Beyglaður Örgjörvi?


Höfundur
kengur
Nýliði
Póstar: 19
Skráði sig: Lau 11. Maí 2013 16:11
Staða: Ótengdur

Beyglaður Örgjörvi?

Póstur af kengur »

Ég var að installa nýjum örgjörva í vélina mína í dag þegar hann rann úr höndunum á mér og datt í gólfið. Núna þegar ég ræsi vélina kemur ekkert á skjáinn. Er að velta því fyrir mér hvort hann sé bara ónýtur eða hvort það er hægt að gera við hann?
Viðhengi
22222.jpg
22222.jpg (79.92 KiB) Skoðað 2206 sinnum
AMD Ryzen 1700 | 16gb Corsair Vengance 3200mhz | Samsung 840 pro | AMD Radeon Rx 480 | Asus b350 prime plus | Asus 27" MG278Q 1440p 144hz
Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1574
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Staða: Ótengdur

Re: Beyglaður Örgjörvi?

Póstur af Xovius »

Eru einhverjir pinnar bognir?
Örgjörvar eru svakalega viðkvæm tæki. Líklega ónýtur. Hvernig örgjörvi er þetta?

Höfundur
kengur
Nýliði
Póstar: 19
Skráði sig: Lau 11. Maí 2013 16:11
Staða: Ótengdur

Re: Beyglaður Örgjörvi?

Póstur af kengur »

Nei engir pinnar brotnir en þetta er amd fx 8350
AMD Ryzen 1700 | 16gb Corsair Vengance 3200mhz | Samsung 840 pro | AMD Radeon Rx 480 | Asus b350 prime plus | Asus 27" MG278Q 1440p 144hz

Klara
has spoken...
Póstar: 165
Skráði sig: Fim 11. Jún 2015 20:39
Staða: Ótengdur

Re: Beyglaður Örgjörvi?

Póstur af Klara »

Þar sem þú varst að skipta um eitthvað í móðurborðinu þá skaltu vera alveg 100% á því að allt sé á sínum stað og sitji almennilega.

Vinnsluminni og slíkt

Prufaðu líka að endurræsa bios, taka rafhlöðuna úr og setja hana aftur í eftir smá stund.

Flettu líka móðurborðinu upp og leitaðu að pípkóðum Flest móðurborð gefa frá sér píp ef eitthvað er ekki í lagi sem er tengt við móðurborðið.
Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1574
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Staða: Ótengdur

Re: Beyglaður Örgjörvi?

Póstur af Xovius »

Það þarf líka svakalega litið milli móðurborðsins og örgjörvans til að ekkert virki. Passaðu að allt sé alveg beint og alveg hreint.

Höfundur
kengur
Nýliði
Póstar: 19
Skráði sig: Lau 11. Maí 2013 16:11
Staða: Ótengdur

Re: Beyglaður Örgjörvi?

Póstur af kengur »

Takk fyrir ráðleggingarnar. Ég setti örgjörvan aftur í og fékk tölvuna til að ræsa sig en núna blue screenar hún þegar hún reynir að boota windows.
AMD Ryzen 1700 | 16gb Corsair Vengance 3200mhz | Samsung 840 pro | AMD Radeon Rx 480 | Asus b350 prime plus | Asus 27" MG278Q 1440p 144hz
Skjámynd

nidur
Kerfisstjóri
Póstar: 1227
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Beyglaður Örgjörvi?

Póstur af nidur »

Ef þú varst að skipta um hardware gæti þurft að setja upp nýtt stýrikerfi.

Klara
has spoken...
Póstar: 165
Skráði sig: Fim 11. Jún 2015 20:39
Staða: Ótengdur

Re: Beyglaður Örgjörvi?

Póstur af Klara »

Það þarf nú yfirleitt ekki að skipta um stýrikerfi þegar skipt er um örgjörva.

Hinsvegar kemur villukóði þegar bsod kemur sem á að gefa þér vísbendingar um hvað sé að valda þessu.

Hvaða móðurborð ertu með? Ertu alveg 100% á því að móðurborðið styðji örgjörvann?

http://www.tomshardware.co.uk/answers/i ... -bsod.html
Skjámynd

snaeji
Tölvutryllir
Póstar: 610
Skráði sig: Fös 05. Mar 2010 01:39
Staða: Ótengdur

Re: Beyglaður Örgjörvi?

Póstur af snaeji »

Og svo er einnig um að gera að fara sparlega með kælikremið. Meira kælikrem != betri leiðni.
Skjámynd

Black
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Beyglaður Örgjörvi?

Póstur af Black »

Mér sýnist líka vera alltof mikið kælilkrem á örgjörvanum.
CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:Asus 1080ti strix | RAM: 16gb 3200 Corsair | PSU: RM650x | Case:Corsair 275R |
Skjámynd

Minuz1
1+1=10
Póstar: 1162
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Beyglaður Örgjörvi?

