Stærri vélin (Corsair Graphite 760T) fékk Corsair H110i vatnskælinguna og af forvitnissökum ákvað ég að prófa stock kælinguna fyrir minni kassann (Corsair Obsidian 450D). Ég ákvað að prófa þetta því mér fannst H110i vatnskælingalausnin ekki vera neitt sérstaklega hljóðlát, og var því forvitinn hversu hljóðlát & öflug stock viftan væri. Kom reyndar á óvart, hversu mikil písl þessi vifta er.
Eftir 10 mínútna rennsli í Prime95 lítur þetta svona út (efri vélin er stockviftan, neðri vélin er Corsair H110i vatnskæling)

Ég ákvað að slökkva á Prime95 þegar ég sá vélina með stock-viftunni fara að snerta 100c, þorði ekki lengra.
Spurningin er, hvað þykir ykkur eðlilegt hitastig fyrir 4790K undir álagi, þið sem þekkið til? Ég veit að Google hefur mörg svör, en mig langar að heyra frá ykkur

Seinni spurningin er, hvaða lausn mynduð þið velja til að geta haft örgjörvann sprækann og í góðum fíling, án þess að vera með mikinn hávaða? Er til hljóðlátari lausn en H110i? Er Noctua skrímslið málið?
Smá að lokum, smá klámmynd:
