Deer Hunter 2005 for teh win!

Svara
Skjámynd

Höfundur
Bendill
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Lau 25. Okt 2003 03:06
Staðsetning: Mosfellsbær
Staða: Ótengdur

Deer Hunter 2005 for teh win!

Póstur af Bendill »

Heilir og sælir,

Ég er kominn hér til þess að segja ykkur frá leik sem ég hef haft mikinn áhuga á frá örófi alda, Deer Hunter...
Þessi leikjasería gengur út á það að þú ert settur í spor veiðimanns og gengur leikurinn út á að veiða stærstu og flottustu dádýrs tarfana. Ekki er neinn söguþráður í leikjunum og enda engin furða, þetta eru simulatorar.
Fyrstu leikirnir féllu í grýttan farveg, þeir þóttu ekki ná fram raunveruleika en þóttu samt gefa góða mynd af sportinu. Þeir voru einnig ekki fyrir alla, því Disney myndin Bambi hafði haft djúpstæð áhrif á suma. Leikirnir þróuðust hratt og voru þeir fljótir að tileinka sér nýjustu tækni í tölvuleikjum.
Þá er komið að nýjasta afsprenginu, Deer Hunter 2005. Þessi leikur notar nýjustu tækni og er Unreal Tournament 2004 vélin notuð til hins ýtrasta. Leikurinn hefur allt það sem áhugamenn um veiðar dreyma um. Þú getur sett saman þínar eigin byssur, valið kúlustærð, liti á skefti og hvaða kíkir kemur með. Úrvalið af byssum er líka fjölbreytt, það eru framhlaðningar, bogar, lásabogar, haglabyssur og rifflar af öllum gerðum og stærðum. Svo eru allar hegðanir á dýrunum sjálfum einkar vel úr garði gerðar. Þau hafa allan varan á og eru fljót að þjóta í burtu við fyrsta þrusk. Síðan eru umhverfin... váá... ég meina... þú veist'... hvað er hægt að segja? Þau eru svo raunveruleg. Það er bara eitthvað við það að sitja í fylgsni á köldum nóvember degi og bíða eftir bráð, manni verður bara kalt, svo raunverulegt er þetta. Eitt sem ég myndi vilja vara fólk á: Þessi leikur er tímafrekur og maður fer oft tómhentur til svefns. Hann getur verið pirrandi, en þegar þú fellir dýr sem þú ert búinn að vera sitja um í langan tíma þá fyllist maður af sælu... :D
Einnig vil ég benda á að netspilun er bráðskemmtileg en hún virkar einungis ef þroskaðir einstaklingar eru að spila, það er ekkert gaman að vera með einhverjum sem skýtur á allt sem hreyfist....

Allavega, ég vildi benda ykkur á þennan leik, mér finnst hann frábrugðin eldri DH leikjum, það er auðveldara að stíga inn í þennan og byrja. Einnig er þessi leikur fínt afslöppunartól, ekkert stress í honum (nema fyrir óþolinmóða kannski :roll: ).

Takk fyrir
OC fanboy
Skjámynd

Voffinn
Vaktari
Póstar: 2249
Skráði sig: Sun 22. Des 2002 17:41
Staða: Ótengdur

Póstur af Voffinn »

Sæll.

Ég man eftir að hafa spilað einhvern svona deer hunter leik í mac fyrir mörgum árum, gæti það staðist hjá mér?
Skjámynd

Höfundur
Bendill
spjallið.is
Póstar: 415
Skráði sig: Lau 25. Okt 2003 03:06
Staðsetning: Mosfellsbær
Staða: Ótengdur

Póstur af Bendill »

Voffinn skrifaði:Sæll.

Ég man eftir að hafa spilað einhvern svona deer hunter leik í mac fyrir mörgum árum, gæti það staðist hjá mér?


Já, ég gæti vel trúað því, fyrstu fjórir leikirnir komu út á mac minnir mig...
OC fanboy

Vilezhout
spjallið.is
Póstar: 401
Skráði sig: Þri 04. Nóv 2003 02:30
Staðsetning: Nethimnaríki
Staða: Ótengdur

Póstur af Vilezhout »

þetta voru og eru helmagnaðir leikir svo var í einhverri útgáfu þarsem átti að rekja slóð þeirra skoða skít og þessháttar
kannski maður kík á þetta :8)
This monkey's gone to heaven
Svara