Póstur af Minuz1 »

Eins og fólk bendir hér á, þá er allt of mikið kælikrem á örgjörvanum.
Þótt það heiti kælikrem, þá hjálpar það ekki við kælingu, þetta er til þess að koma í veg fyrir að loft sé á milli örgjörvans og kælikerfis.
Þetta eru micoscopic raufar sem þarf að fylla til að loftið hindri ekki hitaleiðnina.
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
Skjámynd

Black
Vaktari
Póstar: 2277
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Beyglaður Örgjörvi?

Póstur af Black »

Pinnarnir líta út fyrir að vera beyglaðir á myndinni,Svo er líka eins og það sé smá kælikrem á þeim á einumstað, og eins og ég var búinn að nefna hérna fyrir ofan að þá er örgjörvinn á kafi í kælikremi. :no
Viðhengi
pinnar.jpg
pinnar.jpg (285.92 KiB) Skoðað 1721 sinnum
CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:Asus 1080ti strix | RAM: 16gb 3200 Corsair | PSU: RM650x | Case:Corsair 275R |
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Beyglaður Örgjörvi?

Póstur af dori »

Er ég sá eini sem veiti því athygli að hornið á örgjörvanum nær okkur til vinstri á myndinni er brotið? Það eru alveg pottþétt rásir þarna og mjög ólíklegt að hann virki rétt eftir þetta.
Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2010
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Staða: Ótengdur

Re: Beyglaður Örgjörvi?

Póstur af tdog »

Það eru líklegast engar rásir þarna, dieið er ekki nema á stærð við fingurnögl og situr á miðri plötunni. Flatarmál kubbsins er bara svona stórt til að koma öllum IO pinnunum fyrir og fyrir optimal hitaleiðni.
MacBook Pro, Late 2011. 2.2 Ghz i7, 8GB 1333Mhz
rafvirki/hljóðmaður/IP-gúrú
Skjámynd

snaeji
Tölvutryllir
Póstar: 610
Skráði sig: Fös 05. Mar 2010 01:39
Staða: Ótengdur

Re: Beyglaður Örgjörvi?

Póstur af snaeji »

tdog skrifaði:Það eru líklegast engar rásir þarna, dieið er ekki nema á stærð við fingurnögl og situr á miðri plötunni. Flatarmál kubbsins er bara svona stórt til að koma öllum IO pinnunum fyrir og fyrir optimal hitaleiðni.

Athyglisvert

Mynd
Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6079
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Beyglaður Örgjörvi?

Póstur af worghal »

snaeji skrifaði:
tdog skrifaði:Það eru líklegast engar rásir þarna, dieið er ekki nema á stærð við fingurnögl og situr á miðri plötunni. Flatarmál kubbsins er bara svona stórt til að koma öllum IO pinnunum fyrir og fyrir optimal hitaleiðni.

Athyglisvert

Mynd
hann er með amd cpu ekki intel, svo var spurningin hvort það væru einhverjar rásir sem liggja þarna frá pinnum, ekki rásir í actual sílikon flögunni.
CPU: Intel Core i7 6700K MB: Asrock Z170 Extreme4 GPU: Asus GTX 980 Strix RAM: Corsair Vengeance LPX 2x8gb 3200Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Asus Xonar STX - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Bitfenix Shinobi XL
Skjámynd

jojoharalds
Bara að hanga
Póstar: 1591
Skráði sig: Þri 02. Nóv 2010 20:42
Staðsetning: Cicada - 3301
Staða: Ótengdur

Re: Beyglaður Örgjörvi?

Póstur af jojoharalds »

Engin rás á þessum slóðum (virðist vera)
Viðhengi
302a994f_image.jpeg
302a994f_image.jpeg (1.71 MiB) Skoðað 1460 sinnum
Asrock X570 Taichi - Ryzen 7-3800X @ 4.6 ghz -
G.Skill 16GB (2x8GB) Trident Z 3600MHz - be quiet! Dark Power Pro 11 850W - GTX3080
Samsung 950pro 256Gb/Vatnskælt - Samsung 960Pro 512Gb Raid0 - 2Tb Samsung 1TB 970 EVO CUSTOM Vökva Kæling C.A.S.E.L.A.B.S

Dúlli
Vaktari
Póstar: 2097
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Staða: Ótengdur

Re: Beyglaður Örgjörvi?

Póstur af Dúlli »

jojoharalds skrifaði:Engin rás á þessum slóðum (virðist vera)
Jú þær eru þar til staðar þótt þú sérð þær ekki, Þær eru mitt á milli og leiða rásir í pinnana.

Örgjörva PCB plattan er svipuð og þessari mynd bara mun meira í gangi á plötunni. Það þarf á eithvern veg að leiða frá kubbnum í rétta pinna.

Mynd
Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3567
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Staða: Ótengdur

Re: Beyglaður Örgjörvi?

