Gamla settið var að kaupa nýlegt hús í vallarhverfinu í Hafnarfirði, þar er ljósleiðarabox, það eru tölvutengi í herbergjum og svo þessi skemmtilega flækja í rafmagnstöflunni. Ég var að vona að það væri cat innstungur frá herbergjum og svo þyrfti bara patchsnúrur í sviss til að tengja eftir þörfum.
Getur einhver frætt mig um hvernig þetta tengibretti á að virka og hvað þyrfti að gera til að koma þeim í netsamband hinum ýmsu herbergjum.
Þau voru/eru með 2 tölvur netsnúrutengdar, 2 afruglara og svo þessi helstu þráðlausu tæki, síma og spjaldtölvur.

- IMG_1543a.jpg (295.68 KiB) Skoðað 1928 sinnum