Myndavél á Reykjanesbraut - Heads up
-
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1722
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Staða: Ótengdur
Myndavél á Reykjanesbraut - Heads up
Kvöldið.
Ég keyri Reykjanesbrautina ansi oft, og eflaust margir aðrir hérna inni.
Mig langaði að deila með ykkur að lögreglan er með færanlega hraðamyndavél í gráum station Skoda, með tengdamömmuboxi.
Hef nú ekki lent í henni sjálfur, en þekki aðra sem hafa fengið sekt.
Meira var það ekki, ökum varlega
Ég keyri Reykjanesbrautina ansi oft, og eflaust margir aðrir hérna inni.
Mig langaði að deila með ykkur að lögreglan er með færanlega hraðamyndavél í gráum station Skoda, með tengdamömmuboxi.
Hef nú ekki lent í henni sjálfur, en þekki aðra sem hafa fengið sekt.
Meira var það ekki, ökum varlega
-
- Kóngur
- Póstar: 4139
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Myndavél á Reykjanesbraut - Heads up
Snilld að vita það er að fara að keyra uppá völl eftir hálftíma.
massabon.is
-
- Geek
- Póstar: 870
- Skráði sig: Mið 25. Mar 2009 20:55
- Staðsetning: Hafnarfjarðarsveit
- Staða: Ótengdur
Re: Myndavél á Reykjanesbraut - Heads up
Mega þeir virkilega dulbúa myndavélarnar sínar svona og bara setja upp þegar þeim hentar, þar sem þeim hentar án þess að setja upp einhverskonar merkingar?
Ég hélt að það væri í lögum að þær yrðu að vera sýnilegar?
Ég hélt að það væri í lögum að þær yrðu að vera sýnilegar?
Just a Pc master race member that converted to a simple life as a console peasant
Re: Myndavél á Reykjanesbraut - Heads up
Held að lögreglan sjálf þurfi að vera það en ekki myndavélarnar að ég held
Intel i7 7700k, Gigabyte G1 Gaming GTX1070, 2x8 gb DDR4, PRIME Z270-K, Thermaltake 730W 80 Plus, Fractal Design Define R5.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6350
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Staðsetning: https://viktor.ms
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Myndavél á Reykjanesbraut - Heads up
Já, búnir að gera þetta í nokkur árzjuver skrifaði:Mega þeir virkilega dulbúa myndavélarnar sínar svona og bara setja upp þegar þeim hentar, þar sem þeim hentar án þess að setja upp einhverskonar merkingar?
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless
Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz
EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
-
- Stjórnandi
- Póstar: 15436
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Myndavél á Reykjanesbraut - Heads up
Það vantar pening í ríkiskassann.
Lélegur bissness að auglýsa fyrirfram hvar vélarnar eru því þá myndu allir keyra hægar og ríkið myndi tapa peningum.
Lélegur bissness að auglýsa fyrirfram hvar vélarnar eru því þá myndu allir keyra hægar og ríkið myndi tapa peningum.
-
- Kóngur
- Póstar: 6079
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: Myndavél á Reykjanesbraut - Heads up
en þeir auglýsa það á facebook.GuðjónR skrifaði:Það vantar pening í ríkiskassann.
Lélegur bissness að auglýsa fyrirfram hvar vélarnar eru því þá myndu allir keyra hægar og ríkið myndi tapa peningum.
koma reglulega með tilkynningar um hvar þeir verða með eftirlit.
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1288
- Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
- Staðsetning: Júpíter
- Staða: Ótengdur
Re: Myndavél á Reykjanesbraut - Heads up
Þessi bíll hefur verið í umferð á höfuðborgarsvæðinu heillengi og stopp hér og þar að busta fólk. Það er líka hvítur x-trail(minnir mig, allavegan svipaður bíll) með tengdamömmuboxi í sama business.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1726
- Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Myndavél á Reykjanesbraut - Heads up
Þegar þú segir Reykjanesbraut, áttu þá við inn á höfuðborgarsvæðinu eða á milli hfj og kef?
