vonandi fyrir utan tölvuherbergið
Nýjar kynslóðir af örgjörvum eru að verða fáanlegar í íslenskum verslunum, t.d. P4 á 800FSB brautarhraða & 64-bita Opteron örgjövarnir frá AMD.
Þetta þýðir auðvitað að verðin lækka á eldri örgjörvum sem er ekkert annað en frábært! Ég persónulega held mig alltaf í næst-nýjustu tölvuvörunum, því þær eru hagstæðustu og skynsömustu kaupin.
Harðir diskar eru að komast á þægileg verð, vinnsluminnin eru nú þegar á mjööög svo þægilegum verðum, en hér kemur beiðni til tölvuverslanna: Komið einhverri hreyfingu á skjákortin !! Maður finnur enga löngun til að uppfæra þegar verðin eru farin að safna svona miklu ryki!
PS. Ætlar einhver að fylgjast með sólmyrkvanum um helgina?