Uppfærslupælingar. Er með Haf 912 og AsRockP5B-DE
-
Höfundur - has spoken...
- Póstar: 182
- Skráði sig: Sun 13. Mar 2011 13:17
- Staðsetning: Hafnarfjörður - Bangkok
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Uppfærslupælingar. Er með Haf 912 og AsRockP5B-DE
Keypti flottasta kassann fyrir unglinginn minn, Haf 912 með rauðum ljósum og alles. Setti allt það besta sem ég átti til inn í hana, en það er greinilega ekki nógu gott núna. AsRock P5B-DE móðurborð með 4 gb DDR 2 minni (kannski meira, man það ekki). Intel core duo örri, ekki sérlega hraður. Hann kvartar að tölvan ráði ekki við leikina sem hann er að spila, hvort sem er online eða ekki. Get ekki sett ótakmarkaðann pening í þetta, en allar hugmyndir og pælingar vel þegnar. Held að móðurborðið verði að fara svo við komum allavega DDR3 í þetta og einhvern öflugri örgjörva. Reyni að finna út úr skjákortinu, en það er nokkuð örugglega ekki upp á marga fiska.
Bankinn er ekki vinur þinn
-
- Gúrú
- Póstar: 564
- Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Uppfærslupælingar. Er með Haf 912 og AsRockP5B-DE
Við vinnufélagi minn höfum verið að prufa okkur áfram með svona eldri vélbúnað og með fáum undantekningum, þá virka 6GB DDR2, Q6600 og GTX750 kort alveg ágætlega. Meira að segja Assassin's Creed Unity, sem er drullukröfuharður virkar ágætlega í 1680x1050, þó svo að hann þurfti að yfirklukka greyið Q6600'inn vel yfir 3.0GHz'in til að fá hann smooth.
Ef þú getur reddað þér Q6600 fyrir lítið, þá er það og GTX750ti hugsanlega ódýrasta uppfærslan sem þú getur fengið. Það er verið að selja svoleiðis kort á 14 þús. hérna á vaktinni, sjá http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=63510
Ef ekki, ertu alltaf að fara í uppfærslu upp á einhverja tugþúsundi.
Ef þú getur reddað þér Q6600 fyrir lítið, þá er það og GTX750ti hugsanlega ódýrasta uppfærslan sem þú getur fengið. Það er verið að selja svoleiðis kort á 14 þús. hérna á vaktinni, sjá http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=63510
Ef ekki, ertu alltaf að fara í uppfærslu upp á einhverja tugþúsundi.
Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.
-
Höfundur - has spoken...
- Póstar: 182
- Skráði sig: Sun 13. Mar 2011 13:17
- Staðsetning: Hafnarfjörður - Bangkok
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Uppfærslupælingar. Er með Haf 912 og AsRockP5B-DE
Takk fyrir þessa fínu ábendingu, Finnst þetta hljóma eins og eitthvað sem er gerandi og skynsamlegt. Held móðurborðinu sem sagt. Nú er bara að finna Q6600 einhversstaðar og GTX750ti (kíki á linkinn). Er mhz á minninu ekki soldið issue líka?Hannesinn skrifaði:Við vinnufélagi minn höfum verið að prufa okkur áfram með svona eldri vélbúnað og með fáum undantekningum, þá virka 6GB DDR2, Q6600 og GTX750 kort alveg ágætlega. Meira að segja Assassin's Creed Unity, sem er drullukröfuharður virkar ágætlega í 1680x1050, þó svo að hann þurfti að yfirklukka greyið Q6600'inn vel yfir 3.0GHz'in til að fá hann smooth.
Ef þú getur reddað þér Q6600 fyrir lítið, þá er það og GTX750ti hugsanlega ódýrasta uppfærslan sem þú getur fengið. Það er verið að selja svoleiðis kort á 14 þús. hérna á vaktinni, sjá http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=63510
Ef ekki, ertu alltaf að fara í uppfærslu upp á einhverja tugþúsundi.
Bankinn er ekki vinur þinn
Re: Uppfærslupælingar. Er með Haf 912 og AsRockP5B-DE
Fyrsta sem maður þarf að vita. Hvað ætlarðu að eyða miklu í þetta ?