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x
-
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1722
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Staða: Ótengdur
Re: Myndavél á Reykjanesbraut - Heads up
Milli hfj og Kef.
En bíllinn er frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og þeir þurfa að sinna löggæslu aðeins lengra en kúargerði. Skiptingin embættanna er ca milli voga og kúargerðis.
Ég hef þó séð bílinn milli voga og Grindavíkur líka.
En bíllinn er frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og þeir þurfa að sinna löggæslu aðeins lengra en kúargerði. Skiptingin embættanna er ca milli voga og kúargerðis.
Ég hef þó séð bílinn milli voga og Grindavíkur líka.
Re: Myndavél á Reykjanesbraut - Heads up
Eru þeir með marga bíla í þessu ég hef séð þessa déskotans myndavél í skottinu á Subaru með tengdamömmuboxi
If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.
Re: Myndavél á Reykjanesbraut - Heads up
Feginn er ég að hafa tekið upp á því venjast því að keyra alltaf á löglegum hraða, hef ekki fengið sekt í mörg ár.
Sjónvarp: Samsung UE49KS8005TXXE Blu-ray spilari: Samsung UBD-K8500XE Magnari: Onkyo TX-NR515 Hátalarar: Jamo S 626 HCS Bassabox: Jamo J 12 SUB Hljóðkerfi: 5.1
Sjónvarp: Samsung UE32K5105AKXXE Blu-ray spilari: Samsung BD-J4500RXE
Sjónvarp: Samsung UE32K5105AKXXE Blu-ray spilari: Samsung BD-J4500RXE
Re: Myndavél á Reykjanesbraut - Heads up
Já, ég fékk sekt fyrir einhverjum árum, hvort ég hafi verið sautján ára eða eitthvað.
Annars, eins og svanur08, keyri ég bara á löglegum hraða.
Annars, eins og svanur08, keyri ég bara á löglegum hraða.
Loksins edrú og aldrei í mínu fullorðins lífi liðið betur né liðið jafn mikið eins og manneskju. Nú byrjar restin af lífinu.
-
- Kerfisstjóri
- Póstar: 1227
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Myndavél á Reykjanesbraut - Heads up
"hraðamælinga tips" á facebook líka með svona info
Re: Myndavél á Reykjanesbraut - Heads up
Stilla krúsið bara á 95 og hætta að hafa áhyggjur af hraðamyndavélum og sektum.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1726
- Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Myndavél á Reykjanesbraut - Heads up
Ég reyndar keyri brautina oftast á 90-100 bara útaf bíllinn eyðir miklu minna þannig, svo ég hef ekki miklar áhyggjur.
En finnst samt svona hraðagæsla algjör sóun á tíma lögreglunnar og hraðakstursviðurlög töluvert harðari en þau ættu að vera.. en það er efni í annan þráð....
En finnst samt svona hraðagæsla algjör sóun á tíma lögreglunnar og hraðakstursviðurlög töluvert harðari en þau ættu að vera.. en það er efni í annan þráð....
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x
Re: Myndavél á Reykjanesbraut - Heads up
Ég styð þetta. Lögreglan ætti frekar að nýta vinnutíma sinn í að sinna vinnunni.Danni V8 skrifaði:Ég reyndar keyri brautina oftast á 90-100 bara útaf bíllinn eyðir miklu minna þannig, svo ég hef ekki miklar áhyggjur.
En mér finnst samt svona hraðagæsla algjör sóun á tíma lögreglunnar og hraðakstursviðurlög töluvert harðari en þau ættu að vera.. en það er efni í annan þráð....
Meiri tíma í að taka fólk í random check og athuga hvort menn séu nokkuð ölvaðir eða í vímu undir stýri.
Það eru þeir sem valda verstu slysunum, ekki þeir sem keyra hratt að eðlisfari.
