Ég er staddur í Eistlandi næstu mánuðina og mun ekki geta horft á HM í handbolta nema í gegnum leiðinleg streams og ömurlegheit.
Ég hafði samband við RUV og mér skillst að jafnvel þó að ég borgi minn nefskat þá eigi ég ekki rétt á að horfa á beinar útsendingar á ruv.is vegna þess að ég er ekki á landinu.
Vitið þið um góða leið til að komast framhjá ip síu ruv.is?
Eða sit ég uppi með að horfa á leikina á netinu í ömurlegum gæðum og án lýsingar?
Ég hef getað horft á allt íslenskt efni í USA í gegnum RUV.is, t.d. fréttir, áramótaskaup og fl. En get hinsvegar ekki staðfest þetta með landsleikina, gætu samt verið opnir úti.
Ég er keypti mér mánuð hjá lokun.is og það virðist virka fínnt. Laggar smá svona inn á milli en ég býst við að það sé bara tengingin mín hérna úti.
Áður en ég kveikti á OpenVPN þá gat ég ekki horft á útsendinguna, bara svona til að staðfesta það.
Sjáum hvernig þetta fer, en þetta lýtur vel út so far
ÁFRAM ÍSLAND!
Snojo skrifaði:Laggar smá svona inn á milli en ég býst við að það sé bara tengingin mín hérna úti.
Það er nokkuð örugglega Ruv.is að kenna frekar en neinu öðru.
Ruv.is streymið hefur alltaf laggað við og við (í vinsælum útsendingum) þegar ég hef horft á það með 100Mb ljósleiðara 500 metra frá RÚV húsinu.
Var að opna þetta núna og "við og við" er frekar rausnarlegt. Þetta er bara lagg lagg lagg lagg.
Eg er eigandi Lokun.is (eins og margir mögulega vita). Ég vildi bara þakka fyrir góðu orðin
Ef þið eruð í einhverjum vandræðum eða hafið spurningar, hendið í mig PM eða emailið benedikt@lokun.is
Last edited by benediktkr on Lau 17. Jan 2015 00:49, edited 1 time in total.
Var Hola að virka hjá einhverjum? ég bý sjálfur í dk og það var ekki að virka fyrir mig að horfa á ruv.is kom alltaf bara stream/2 not found eða stream/4 not found en þegar ég slökkti á Hola þá kom eitthvað "einungis ísland má horfa á þetta"