Bjosep skrifaði:Hvað í ósköpunum fær þig til þess að halda það að þetta eigi eftir að verða eitt það vinsælasta í heiminum?
Sjáðu bara Minecraft, þetta er vinsælasta efnið á Youtube, og almennt eru svona "replays" eða leikjacommentarí vinsælasta efnið.
Ungu kynslóðirnar sem eru að alast upp í dag munu ekkert fara að horfa á golf eða blak eftir 25 ára aldur.
Horfðu á CBS vídjóið, þar segja þeir að lokakeppnin í League of Legends fékk meira áhorf en lokakeppnin í ameríska hafnaboltanum.
Ég er nú sjálfur orðinn ágætlega "seasoned" í árum og ég horfi á svona vídjó, starcraft aðallega, en ég skemmti mér við þetta. Hef aldrei haft neinn áhuga á fótbolta eða öðrum svona boltasportum, finnst þau frekar þroskaheft, alltof hægvirkt og plebbalegt, alltaf sama, breytist aldrei, bara leikmennirnir. En í E-sports koma alltaf nýjir vinsælir leikir á 2-3 ára fresti sem verða ofurvinsælir og þá breytist allt saman, hristir upp í öllu. Þetta er bara öðruvísi og meira action