Að staðaldri er ég ekki hræddur í bíl, ég er ekki hræddur við að keyra hraðar +10, +20, +30kmh (yfir löglegum hámarkshraða) þegar engin umferð er, og þá við bestu aðstæður, heldur hægi ég á mér, og verð örlítið hræddur ef ég er við það að mæta bíl.
Maður veit aldrei hvað er í gangi í næsta bíl, hvort ökumaðurinn sé þreyttur, ölvaður, dópaður, eða jafnvel flogaveikur eins og aðili tengdur fjölskyldu minni komst upp með.
(Það var flogaveik kona í fjölskyldunni minni sem komst lengi upp með að keyra, hún hafði klesst amk einn eða tvo bíla áður en hún lést í bílslysi þegar hún fékk flog undir stýri. rest in peace.)
i7-10700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
-
- Kóngur
- Póstar: 6079
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Ótengdur
Re: Myndavél á Reykjanesbraut - Heads up
veit ekki betur en að ofhraður akstur sé ólöglegur og því er Lögreglan að sinna vinnunni sinni.DJOli skrifaði:Lögreglan ætti frekar að nýta vinnutíma sinn í að sinna vinnunni.
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL
Re: Myndavél á Reykjanesbraut - Heads up
Eigum við þá ekki bara að banna innflutning á bílum sem ná yfir 90kmh nema um sé að ræða ríkisbifreiðar (lögreglubíla, slökkviliðsbíla, sjúkrabíla osfv), eða láta setja bara hraðatakmarkara (útslátt) í bíla almennings við 90 kmh?worghal skrifaði:veit ekki betur en að ofhraður akstur sé ólöglegur og því er Lögreglan að sinna vinnunni sinni.DJOli skrifaði:Lögreglan ætti frekar að nýta vinnutíma sinn í að sinna vinnunni.
i7-10700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|
Re: Myndavél á Reykjanesbraut - Heads up
Ef bíll kemst á yfir 90km hraða áttu þá bara að brjóta lögin og keyra hraðar?DJOli skrifaði:Eigum við þá ekki bara að banna innflutning á bílum sem ná yfir 90kmh nema um sé að ræða ríkisbifreiðar (lögreglubíla, slökkviliðsbíla, sjúkrabíla osfv), eða láta setja bara hraðatakmarkara (útslátt) í bíla almennings við 90 kmh?worghal skrifaði:veit ekki betur en að ofhraður akstur sé ólöglegur og því er Lögreglan að sinna vinnunni sinni.DJOli skrifaði:Lögreglan ætti frekar að nýta vinnutíma sinn í að sinna vinnunni.
Sjónvarp: Samsung UE49KS8005TXXE Blu-ray spilari: Samsung UBD-K8500XE Magnari: Onkyo TX-NR515 Hátalarar: Jamo S 626 HCS Bassabox: Jamo J 12 SUB Hljóðkerfi: 5.1
Sjónvarp: Samsung UE32K5105AKXXE Blu-ray spilari: Samsung BD-J4500RXE
Sjónvarp: Samsung UE32K5105AKXXE Blu-ray spilari: Samsung BD-J4500RXE
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1726
- Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Myndavél á Reykjanesbraut - Heads up
Eitt sem ég vil taka fram að minnsta kosti frá mínu sjónarhorni, þá er ég alls ekki að segja að það sé í lagi að keyra hraðar en lög segja til um eða að reyna að réttlæta þannig akstur.
En það sem DJOli sagði hér fyrir ofan er hárrétt.
Hraðakstur er EKKI eins hættulegur og hann er látinn líta út fyrir að vera, hvað þá miðað við viðurlögin við honum. Ég biggi þessa skoðun á bæði reynslu á því að keyra erlendis þar sem leyfður hámarkshraði er hærri en slys ekki algengari þar en hér miðað við umfang umferðarinnar og svo á því að hafa lesið skýrslur um slys í umferðinni á Íslandi sem eru aðgengilegar á vef Samgöngustofu.
