Danni V8 skrifaði:Ég reyndar keyri brautina oftast á 90-100 bara útaf bíllinn eyðir miklu minna þannig, svo ég hef ekki miklar áhyggjur.
En mér finnst samt svona hraðagæsla algjör sóun á tíma lögreglunnar og hraðakstursviðurlög töluvert harðari en þau ættu að vera.. en það er efni í annan þráð....
Ég styð þetta. Lögreglan ætti frekar að nýta vinnutíma sinn í að sinna vinnunni.
Meiri tíma í að taka fólk í random check og athuga hvort menn séu nokkuð ölvaðir eða í vímu undir stýri.
Það eru þeir sem valda verstu slysunum, ekki þeir sem keyra hratt að eðlisfari.
Að staðaldri er ég ekki hræddur í bíl, ég er ekki hræddur við að keyra hraðar +10, +20, +30kmh (yfir löglegum hámarkshraða) þegar engin umferð er, og þá við bestu aðstæður, heldur hægi ég á mér, og verð örlítið hræddur ef ég er við það að mæta bíl.
Maður veit aldrei hvað er í gangi í næsta bíl, hvort ökumaðurinn sé þreyttur, ölvaður, dópaður, eða jafnvel flogaveikur eins og aðili tengdur fjölskyldu minni komst upp með.
(Það var flogaveik kona í fjölskyldunni minni sem komst lengi upp með að keyra, hún hafði klesst amk einn eða tvo bíla áður en hún lést í bílslysi þegar hún fékk flog undir stýri. rest in peace.)