Auðvitað er pirrandi að vsk sé hækkaður á matvæli, samt ekki nærri því eins pirrandi og þegar hann var lækkaður úr 24.5% í 7% og kaupmenn stálu mismuninum.audiophile skrifaði:Af hverju er annars enginn brjálaður yfir hækkuninni á matvælum? Hvar er forgangsröðunin?
Þetta er ágætis lesning:
https://www.althingi.is/altext/erindi/144/144-112.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;
Um II. Kafla: Neytendasamtökin lýsa sig samþykk áformum um niðurfellingu laga um vörugjald nr. 97/1987, en itreka þó áhyggjur sínar af því að sú niðurfelling, auk lækkunar á efra virðisaukaskattstigi, komi ekki til með að skila sér til neytenda.
Raunar fá samtökin nú þegar margar ábendingar þess efnis að seljendur hafí hækkað verð á t.a.m. raftækjum og gosdrykkjum, og má gera því skóna að það sé í þeim tilgangi að gera verðlækkun vegna afnáms vörugjalda léttbærari. Þá er þess skemmst að minnast að í sumar, í kjölfar lækkunar á m.a. tóbaksgjöldum, gerðu Neytendasamtökin könnun á því hvort seljendur hefðu lækkað útsöluverð á tóbaki í kjölfar lagabreytingarinnar og verðlækkunar frá ATVR. í ljós kom að einungis tveir af þeim tíu seljendum sem könnunin náði til höfðu lækkað verðið. Hinir höfðu einfaldlega hækkað álagningu sína. Er því fullt tilefni til að efast um að brottnáni vörugjalda og lækkun efra virðisaukaskattsþreps komi til með að skila sér að fullu til neytenda.