Í langflestum slysa þar sem hraðakstur er skráð orsök er hraðakstur ekki meginorsök heldur eitthvað annað, svosem ölvun, þreyta og færð vegar.
Staðreyndin er hins vegar sú að hraðakstur er eina umferðarlagabrotið sem er auðvelt að ná fólki fyrir, þar sem að það keyra lang fæstir eftir settum hámarkshraða og þá sérstaklega á hraðbrautunum innan höfuðborgarinnar. Það er líka eina sem er auðvelt að kanna án þess að stöðva viðkomandi og eina sem er erfitt að fela eða komast upp með.
Ég neita því ekki að hraðakstur er hættumeiri akstur en löglegur akstur, og að ef slys gerist, hver svo sem ástæðan er, mun meiri hraði gera illt verra, svo ég fer ekki að halda því fram að eftirlit og viðurlög við hraðakstri sé algjör della. En mér þykir mörkin vera of lágt sett. Löglegur hámarkshraði er í engu samræmi við umferðarhraða og hraðagetu vegakerfisins. En það er ekki allstaðar sem mér finnst að hámarkshraði ætti að vera hærri. Sumstaðar finnst mér að það ætti að lækka hann þar til úrbætur á hönnun vegakerfisins um þau svæði eru unnar.
Ef að hraðaksturshrætt fólk myndi vita hversu miklum hraða er keyrt á sumum vegum í hvert einasta skipti sem aðstæður leyfa myndi það sennilega fá áfall. Og síðan annað áfall þegar það kemst að því hversu ótrúlega sjaldgæf slys eru við þær aðstæður miðað við hversu algengt þetta er.
En það sem DJOli sagði hér fyrir ofan er hárrétt.
Hraðakstur er EKKI eins hættulegur og hann er látinn líta út fyrir að vera, hvað þá miðað við viðurlögin við honum. Ég biggi þessa skoðun á bæði reynslu á því að keyra erlendis þar sem leyfður hámarkshraði er hærri en slys ekki algengari þar en hér miðað við umfang umferðarinnar og svo á því að hafa lesið skýrslur um slys í umferðinni á Íslandi sem eru aðgengilegar á vef Samgöngustofu.
Í langflestum slysa þar sem hraðakstur er skráð orsök er hraðakstur ekki meginorsök heldur eitthvað annað, svosem ölvun, þreyta og færð vegar.
Staðreyndin er hins vegar sú að hraðakstur er eina umferðarlagabrotið sem er auðvelt að ná fólki fyrir, þar sem að það keyra lang fæstir eftir settum hámarkshraða og þá sérstaklega á hraðbrautunum innan höfuðborgarinnar. Það er líka eina sem er auðvelt að kanna án þess að stöðva viðkomandi og eina sem er erfitt að fela eða komast upp með.
Ég neita því ekki að hraðakstur er hættumeiri akstur en löglegur akstur, og að ef slys gerist, hver svo sem ástæðan er, mun meiri hraði gera illt verra, svo ég fer ekki að halda því fram að eftirlit og viðurlög við hraðakstri sé algjör della. En mér þykir mörkin vera of lágt sett. Löglegur hámarkshraði er í engu samræmi við umferðarhraða og hraðagetu vegakerfisins. En það er ekki allstaðar sem mér finnst að hámarkshraði ætti að vera hærri. Sumstaðar finnst mér að það ætti að lækka hann þar til úrbætur á hönnun vegakerfisins um þau svæði eru unnar.
Ef að hraðaksturshrætt fólk myndi vita hversu miklum hraða er keyrt á sumum vegum í hvert einasta skipti sem aðstæður leyfa myndi það sennilega fá áfall. Og síðan annað áfall þegar það kemst að því hversu ótrúlega sjaldgæf slys eru við þær aðstæður miðað við hversu algengt þetta er.
