Þarna ætla þeir sér að búa til nýjan "universal" kapal með mörgum breytistykkjum á endunum.

Eins og þetta er kynnt þarna þá virðist ekki mikil hugsun hafa farið í þetta. Þeir vilja meina að það verði hægt (með einni snúru) að tengja USB við HDMI, USB við audio jack, Lightning við HDMI o.s.frv.
Svo er þeirra framtíðarsýn að það verði TOB tengi á öllum tölvum svo breytistykkin verði óþörf.
Hef ekki kynnt mér þetta til hins ítrasta en ég hef voðalega litla trú á þessu.