Tölvurnar í Elko og Rúmfó virðast hafa bilað á sama tíma og algjörlega óvart hækkað verðin á ýmsum vörum.
Það er því ástæða að vera vel á verði, ef þið eruð að spá í kaupa heimilistæki takið þá snapshot af því til að fylgjast með þróuninni næstu daga og vikur.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/ ... ata_neinn/" onclick="window.open(this.href);return false;
https://www.facebook.com/photo.php?fbid ... 299&type=1" onclick="window.open(this.href);return false;
Einnig finnst mér algjörlega út úr kú að segja;
Það vita allir að álagning á t.d. sjónvörpum og öðrum heimilistækjum er mikil og þó þeir hafi lækkað álagningu í sept-des sem nemur ígildi vörugjalda þá er það ekkert annað en afsláttur til að koma í veg fyrir minni sölu og á ekki að koma í veg fyrir lækkun núna.„Við byrjuðum að lækka í september, og eitthvað í október, nóvember og desember. Rétt fyrir áramót lækkuðum við síðan allar vörur hjá okkur sem átti eftir að lækka. Öll verð ættu því að vera án vörugjalda núna.“
Þetta er álíka fáránleg afsökun og ef Hagkaup myndi auglýsa "afnemum viðrðisaukaskatt varanlega á öllum vörum", síðan myndi virðisaukaskattur lækka og þeir myndu þá segja...ekki hjá okkur við erum búnir!
Afsláttur á vöru sem er ígildi vörugjalda er afsláttur en ekki vörugjaldalækkun.
Þær verslanir sem virkilega ætla að reyna þetta mega éta það sem úti frýs.