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x
Re: Myndavél á Reykjanesbraut - Heads up
Tja ég meina hvenær komu fyrst lög um 90 km hámarkshraða utan þettbýlis? Þegar fyrst var malbikað? Og hvað er til dæmis tæknin í bílum búinn að fara fram úr öllu? ABS, skriðvörn, spólvörn og margt margt fleira. Finnst þessi 90km hámarkshraði vera orðin svo úreltur, en fólk á það hins vegar til að keyra alltof hratt á veturnar miðað við aðstæður, myndi ekki sjá neitt að því að hækka hámarkshraðann á sumrin og hafa hann þess vegna 80-90 á veturnar, veit að Frakkarnir skipta um hámarkshraða eftir veðri á hverjum degi á sumum hraðbrautum, af hverju getum við ekki gert eitthvað svipað?
Intel i7 7700k, Gigabyte G1 Gaming GTX1070, 2x8 gb DDR4, PRIME Z270-K, Thermaltake 730W 80 Plus, Fractal Design Define R5.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1726
- Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Myndavél á Reykjanesbraut - Heads up
Hárrétt. Þetta er svona í restinni af Evrópu líka. Það eru á flestum hraðbrautum ljósaskilti fyrir ofan hverja akrein á einhverju x-millibili sem segir til um hver hraðatakmörkunin er á hverri akrein fyrir sig. Ég var að keyra þarna í byrjun desember og það var ekki óalgengt að sjá mismunandi hámarkshraða eftir því hvaða akrein maður var á.Skippó skrifaði:Tja ég meina hvenær komu fyrst lög um 90 km hámarkshraða utan þettbýlis? Þegar fyrst var malbikað? Og hvað er til dæmis tæknin í bílum búinn að fara fram úr öllu? ABS, skriðvörn, spólvörn og margt margt fleira. Finnst þessi 90km hámarkshraði vera orðin svo úreltur, en fólk á það hins vegar til að keyra alltof hratt á veturnar miðað við aðstæður, myndi ekki sjá neitt að því að hækka hámarkshraðann á sumrin og hafa hann þess vegna 80-90 á veturnar, veit að Frakkarnir skipta um hámarkshraða eftir veðri á hverjum degi á sumum hraðbrautum, af hverju getum við ekki gert eitthvað svipað?
Síðan á vegunum þar sem hraðinn var ótakmarkaður í Þýskalandi var umferðarhraðinn misjafn eftir hversu margar akreinar voru en trukkarnir voru á 100 lengst til hægri og krúshraðinn lengst til vinstri fór alveg upp í 160. Ég tók tvenn myndbönd meðan ég var í farþegasætinu. Annað meðan við vorum á 164km/h samkvæmt GPS og það kom lítill Opel Corsa og tók frammúr okkur. Hitt þegar við vorum að reyna að ná BMW X5 jeppa og vorum komnir upp í rúmlega 210 km/h samkvæmt GPS en náðum ekki jeppanum. Fólki finnst þetta bara fullkomlega eðlilegt þarna úti. Það keyrir enginn lengst til hægri nema til að taka frammúr og ef einhver er á akreininni og sér annan nálgast færir hann sig undir eins ef pláss leyfir. Það væri t.d. leikandi hægt að krúsa um Reykjanesbrautina á 160 km/h ef maður gæti treyst Íslendingum til að haga sér eins og aðrir Evrópubúar. Þessi umferðarhraði var vel mögulegur á hægri akrein á samskonar tveggja akreina hraðbrautum erlendis.
En ég myndi nú samt ekki segja að það ætti að hækka hámarskhraða þar svo mikið, mér finnst 110 km/h raunhæf tala á þessum vegarkafla.
