Varðandi mælingar Símans.

Allt utan efnis
Svara
Skjámynd

Höfundur
inservible
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 305
Skráði sig: Mán 13. Sep 2010 11:04
Staðsetning: Jörðin
Staða: Ótengdur

Varðandi mælingar Símans.

Póstur af inservible »

Sælir Vaktarar.

Langaði að forvitnast hvort að einhver ykkar sem er hjá símanum hefur verið með alveg fáranlega háa upphalstalningu. Þá er ég að tala um eitthvað sem hrinlega getur ekki staðist því samkvæmt þeim er ég búinn að upphala 800GB á tæpum mánuði sem er mjög langt frá sannleikanum því ég fylgist með þessu öllu sjálfur og ekki erfitt fyrir mig að lesa upplýsingar úr mínu eigin router monitoring. Ég gerði einnig heiðarlega tilraun til að hringja og tilkynna þeim að það væru villur í þessu hjá þeim en þeir voru ekki lengi að skjóta mínar kenningar niður því jú ég nota utorrent! En einnig sagði ég honum að upload mitt via utorrent nær ekki 40GB yfir mánuðinn þannig að eitthvað annað er að. anyone?
Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 15436
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi mælingar Símans.

Póstur af GuðjónR »

Loggfællinn í routernum þínum lýgur ekki. Efast stórlega um þessar tölur.
800GB upphal á 28 dögum gerir 28.6GB á sólarhring eða 1.19GB á klukkutíma alla daga og nætur.
Þú ert heppinn að þeir eru ekki byrjaðir að rukka

hkr
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Fös 23. Jan 2009 14:22
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi mælingar Símans.

Póstur af hkr »

GuðjónR skrifaði:Loggfællinn í routernum þínum lýgur ekki. Efast stórlega um þessar tölur.
800GB upphal á 28 dögum gerir 28.6GB á sólarhring eða 1.19GB á klukkutíma alla daga og nætur.
Þú ert heppinn að þeir eru ekki byrjaðir að rukka
Er þetta ekki nákvæmlega ástæðan fyrir því að þeir eru ekki byrjaðir að rukka?
Mælingarnar hjá þeim eru í einhverju rugli.

Bjosep
Geek
Póstar: 880
Skráði sig: Þri 16. Maí 2006 17:48
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi mælingar Símans.

Póstur af Bjosep »

Senda erindi/ábendingu á Póst og fjarskiptastofnun og eins mögulega neytendastofu bara.

Þó svo þeir séu ekki byrjaðir að rukka þá er bara sjálfsagt mál að gera grein fyrir ruglinu eins og það er í dag.
Skjámynd

Sallarólegur
Internetsérfræðingur
Póstar: 6350
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Staðsetning: https://viktor.ms
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi mælingar Símans.

Póstur af Sallarólegur »

Gæti verið sýkt tæki sem veldur.

En um að gera að færa sig til fyrirtækis sem rukkar ekki tvöfalt:

http://www.vodafone.is" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.hringdu.is" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.simafelagid.is" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.tal.is" onclick="window.open(this.href);return false;
Thinkpad P1 • i7-10875H • NVIDIA Quadro T1000 • Samsung 32GB 3200Mhz • Toshiba 1TB SSD

G Pro Wireless • WASD V2 Ch.MX brown • Arctics Pro Wireless

Alienware Ultrawide 34.1" WQHD 1900R IPS 3440 x 1440p 4ms 120Hz

EdgeRouter-X • TOUGHSwitch TS-5-POE • Unifi AP AC LITE • Raspberry Pi Unifi controller

bingo
Nörd
Póstar: 116
Skráði sig: Mán 17. Des 2007 22:58
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi mælingar Símans.

Póstur af bingo »

Fyrstu 5 dagana í nóv átti ég að hafa uploadað 250 GB, þannig að ég varð að gjöra svo vel að uppfæra pakkan hjá þeim í 600 GB þar sem þessi 300 voru að klárast. Hélt reyndar að þeir myndu ekki byrja með þetta fyrr en 1.des þannig að það var bara stillt á unlimited í uTorrent. Setti strax í 1 kb/s og uploadið hætti að telja svona rosalega, en samkvæmt uTorrent þá var ég einungis búinn að uploada um 50 GB. Hringdi í Símann í einhver 4 skipti og þeir sögðu alltaf að þetta væri bara á mínum enda.
Skjámynd

Höfundur
inservible
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 305
Skráði sig: Mán 13. Sep 2010 11:04
Staðsetning: Jörðin
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi mælingar Símans.

Póstur af inservible »

Mun alveg hiklaust fara eitthvað annað þegar ég hef kost á því, fannst þetta bara svo merkilega háar tölur að mér finnst skrítið að það hafi ekki verið fjallað meira um málið. Að mínu mati er þetta hreinlega glæpur og ég er hneykslaður að neytandastofa sé hreinlega ekki búinn að kæra þetta. Hvernig er þetta út í heimi er einhver annar erlendis að rukka fyrir upphal?

slapi
Gúrú
Póstar: 509
Skráði sig: Fös 19. Jún 2009 21:47
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi mælingar Símans.

