Jólahreingerning

Svara
Skjámynd

Höfundur
lifeformes
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 364
Skráði sig: Fim 10. Feb 2011 23:58
Staðsetning: 66°N
Staða: Ótengdur

Jólahreingerning

Póstur af lifeformes »

jæja var að rykhreinsa tölvuna, tók hana úr sambandi skellti henni uppá borð og ryksugaði fylterana og úpps ryksugaði líka aflgjafan :crazy
svo þegar ég er búinn, stíng henni í samband þá slær hún út öryggi í töfluni.
btw. þetta er inter-tech smart III 720w aflgjafi.
Erum við bara ekki öll samála um að aflgjafinn sé farinn ?
Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Jólahreingerning

Póstur af Gúrú »

Tölvan mín slær líka út öryggi stundum. Prófaðu að stinga henni í aftur áður en við afskrifum aflgjafann.
Modus ponens
Skjámynd

Höfundur
lifeformes
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 364
Skráði sig: Fim 10. Feb 2011 23:58
Staðsetning: 66°N
Staða: Ótengdur

Re: Jólahreingerning

Póstur af lifeformes »

Er búinn að prufa það nokkru sinnum, alltaf slær hún út.
er nokkuð annað í henni sem getur farinn t.d. minni, skjákort sem veldur því að hún slái út öryggi ?
Skjámynd

vesley
Kóngur
Póstar: 4139
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Jólahreingerning

Póstur af vesley »

Það er alltaf mælt gegn því að ryksuga tölvuna hjá sér vegna hættu á því að stöðurafmagn myndast.

Það gæti því verið að það hafi komið einhverskonar skammhlaup í aflgjafanum, ert heppinn að þetta er ekki dýr aflgjafi í sjálfu sér og tapið vonandi ekki meira en það.

Ástæða fyrir því að flestar tölvuverslanir eru að selja þrýstiloft í brúsum, ef rykið er blásið úr tölvunni er hættan lítil sem engin.
massabon.is
Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4264
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Staða: Ótengdur

Re: Jólahreingerning

Póstur af chaplin »

inter-tech aflgjafi
Case closed.
youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS
Skjámynd

Höfundur
lifeformes
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 364
Skráði sig: Fim 10. Feb 2011 23:58
Staðsetning: 66°N
Staða: Ótengdur

Re: Jólahreingerning

Póstur af lifeformes »

"Ástæða fyrir því að flestar tölvuverslanir eru að selja þrýstiloft í brúsum"

vissi af því það var bara ekkert opið þegar ég tók mig til og ætlaði svona rétt að hreinsa hana :)
er eiginlega alveg sama um aflgjafann, er búinn að vera á leiðini að skipta um hann, svo nú er kominn góð ástæða að fjárfesta í nýjum, bara að þetta hafi ekki skemmt
útfrá sér.

braudrist
vélbúnaðarpervert
Póstar: 993
Skráði sig: Mán 06. Sep 2004 13:22
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Jólahreingerning

Póstur af braudrist »

1000 kall fyrir loft í brúsa er samt algjör okur.
Intel Core-i9 9900k @ 5GHz :: ASUS ROG Maximus XI Formula :: Corsair Vengeance 3200MHz - 32GB DDR4 :: ASUS ROG STRIX RTX 2080 Ti OC :: 1TB Samsung 970 Pro m.2-NVMe :: 27" Acer Predator XB271HU :: Corsair RM850x :: Cooler Master C700m
Skjámynd

Höfundur
lifeformes
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 364
Skráði sig: Fim 10. Feb 2011 23:58
Staðsetning: 66°N
Staða: Ótengdur

Re: Jólahreingerning

Póstur af lifeformes »

1000 kall fyrir loft í brúsa er samt algjör okur.
Ódýrari en nýr aflgjafi. :megasmile
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Jólahreingerning

Póstur af Sallarólegur »

braudrist skrifaði:1000 kall fyrir loft í brúsa er samt algjör okur.
Það er rándýrt að flytja svona brúsa til afskekktrar eyju í Norður Atlandshafi... face it ](*,)
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller
Skjámynd

Höfundur
lifeformes
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 364
Skráði sig: Fim 10. Feb 2011 23:58
Staðsetning: 66°N
Staða: Ótengdur

Re: Jólahreingerning

Póstur af lifeformes »

Var ekki verið að selja túristum háfjallaloft í brúsum fyrir nokkrum árum síðan, "hver vill ekki hreinsa tölvuna sína með háfjallalofti" viðskiptahugmynd!!
Skjámynd

hfwf
Of mikill frítími
Póstar: 1946
Skráði sig: Sun 16. Okt 2011 20:29
Staða: Ótengdur

Re: Jólahreingerning

Póstur af hfwf »

Mynd
ég nota eingöngu.
Skjámynd

Lunesta
Gúrú
Póstar: 568
Skráði sig: Mán 30. Nóv 2009 16:16
Staða: Ótengdur

Re: Jólahreingerning

Póstur af Lunesta »

hmm.. hvað finnst fólki um hárblásara samt? Hef notað það
stundum og aldrei neitt vesen.
Skjámynd

Alfa
Geek
Póstar: 808
Skráði sig: Mið 02. Apr 2008 13:14
Staðsetning: Vestmannaeyjar
Staða: Ótengdur

Re: Jólahreingerning

Póstur af Alfa »

a) I hate to say it en Inter-tech er langt langt langt frá því að vera besti aflgjafinn sem þú færð, sama þó hann sé ókeypis.

b) En annað ... þegar þú ryksugar þá er mikilvægt að þú sért ekki með járnenda inn í tölvunni, bara plast (af augljósum ástæðum)

c) Þrýstiloft þrýfur í raun mun betur en ég nota það aldrei því ef maður sprautar of lengi fer kemur kul í það og hrímar. Er svo heppinn að vinna þar sem 4 loftpressur eru svo ég fer bara með tölvuna annarslagið þangað.

d) pruifaðu að kveikja á tölvunni án þess hún sé í sambandi við vegg (til að tæma alveg rafmagn af henni) og stingdu aftur í samband og prufaðu.

e) ef þú treystir þér þá geturðu tekið aflgjafann úr sambandi við allt inn í tölvunni hjá þér og notað þessa aðferð til að sjá hvort hann slær ennþá út (googla "Testing a Power Supply with The Paper Clip") Getur notað venjulegan vír líka.
TOW : NZXT H500i PSU : Corsair RMx 850W MB : MSI B550 Gaming Edge Wifi CPU : AMD 5600x + NZXT Kraken X52 H2O
Mem : 32GB 3600Mhz G.Skill Neo RGB GPU : MSI 3080 Gaming X 10GB
SSD : 250GB Samsung Evo 960 + 500GB Crucial M2 + 500GB Samsung Evo 850 + 1TB WD HDD OS : W10
LCD : LG 32GP850 32" 180hz + AOC 24G2U KEY : Corsair K70 RGB MOU : Glorious Model O
Skjámynd

Minuz1
1+1=10
Póstar: 1162
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Jólahreingerning

Póstur af Minuz1 »

Rjómasprauta ? Nota bara þrýstihylkið......sleppa rjómanum :)
Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það
Svara