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x
-
- Kóngur
- Póstar: 4270
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Staða: Ótengdur
Re: Myndavél á Reykjanesbraut - Heads up
I þessum löndum eru þessir vegir líka mun betri en hérlendis. Ég hef ekið t.d. í Bandaríkjunum á vegum með 80/90mph hraðatakmörkunum (130/140kph) og leið aldrei eins og ég væri í hættu. En þjóðvegur 1 kemst ekki í hálfkvisti við vegi erlendis (svo ekki sé talað um þýskar hraðbrautir og hvaðeina).Danni V8 skrifaði: Ég biggi þessa skoðun á bæði reynslu á því að keyra erlendis þar sem leyfður hámarkshraði er hærri en slys ekki algengari þar en hér miðað við umfang umferðarinnar og svo á því að hafa lesið skýrslur um slys í umferðinni á Íslandi sem eru aðgengilegar á vef Samgöngustofu
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1726
- Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Myndavél á Reykjanesbraut - Heads up
Að sjálfsögðu ekki enda er ég algjörlega hlynntur þeim hámarkshraða sem er á Þjóðvegi 1. Það er stórhættulegur vegur.KermitTheFrog skrifaði:I þessum löndum eru þessir vegir líka mun betri en hérlendis. Ég hef ekið t.d. í Bandaríkjunum á vegum með 80/90mph hraðatakmörkunum (130/140kph) og leið aldrei eins og ég væri í hættu. En þjóðvegur 1 kemst ekki í hálfkvisti við vegi erlendis (svo ekki sé talað um þýskar hraðbrautir og hvaðeina).Danni V8 skrifaði: Ég biggi þessa skoðun á bæði reynslu á því að keyra erlendis þar sem leyfður hámarkshraði er hærri en slys ekki algengari þar en hér miðað við umfang umferðarinnar og svo á því að hafa lesið skýrslur um slys í umferðinni á Íslandi sem eru aðgengilegar á vef Samgöngustofu
Sem og Suðurlandsvegur sem ég botna bara ekkert í hvers vegna er ekki búið að full tvöfallda fyrir löngu síðan, miðaða við þær niðurstöður sem við höfum séð með Reykjanesbrautina. Ekkert banaslys hefur orðið á henni utan höfuðborgarsvæðis síðan hún var tvöföllduð en þar á undan voru að meðaltali 5 dauðsföll á ári á þessum vegi. Þrátt fyrir það hefur hraðinn aukist á þessum vegi.
Þess vegna er það frekar augljóst að þetta hraðaeftirlit á þessum vegi er með öllu tilgangslaust, ekki nema tilgangurinn sé einungis að ná inn meiri pening frá almúganum.
Þegar það voru liðin 10 ár frá opnun tvöföllduninar kom grein í einhverjum miðlinum sem talaði um það einmitt að miðað við sögu Brautarinnar fyrir tvöfölldun hafði þessi framkvæmd bjargað um það bil 50 mannslífum. Síðan tvöfölldun Reykjanesbrautar opnaði hafa ótal margir látist á Suðurlandsvegi, sem er nú talinn hættulegasti vegur landsins. Ég get ekki séð nákvæmlega hversu margir þar sem skýrslur fyrir árið 2011 og eldra eru gallaðar á vef Samgöngustofu. En á síðustu 4 árum hafa amk. 8 manns látist á þeim vegi, þar af allavega 2 á þessu ári. Ef þeir hefðu hætt þessari nýsku og tvöfalldað vegin almennilega strax eins og var gert við Reykjanesbrautina er ég sannfærður um að staðan væri svipuð, ef ekki eins og á Reykjanesbrautinni. Til þess borgum við bifreiðagjöld tvisvar á ári, himinhá gjöld af eldsneytinu okkar og tvöfölldum bíla í verði við innflutning.
Ég er mjög hlynntur öllu sem getur kallast umferðaröryggi. En ég er á móti aðgerðum sem taka á málinu á röngum stað. Fyrir utan vegina þá er núna mesta ógn umferðaröryggis á Íslandi fólk sem er að brasa í símunum sínum við akstur, ölvunarakstur og ofþreytuakstur. Hraðakstur er inn á þessum lista vissulega, en mjög neðarlega.
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x