Póstur af slapi »

Hérna í Svíþjóð er það sem ræður verðinu á tengingunni er einungis hraðinn á tengingunni , hér er ekkert talið til eða frá. Ég renndi í gegnum notendaskilmálana á minni tengingu um daginn og ég sá enga klausu um að cappa stórnotendur , þó ég sé viss um að það sé til staðar einhversstaðar klausa um það en ég sá það allavega ekki.

Annars finnst mér þessi upload mæling vera frekar skref aftur í tíman heldur fram í ISP heiminum. Ég var viðskiptavinur símans en þetta hefði ýtt mér frá því að vera það áfram.
Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1726
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi mælingar Símans.

Póstur af Danni V8 »

Af hverju segið þið að Síminn sé ekki byrjaður að rukka?

Samkvæmt þjónustu síðunni hjá mér er nýja kerfið byrjað og ég kominn yfir limitið.

Ég gleymdi einu sinni að loka torrent eftir download og uploadaði einhverjum 32gb samkvæmt Bit Torrent og það stemmir við talninguna hjá Símanum, svo það virðist sem það séu engar villur í talningunni hjá mér.

Er bara með 150gb og það er ekkert smá auðvelt að fara uppí það mikið.
Mynd
Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x
Skjámynd

BugsyB
</Snillingur>
Póstar: 1072
Skráði sig: Mán 19. Nóv 2007 22:51
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi mælingar Símans.

Póstur af BugsyB »

Þetta er víst það sem koma skal, Þetta net nutrality eða hvað sem það heitir - til að hindra það að risar eins og netflix geti keypt sér bettri bandvídd og gert út um þá sem hafa ekki efni á svoleiðs. Í stuttu máli þá á hver pakki á netinu að hafa jafnt vægi þá hvort sem það sé erlendis eða innanlands og þar sem við búum á eyju sem heitir Ísland og við erum bundin við sæstrengi sem ég held að ríkið eigi núna þá erum við pretty fuckt þar sem hraði er ekki issuið heldur utanlandssamband.
Símvirki.

Framed
Nörd
Póstar: 133
Skráði sig: Fös 28. Nóv 2003 02:54
Staða: Ótengdur

Re: Varðandi mælingar Símans.

Póstur af Framed »

BugsyB skrifaði:Þetta er víst það sem koma skal, Þetta net nutrality eða hvað sem það heitir - til að hindra það að risar eins og netflix geti keypt sér bettri bandvídd og gert út um þá sem hafa ekki efni á svoleiðs. Í stuttu máli þá á hver pakki á netinu að hafa jafnt vægi þá hvort sem það sé erlendis eða innanlands og þar sem við búum á eyju sem heitir Ísland og við erum bundin við sæstrengi sem ég held að ríkið eigi núna þá erum við pretty fuckt þar sem hraði er ekki issuið heldur utanlandssamband.
"Net neutrality" kveður eingöngu á um að öll traffík eigi að vera jöfn, þ.e.a.s. að einn pakki á ekki að fá forgang umfram annan. Það er líka talað um að það megi ekki niðurgreiða eina traffík með gjöldum á aðra. Allavega eins og ég skil "net neutrality", Endilega leiðréttið mig hafi ég misskilið eitthvað.

Einmitt það að við búum á eyju og þurfum að treysta á "dýra" sæstrengi gerir það að verkum að, allavega í mínu huga, að þessi rök um að þetta sé í samræmi við "net neutrality" falla um sjálf sig. Með þessu móti erum við farin að niðurgreiða utanlandsumferðina með því að greiða fyrir innanlands umferð.

Ég er harður í þeirri afstöðu minni að eina leiðin til að fylgja "net neutrality" á eyjunni okkar er að ekki sé sérstaklega greitt fyrir gagnamagn. Eingöngu þannig er öll umferð jöfn. Við höfum lengi verið eitt af mjög fáum löndum þar sem þarf að greiða sérstaklega fyrir erlenda umferð en á sama tíma þá erum við líka eitt af mjög fáum löndum þar sem það eru ekki í boði þjónustuleiðir með ótakmarkaðri umferð. Í flestum, ef ekki öllum, þeim löndum þar sem ég hef verið að skoða þetta þar sem að meginreglu er rukkað fyrir umferð þá eru líka ótakmarkaðir pakkar í boði.

Tek fram að ég tel varla nýlegt útspil Hringdu með þar sem það á aðeins við ADSL en ekki hraðari tengingar. Styð þeirra framtak heilshugar en betur má ef duga skal.

Ég held samt að aðalvandamálið varðandi þetta hér á landi sé einmitt fákeppni í sæstrengjum. Bind þó nokkrar vonir til að Emerald Express strengurinn muni breyta því eitthvað aðeins fyrir okkur neytendur en er ekki bjartsýnn, eins öfugsnúið og það kann að hljóma.

Hér kemur svo skyldu samsæriskenningin: Ég hef einmitt alveg frá því sumar haft grun um að þessi óvænta breyting Símans á sínu viðskiptamódeli sé tilkomin vegna Emerald Express. Ég hef ekki rekist á fréttatilkynningu um að Síminn hafi gert samning um afnot af nýja strengnum og því dettur mér í hug að þeir hafi ekki náð samningum. Síminn hafi því ákveðið að innleiða þessar breytinga svo þeir ættu auðveldara með að fela að þeir væru ekki lengur samkeppnishæfir varðandi erlenda umferð. Vodafone t.d. hefur hins vegar samið um notkun á strengnum (sjá hér).
Svara