Póstur af dori »

tdog skrifaði:Það eru líklegast engar rásir þarna, dieið er ekki nema á stærð við fingurnögl og situr á miðri plötunni. Flatarmál kubbsins er bara svona stórt til að koma öllum IO pinnunum fyrir og fyrir optimal hitaleiðni.
Mhm, til að koma IO pinnunum fyrir. Það þarf einhver rás að komast í alla IO pinna þannig að ef þetta nær að pinna þá er möguleiki á að eitthvað hafi fudgast.

En m.v. að tölvan hafi ræst sig eftir þetta hlýtur þetta að vera í lagi. Ég skippaði yfir vitleysuna um að það væri of miklu kælikremi að kenna að tölvan ræsir sig ekki og missti af svarinu hans OP þar sem hann tók fram að hún ræsti sig eftir þetta.
Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4264
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Staða: Ótengdur

Re: Beyglaður Örgjörvi?

Póstur af chaplin »

Minuz1 skrifaði: Þótt það heiti kælikrem, þá hjálpar það ekki við kælingu.
Þetta heitir ekki kælikrem, þetta heitir hitaleiðandi krem.
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Skjámynd

Minuz1
1+1=10
Póstar: 1162
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Beyglaður Örgjörvi?

Póstur af Minuz1 »

chaplin skrifaði:
Minuz1 skrifaði: Þótt það heiti kælikrem, þá hjálpar það ekki við kælingu.
Þetta heitir ekki kælikrem, þetta heitir hitaleiðandi krem.
http://tl.is/product/arctic-cooling-mx-2-30gr
Stór túpa af Arctic Cooling Mx-2 kælikremi fyrir örgjörva

Sjáum nú til, hérna er varan þýdd sem kælikrem...

http://kisildalur.is/?p=2&id=562

hérna er þetta þýtt sem hitaleiðandi krem.

Ok, þannig að það eru mismunandi þýðingar á orðinu Cooling
Sem er kæling, það sem ég er að benda á er að þetta er ekki notað vegna gífurlegs kæligetu, heldur vegna ófullkominar framleiðslu á örgjörva/kæliplötu.

Annars er þetta bara kítti...fuck it.
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
Skjámynd

kizi86
Vaktari
Póstar: 2179
Skráði sig: Lau 26. Sep 2009 18:08
Staða: Ótengdur

Re: Beyglaður Örgjörvi?

Póstur af kizi86 »

Minuz1 skrifaði:
chaplin skrifaði:
Minuz1 skrifaði: Þótt það heiti kælikrem, þá hjálpar það ekki við kælingu.
Þetta heitir ekki kælikrem, þetta heitir hitaleiðandi krem.
http://tl.is/product/arctic-cooling-mx-2-30gr
Stór túpa af Arctic Cooling Mx-2 kælikremi fyrir örgjörva

Sjáum nú til, hérna er varan þýdd sem kælikrem...

http://kisildalur.is/?p=2&id=562

hérna er þetta þýtt sem hitaleiðandi krem.

Ok, þannig að það eru mismunandi þýðingar á orðinu Cooling
Sem er kæling, það sem ég er að benda á er að þetta er ekki notað vegna gífurlegs kæligetu, heldur vegna ófullkominar framleiðslu á örgjörva/kæliplötu.

Annars er þetta bara kítti...fuck it.
heitir Arctic Cooling Thermal compound (arctic cooling er nafnið á fyrirtækinu...) thermal compound er heitið á vörunni..

en já, of mikið krem getur valdið t.d bsod, þar sem hitinn gæti verið að bsoda tölvunni vegna ófullkomnar þéttingar milli örgjörva og kælingar
AsRock TRX40 Taichi AMD Threadripper 3960X Asus GTX 980OC Strix 4GB G.Skill (4x8GB) Trident Neo 3600MHz DDR4 Western Digital RED 4TB stýrikerfi: 2x Corsair MP600 1TB raid0 50" Panasonic Plasma TV WD RED 4TB
Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4264
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Staða: Ótengdur

Re: Beyglaður Örgjörvi?

Póstur af chaplin »

Þótt sumar verslanir þýði það rangt, enda eins og þú sagðir, þetta kælir ekki neitt, þá þarf ekki að halda í röngu þýðinguna enda er hún ekkert nema villandi.

Ég er ekki að segja að hitaleiðandi krem sé eitthvað official rétta orðið en þetta er gert til að leiða hita, kælikrem er hinsvegar gjörsamlega fráleitt enda kælir þetta ekki neitt.
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Skjámynd

Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1574
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Staða: Ótengdur

Re: Beyglaður Örgjörvi?

Póstur af Xovius »

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4264
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Staða: Ótengdur

Re: Beyglaður Örgjörvi?

Póstur af chaplin »

Geggjað! Ætla að kaupa þetta á morgun og smella þessu á vélina! Hello -273.16°C.
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Svara