Vangaveltur um VW Passat Metan bíla

Allar tengt bílum og hjólum
Svara
Skjámynd

Höfundur
roadwarrior
Gúrú
Póstar: 539
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Staða: Ótengdur

Vangaveltur um VW Passat Metan bíla

Póstur af roadwarrior »

Hef verið að velta fyrir mér endurnýjun á bílnum mínum (Passat 2005 B6) og er helv veikur fyrir nýju týpunni af Passat (2012-->) en hef verið að heyra misjafnar sögur. Það er töluvert til af metan útgáfunni á markaðinum en sumir hafa varað mig við honum vegna vandamála sem hafa komið upp með metanið.
Einhver sagði við mig að á tímabili hafi metanið verið 100% hreint, á að vera um 95% +/- og vegna þess að metanið hafi verið 100% hafi vantað ýmis íblöndunarefni sem verndi vélina.
Aðrir seigja að metan VW bílarnir séu ekki að gera sig yfirhöfuð og þar skifti sjálft metanið ekki neinu sérstöku máli .

Nú langar mig að heyra hvort þið hafið eitthvað um þetta að seigja, kjaftasögur, reynslusögur og aðrar sögur :)
Skjámynd

flottur
Tölvutryllir
Póstar: 674
Skráði sig: Þri 02. Jún 2009 14:37
Staðsetning: Gardentown
Staða: Ótengdur

Re: Vangaveltur um VW Passat Metan bíla

Póstur af flottur »

Er að vinna við að keyra og í vinnuni erum við með Mercedes Bens Sprinter NGT version, það er búið að vera helvítis vesen á bensanum vegna metan búnaðar.

Erum búnir að vera í sambandi við öskju og þar eru menn að segja að vesenið á metan bílunum er vegna þess að metanið sem framleitt er hér skítugt og ekki nógu hreint þannig að þú getur bókað það að heddið fari hjá þér eftir 100 þús km.

Konan og ég vorum að pæla í að skipta 1 eða 2 bílum af 4 út fyrir metan en eftir að hafa verið að spjalla við reyndari menn þá hættum við við það.

Annað, var einnig að spjalla við aðrar menn sem eru að vinna hjá einu útkeyrslu fyrirtæki sem voru með sama bens og við vorum með og hann hafði sömu sögu að segja og við.
Custom desktop
Work Laptop : Lenovo Thinkpad E15
Svara